Dagur boðar leikskóla í stað kynlífshjálpartækja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2020 15:48 Kynlífsdúkka af þeirri gerð sem stolið var í ráni í verslun Adams og Evu í september 2018. Hún kostaði 350 þúsund krónur í verðskrá verslunarinnar. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar kaupunum með nokkrum tilþrifum á Twitter. Húsakaup séu ekki óalgeng hjá borginni en honum reki ekki minni til þess að borgin hafi áður keypt hjálpartækjaverslun. „Húsnæði Adams og Evu er nú okkar!“ Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús. Ekki svo óalgengt en ég man ekki til þess að við höfum áður keypt hjálpartækjaverslun. Húsnæði Adams og Evu er nú okkar! 1/2 pic.twitter.com/csfVWdrdSA— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) November 12, 2020 Dagur bætir við að borgin hafi sömuleiðis fest kaup á húsnæði arkitektarstofunnar við hliðina á kynlífshjálpartækjaversluninni. „Planið er andlitslyfting þessa gamla hverfiskjarna við Kleppsveg og innrétting nýs 120 barna leikskóla - fyrir Laugardal og hina nýju Vogabyggð. Sannarlega margar flugur í einu höggi!“ Athygli vakti þegar kynlífsdúkku var stolið úr versluninni í september 2018. Bakkað var inn í verslunina og höfðu ræningjarnir dúkku að verðmæti 350 þúsund krónur, miðað við verðskrá verslunarinnar, á brott með sér. Skipulag Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar kaupunum með nokkrum tilþrifum á Twitter. Húsakaup séu ekki óalgeng hjá borginni en honum reki ekki minni til þess að borgin hafi áður keypt hjálpartækjaverslun. „Húsnæði Adams og Evu er nú okkar!“ Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús. Ekki svo óalgengt en ég man ekki til þess að við höfum áður keypt hjálpartækjaverslun. Húsnæði Adams og Evu er nú okkar! 1/2 pic.twitter.com/csfVWdrdSA— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) November 12, 2020 Dagur bætir við að borgin hafi sömuleiðis fest kaup á húsnæði arkitektarstofunnar við hliðina á kynlífshjálpartækjaversluninni. „Planið er andlitslyfting þessa gamla hverfiskjarna við Kleppsveg og innrétting nýs 120 barna leikskóla - fyrir Laugardal og hina nýju Vogabyggð. Sannarlega margar flugur í einu höggi!“ Athygli vakti þegar kynlífsdúkku var stolið úr versluninni í september 2018. Bakkað var inn í verslunina og höfðu ræningjarnir dúkku að verðmæti 350 þúsund krónur, miðað við verðskrá verslunarinnar, á brott með sér.
Skipulag Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira