Dagur braut ekki persónuverndarlög með birtingu athugasemdar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 23:28 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri braut ekki persónuverndarlög með því að birta persónuupplýsingar, sem áður höfðu birst á vef Reykjavíkurborgar, á vefsíðu sinni árið 2018. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í málinu sem birtur var í gær. Kvartandi sendi Persónuvernd erindi vegna málsins í september 2018 en þess er getið í úrskurðinum að meðferð málsins hafi dregist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Kvörtuninni var beint að borgarstjóra vegna birtingar hans á innsendri athugasemd kvartanda vegna tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að tilteknu deiliskipulagi. Athugasemdin innihélt nafn kvartanda og kennitölu. Umrædd athugasemd og upplýsingarnar í henni höfðu áður verið birtar á vef Reykjavíkurborgar. Kvartandi taldi hins vegar að hann hefði ekki gefið borgarstjóra leyfi til að birta upplýsingarnar á persónulegri vefsíðu hans. Borgarstjóri vísaði til þess í svari sínu að umræddar upplýsingar hefðu verið birtar með fundargerð borgarráðs í febrúar 2017. Á vefsíðu borgarstjóra hefðu auk fundargerðarinnar verið birt öll gögn sem lögð hafi verið fyrir ráðið. Kvörtunin lyti að birtingu gagna sem þegar hefðu verið opinber og aðgengileg á opinberum vettvangi og því væri ekki unnt að líta svo á að um sjálfstæða vinnslu persónuupplýsinga væri að ræða. „Í ljósi athugasemda kvartanda í málinu hafi þó umræddum gögnum verið eytt af vefsíðunni […], án þess þó að í því felist yfirlýsing eða viðurkenning á því að miðlun þessara gagna hafi verið í andstöðu við persónuverndarlög,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Það var að endingu mat Persónuverndar, með hliðsjón af eðli þeirra persónuupplýsinga og gagna sem málið varðar, að borgarstjóri hefði mátt ganga út frá því að birtingin samrýmdist persónuverndarlögum. Birting persónuupplýsinganna hefði jafnframt samræmst ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri braut ekki persónuverndarlög með því að birta persónuupplýsingar, sem áður höfðu birst á vef Reykjavíkurborgar, á vefsíðu sinni árið 2018. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í málinu sem birtur var í gær. Kvartandi sendi Persónuvernd erindi vegna málsins í september 2018 en þess er getið í úrskurðinum að meðferð málsins hafi dregist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Kvörtuninni var beint að borgarstjóra vegna birtingar hans á innsendri athugasemd kvartanda vegna tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að tilteknu deiliskipulagi. Athugasemdin innihélt nafn kvartanda og kennitölu. Umrædd athugasemd og upplýsingarnar í henni höfðu áður verið birtar á vef Reykjavíkurborgar. Kvartandi taldi hins vegar að hann hefði ekki gefið borgarstjóra leyfi til að birta upplýsingarnar á persónulegri vefsíðu hans. Borgarstjóri vísaði til þess í svari sínu að umræddar upplýsingar hefðu verið birtar með fundargerð borgarráðs í febrúar 2017. Á vefsíðu borgarstjóra hefðu auk fundargerðarinnar verið birt öll gögn sem lögð hafi verið fyrir ráðið. Kvörtunin lyti að birtingu gagna sem þegar hefðu verið opinber og aðgengileg á opinberum vettvangi og því væri ekki unnt að líta svo á að um sjálfstæða vinnslu persónuupplýsinga væri að ræða. „Í ljósi athugasemda kvartanda í málinu hafi þó umræddum gögnum verið eytt af vefsíðunni […], án þess þó að í því felist yfirlýsing eða viðurkenning á því að miðlun þessara gagna hafi verið í andstöðu við persónuverndarlög,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Það var að endingu mat Persónuverndar, með hliðsjón af eðli þeirra persónuupplýsinga og gagna sem málið varðar, að borgarstjóri hefði mátt ganga út frá því að birtingin samrýmdist persónuverndarlögum. Birting persónuupplýsinganna hefði jafnframt samræmst ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Persónuvernd Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira