Solaris hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 19:48 Sema Erla Serdar, formaður og stofnandi Solaris. Reykjavíkurborg Fundurinn Mannréttindi á tímum Covid-19 fór fram í dag á vegum Reykjavíkurborgar og voru Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar afhent. Hjálparsamtökin Solaris hlutu verðlaunin í ár og fá 600 þúsund krónur fyrir vikið. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á „eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi“ og er markmið verðlaunanna að vekja athygli á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin en í umsögn valnefndar segir að Solaris séu öflugur málsvari í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, bæði einstaklinga og barnafjölskyldna. „Samtökin hafa stuðlað að mikilvægri vitundarvakningu um stöðu þessa viðkvæma hóps með eftirtektarverðum árangri. Mikilvægur hornsteinn í mannréttindabaráttu er að veita raddlausum hópi rödd. Samtökin hafa staðið öðrum framar í baráttunni fyrir réttlæti fyrir fólk á flótta, að grundvallarmannréttindi þeirra séu virt og að standa vörð um mannlega reisn þeirra.“ Þá hafi samtökin átt lykilþátt í því að koma í veg fyrir brottvísun fjölda barna á flótta og stuðlað að þörfum breytingum á löggjöf. Sema Erla Serdar, formaður og stofnandi Solaris, sagði verðlaunin mikilvæga viðurkenningu á starfi samtakanna. Þrjú hlutu hvatningarverðlaun Hvatningarverðlaun mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs fóru til Brúarsmiða – miðju máls, Vettvangs- og ráðgjafateymisins (VoR) og læsis og Tæknilæsis fyrir fullorðna. Brúarsmiðir hafa unnið að því að byggja brú á milli menningarheima og styðja við foreldra af erlendum uppruna. Þá styðja brúarstarfsmenn við íslenskunám barna af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum og stuðla að því að börn fái viðeigandi stuðning og jöfn tækifæri til náms. Tæknilæsi fyrir fullorðna er nýsköpunarverkefni sem aðstoðar eldra fólk við tækni og eykur rafrænt aðgengi þeirra að samfélaginu. Valnefnd sagði verkefnið sporna gegn einangrun og einmanaleika og stuðla að auknu sjálfstæði einstaklinga. VoR-teymið er færanlegt vettvangsteymi sem aðstoðar heimilislaust fólk. Í umsögn valnefndar segir að teymið aðstoði fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir en veiti einstaklingsmiðaða aðstoð, stuðning og ráðgjöf. Teymið starfar meðal annars með fólki í gistiskýli, Konukoti, smáhýsum og íbúðum hugmyndafræðinnar Húsnæði fyrst. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs afhenti þrenn hvatningarverðalaun ráðsins. Ellen Calmon, fulltrúi í mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráði afhenti verðlaunahöfunum viðurkenningarskjöl og blómvönd. Borgarstjórn Mannréttindi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á „eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi“ og er markmið verðlaunanna að vekja athygli á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin en í umsögn valnefndar segir að Solaris séu öflugur málsvari í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, bæði einstaklinga og barnafjölskyldna. „Samtökin hafa stuðlað að mikilvægri vitundarvakningu um stöðu þessa viðkvæma hóps með eftirtektarverðum árangri. Mikilvægur hornsteinn í mannréttindabaráttu er að veita raddlausum hópi rödd. Samtökin hafa staðið öðrum framar í baráttunni fyrir réttlæti fyrir fólk á flótta, að grundvallarmannréttindi þeirra séu virt og að standa vörð um mannlega reisn þeirra.“ Þá hafi samtökin átt lykilþátt í því að koma í veg fyrir brottvísun fjölda barna á flótta og stuðlað að þörfum breytingum á löggjöf. Sema Erla Serdar, formaður og stofnandi Solaris, sagði verðlaunin mikilvæga viðurkenningu á starfi samtakanna. Þrjú hlutu hvatningarverðlaun Hvatningarverðlaun mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs fóru til Brúarsmiða – miðju máls, Vettvangs- og ráðgjafateymisins (VoR) og læsis og Tæknilæsis fyrir fullorðna. Brúarsmiðir hafa unnið að því að byggja brú á milli menningarheima og styðja við foreldra af erlendum uppruna. Þá styðja brúarstarfsmenn við íslenskunám barna af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum og stuðla að því að börn fái viðeigandi stuðning og jöfn tækifæri til náms. Tæknilæsi fyrir fullorðna er nýsköpunarverkefni sem aðstoðar eldra fólk við tækni og eykur rafrænt aðgengi þeirra að samfélaginu. Valnefnd sagði verkefnið sporna gegn einangrun og einmanaleika og stuðla að auknu sjálfstæði einstaklinga. VoR-teymið er færanlegt vettvangsteymi sem aðstoðar heimilislaust fólk. Í umsögn valnefndar segir að teymið aðstoði fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir en veiti einstaklingsmiðaða aðstoð, stuðning og ráðgjöf. Teymið starfar meðal annars með fólki í gistiskýli, Konukoti, smáhýsum og íbúðum hugmyndafræðinnar Húsnæði fyrst. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs afhenti þrenn hvatningarverðalaun ráðsins. Ellen Calmon, fulltrúi í mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráði afhenti verðlaunahöfunum viðurkenningarskjöl og blómvönd.
Borgarstjórn Mannréttindi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira