Borgarstjórn

Fréttamynd

Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar

Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum.

Innlent
Fréttamynd

Al­­gjör ó­­þarfi að tor­velda líf hreyfi­hamlaðra með mannanna verkum

„Það kemur mjög oft fyrir að einhver hittingur, mannfögnuður, athöfn, eða bara staður sem mig langar á er ekki aðgengilegur. Það er auðvitað sárt í hvert einasta skipti en það sem gerist yfir lengri tíma er að fólk einangrast. Það byrjar sjálft að velja sig út úr hlutum, jafnvel þó það sé kannski aðgengilegt, vegna þess að það verður svolítið félagsfælið og kvíðið yfir því að það komi upp einhver vandamál.“

Innlent
Fréttamynd

250 milljónir í nýtt gras­æfinga­svæði Fram í Úlfarsár­dal

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdir vegna nýs grasæfingasvæði fyrir knattspyrnuiðkun á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal. Þar verða tveir æfingavellir með vökvunarkerfi, en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 250 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíðin ber að dyrum – ætlarðu að svara?

Á föstudaginn í síðustu viku birtum við í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur drög að vinnu stýrihóps um endurskoðun aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum. Drögin eru afrakstur rúmlega árs samvinnu og víðtæks samráðs um nýja stefnu Reykjavíkurborgar til að stemma stigu við loftslagsógninni og ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi.

Skoðun
Fréttamynd

Valdataka í Reykjavík

Sá fordæmalausi atburður átti sér stað um miðjan dag þann 6. janúar sl. að kjörnum fulltrúum í borgarráði barst tölvupóstur þar sem þeim var tilkynnt að hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur hafi ákveðið að fundur borgarráðs daginn eftir yrði fjarfundur en yrði ekki haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Búum til betri borg

Í dag er síðari umræða borgarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021, ársins þar sem stjórnmálamenn þurfa að sýna dug og þor til að stíga stór skref upp úr kórónukreppunni. Við munum fá bóluefni til að lífið fari aftur af stað.

Skoðun
Fréttamynd

Lof­orð um fast­eigna­skatta upp­fyllt

Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2018 lagði Viðreisn áherslu á atvinnumál. Við settum meðal annars fram loforð um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% á kjörtímabilinu.

Skoðun
Fréttamynd

Og svaraðu nú!

Þann 1. desember var fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlun. Á þeim fundi voru einnig oddvitaumræður og fékk hver oddviti að halda ræðu í allt að klukkutíma. Ég nýtti hverja sekúndu.

Skoðun
Fréttamynd

„Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta“

Titill greinarinnar segir allt sem segja þarf um við hvað er að etja þegar meirihluti borgarsstjórnar á í hlut. Orðin féllu af hálfu fulltrúa meirihluta borgarstjórnar að loknum fundi þar sem tekist var á um varanlega lokun Laugavegs allt frá gömlu Mjólkursamsölunni til enda við Lækjargötu.

Skoðun
Fréttamynd

Sela­laugin í Hús­dýra­garðinum stækkuð á næsta ári

Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið.

Innlent
Fréttamynd

Boða nýjar sund­laugar, knatt­hús og hjóla­borg á heims­mæli­kvarða

Tíu þúsund nýjar íbúðir og þrjár nýjar sundlaugar á næstu tíu árum. Fjárfestingar fyrir 175 milljarða á næstu þremur árum. Reykjavík verði hjólaborg á heimsmælikvarða. Allt kemur þetta fram í svokölluðu Græna plani Reykjavíkurborgar sem kynnt var á fréttamannafundi oddvita þeirra flokka sem saman mynda meirihluta í borgarstjórn í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hús­næði fyrst – far­sæl stefna til fram­tíðar!

Allt fram til ársins 2014 var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra í Reykjavík. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa karla í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins

Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Er þétting byggðar lofts­lags­mál?

Samfélag okkar manna stendur á tímamótum. Okkar helsta sameiginlega verkefni er að takast á við loftslagsvánna. Það að flétta inn í hversdagsleikann hluti sem skipta máli til að takast á við stærsta verkefni samtímans er áskorun, ekki aðeins fyrir hvern einstakling, heldur líka fyrir okkur sem samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Reykjavík: 0 krónur

Í kvöldfréttum í gærkvöldi kom Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram og gagnrýndi kröfu Reykjavíkurborgar um leiðréttingu á óréttlátum úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og vegna van­gold­inna fram­laga á ár­un­um 2015-2018.

Skoðun
Fréttamynd

Hverfi á stærð við Grafarvog fyrirhugað í borginni

Í umfangsmiklum breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur eru yfir 100 svæði skilgreind fyrir nýja íbúðabyggð. Forseti borgarstjórnar segir að gert sér ráð fyrir uppbyggingu á stærð við Grafarvog sitt hvoru megin við Elliðaár.

Innlent