Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 13:16 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. vísir/vilhelm Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. Framtíð leikskólans Bakka var rædd á fundi með foreldrum á mánudag en eins og komið hefur fram er pláss fyrir sextíu börn á leikskólanum en þar eru nú einungis tuttugu börn. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að í ljósi þeirrar stöðu gætu börn sem bíða eftir plássi í Vogabyggð komið inn á leikskólann. Eftir samtöl við foreldra verði Bakkabörn sem fyrir eru einnig áfram í skólanum fram að áramótum. En þá myndu Bakkabörnin fara inn á samstarfsleikskólann Hamra - og húsnæði Bakka gæti eftir áramót mögulega nýst öðrum leikskólum í húsnæðisvanda. Honum verði þannig ekki lokað. Margrét Dan Þórisdóttir og bróðir hennar, Ingólfur Dan. Margrét heldur á yngsta syni sínum. Margrét Dan Þórisdóttir foreldri barns á Bakka segir foreldra hins vegar almennt túlka þessar mögulegu fyrirætlanir sem lokun. Og þetta hafi lengi legið í loftinu. „Það sem að við vitum er að það hafa ótrúlega margir foreldrar sett sig í samband við okkur núna og sögur sem við heyrum í gegnum tíðina er bara að þegar þú innritar barnið þitt þá segir leikskólastjórinn eða sá sem tekur á móti þér: Það er mikil óvissa með framtíð leikskólans, við mælum ekki endilega með að þú skráir barnið þitt hér í leikskólann. Þetta er bara staðreynd. Svona viðmót fælir náttúrulega bara frá,“ segir Margrét. Leikskólinn Bakki í Staðahverfi.Reykjavíkurborg Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs segir hins vegar að lausu plássin hafi verið kynnt foreldrum. Komið hafi á daginn að plássin virðist ekki hafa hentað foreldrum. Margrét telur kynningu á lausu plássunum hins vegar ábótavant. „Og við vitum líka til þess að fólk úr öðrum hverfum vissi ekki af lausum stöðum hér. Þegar það hafði samband við leikskólaráð þá var því sagt að öll pláss í Grafarvogi væru full,“ segir Margrét. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Framtíð leikskólans Bakka var rædd á fundi með foreldrum á mánudag en eins og komið hefur fram er pláss fyrir sextíu börn á leikskólanum en þar eru nú einungis tuttugu börn. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að í ljósi þeirrar stöðu gætu börn sem bíða eftir plássi í Vogabyggð komið inn á leikskólann. Eftir samtöl við foreldra verði Bakkabörn sem fyrir eru einnig áfram í skólanum fram að áramótum. En þá myndu Bakkabörnin fara inn á samstarfsleikskólann Hamra - og húsnæði Bakka gæti eftir áramót mögulega nýst öðrum leikskólum í húsnæðisvanda. Honum verði þannig ekki lokað. Margrét Dan Þórisdóttir og bróðir hennar, Ingólfur Dan. Margrét heldur á yngsta syni sínum. Margrét Dan Þórisdóttir foreldri barns á Bakka segir foreldra hins vegar almennt túlka þessar mögulegu fyrirætlanir sem lokun. Og þetta hafi lengi legið í loftinu. „Það sem að við vitum er að það hafa ótrúlega margir foreldrar sett sig í samband við okkur núna og sögur sem við heyrum í gegnum tíðina er bara að þegar þú innritar barnið þitt þá segir leikskólastjórinn eða sá sem tekur á móti þér: Það er mikil óvissa með framtíð leikskólans, við mælum ekki endilega með að þú skráir barnið þitt hér í leikskólann. Þetta er bara staðreynd. Svona viðmót fælir náttúrulega bara frá,“ segir Margrét. Leikskólinn Bakki í Staðahverfi.Reykjavíkurborg Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs segir hins vegar að lausu plássin hafi verið kynnt foreldrum. Komið hafi á daginn að plássin virðist ekki hafa hentað foreldrum. Margrét telur kynningu á lausu plássunum hins vegar ábótavant. „Og við vitum líka til þess að fólk úr öðrum hverfum vissi ekki af lausum stöðum hér. Þegar það hafði samband við leikskólaráð þá var því sagt að öll pláss í Grafarvogi væru full,“ segir Margrét.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira