Leikskóli áfram í Staðarhverfi Skúli Helgason skrifar 6. september 2022 11:01 Nokkrir íbúar í Staðarhverfi í Grafarvogi skrifuðu grein hér á Vísi á dögunum um leikskólamál í hverfinu þar sem ég er sérstaklega ávarpaður. Nú er ég reyndar ekki lengur í forsvari fyrir skólamálin í borginni en hef þó haft aðkomu að þessu máli sem greinin fjallar um og sjálfsagt að upplýsa um það sem ég þekki til málsins. Málið snýst um leikskólann Bakka í Staðarhverfi sem undanfarin ár hefur verið sameinaður leikskólanum Hamra sem er í næsta nágrenni. Bakki hefur leyfi fyrir 58 börnum en undanfarin ár hafa verið mun færri börn þar í vistun og um þessar mundir eru einungis 20 börn í leikskólanum. Það gerir Bakka að fámennasta leikskóla borgarinnar. Greinarhöfundar velta því upp hvort fámennið þýði að leikskólanum verði lokað og er mikilvægt að tala skýrt um það að við sem myndum meirihluta borgarstjórnar höfum engin áform um að hætta leikskólastarfsemi í húsinu. Ég hef sjálfur aldrei ljáð máls á því enda er það stefna okkar að fjölga leikskólaplássum og auka þjónustu við foreldra yngstu barnanna en ekki fækka plássunum og draga úr þjónustunni. Skóla- og frístundasvið fékk það verkefni frá borgarráði að leita allra leiða til að nýta núverandi húsnæði borgarinnar betur svo að fjölga mætti dvalarrýmum í leikskólum. Ein hugmynd var að gera þær breytingar að börn sem nú eru vistuð í Bakka færu yfir í Hamra en foreldrar lýstu andstöðu við þá hugmynd og hefur hún í kjölfarið verið lögð til hliðar. Það verður því áfram rekinn leikskóli í Staðarhverfi og börnin sem nú eru í Bakka geta verið þar áfram en til greina kemur að skoða samstarf við leikskólann Engjaborg en foreldrar m.a. í fyrrnefndri grein hafa fært ágæt rök fyrir því að slíkt samstarf myndi skapa betri samfellu við grunnskólagöngu barnanna sem færu þá saman upp í Engjaskóla að loknum leikskóla. Það er hluti af stefnu meirihlutans um betri nýtingu húsnæðis að opna tvær nýjar deildir á Bakka til að nýta þau lausu pláss sem þar eru. Strax í september verður byrjað að taka á móti börnum sem innrituð hafa verið í væntanlegan leikskóla í Vogabyggð og þau munu starfa í Bakka þar til Ævintýraborgin í Vogabyggð opnar, sem stefnt er að því að verði í desember. Næstu vikur verða notaðar til að kynna Bakka sem góðan kost fyrir foreldra í nærliggjandi hverfum, bæði í Grafarvogi en líka í Grafarholti og Úlfarsárdal þar sem mikil eftirspurn er eftir leikskólarýmum en lítið um laus pláss. Gott aðgengi er að Bakka fyrir íbúa í Grafarholti og greiðar samgöngur þar á milli. Á fundi með foreldrum síðastliðinn fimmtudag var það niðurstaðan að skóla- og frístundasvið og foreldrar myndu sameinast um að kynna Bakka fyrir foreldrum yngstu barnanna og freista þess þannig að nýta þau lausu pláss sem þar eru og treysta þannig starfsgrundvöll leikskólans til framtíðar. Það er í takt við stefnu meirihlutans í Reykjavík sem lítur á það sem sitt forgangsverkefni að fjölga leikskólaplássum í borginni til að geta boðið börnum frá 12 mánaða aldri að njóta þess afburða starfs sem starfsfólk og stjórnendur leikskólanna halda úti á hverjum degi og stenst jöfnuð við það sem best gerist í löndunum í kringum okkur. Samhliða fjölgun plássa munum við halda ótrauð áfram að bæta starfsumhverfi leikskólanna til að laða ungt fólk og annað hæfileikafólk til liðs við þennan mikilvæga málaflokk sem fyrsta skólastigið sannarlega er. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Nokkrir íbúar í Staðarhverfi í Grafarvogi skrifuðu grein hér á Vísi á dögunum um leikskólamál í hverfinu þar sem ég er sérstaklega ávarpaður. Nú er ég reyndar ekki lengur í forsvari fyrir skólamálin í borginni en hef þó haft aðkomu að þessu máli sem greinin fjallar um og sjálfsagt að upplýsa um það sem ég þekki til málsins. Málið snýst um leikskólann Bakka í Staðarhverfi sem undanfarin ár hefur verið sameinaður leikskólanum Hamra sem er í næsta nágrenni. Bakki hefur leyfi fyrir 58 börnum en undanfarin ár hafa verið mun færri börn þar í vistun og um þessar mundir eru einungis 20 börn í leikskólanum. Það gerir Bakka að fámennasta leikskóla borgarinnar. Greinarhöfundar velta því upp hvort fámennið þýði að leikskólanum verði lokað og er mikilvægt að tala skýrt um það að við sem myndum meirihluta borgarstjórnar höfum engin áform um að hætta leikskólastarfsemi í húsinu. Ég hef sjálfur aldrei ljáð máls á því enda er það stefna okkar að fjölga leikskólaplássum og auka þjónustu við foreldra yngstu barnanna en ekki fækka plássunum og draga úr þjónustunni. Skóla- og frístundasvið fékk það verkefni frá borgarráði að leita allra leiða til að nýta núverandi húsnæði borgarinnar betur svo að fjölga mætti dvalarrýmum í leikskólum. Ein hugmynd var að gera þær breytingar að börn sem nú eru vistuð í Bakka færu yfir í Hamra en foreldrar lýstu andstöðu við þá hugmynd og hefur hún í kjölfarið verið lögð til hliðar. Það verður því áfram rekinn leikskóli í Staðarhverfi og börnin sem nú eru í Bakka geta verið þar áfram en til greina kemur að skoða samstarf við leikskólann Engjaborg en foreldrar m.a. í fyrrnefndri grein hafa fært ágæt rök fyrir því að slíkt samstarf myndi skapa betri samfellu við grunnskólagöngu barnanna sem færu þá saman upp í Engjaskóla að loknum leikskóla. Það er hluti af stefnu meirihlutans um betri nýtingu húsnæðis að opna tvær nýjar deildir á Bakka til að nýta þau lausu pláss sem þar eru. Strax í september verður byrjað að taka á móti börnum sem innrituð hafa verið í væntanlegan leikskóla í Vogabyggð og þau munu starfa í Bakka þar til Ævintýraborgin í Vogabyggð opnar, sem stefnt er að því að verði í desember. Næstu vikur verða notaðar til að kynna Bakka sem góðan kost fyrir foreldra í nærliggjandi hverfum, bæði í Grafarvogi en líka í Grafarholti og Úlfarsárdal þar sem mikil eftirspurn er eftir leikskólarýmum en lítið um laus pláss. Gott aðgengi er að Bakka fyrir íbúa í Grafarholti og greiðar samgöngur þar á milli. Á fundi með foreldrum síðastliðinn fimmtudag var það niðurstaðan að skóla- og frístundasvið og foreldrar myndu sameinast um að kynna Bakka fyrir foreldrum yngstu barnanna og freista þess þannig að nýta þau lausu pláss sem þar eru og treysta þannig starfsgrundvöll leikskólans til framtíðar. Það er í takt við stefnu meirihlutans í Reykjavík sem lítur á það sem sitt forgangsverkefni að fjölga leikskólaplássum í borginni til að geta boðið börnum frá 12 mánaða aldri að njóta þess afburða starfs sem starfsfólk og stjórnendur leikskólanna halda úti á hverjum degi og stenst jöfnuð við það sem best gerist í löndunum í kringum okkur. Samhliða fjölgun plássa munum við halda ótrauð áfram að bæta starfsumhverfi leikskólanna til að laða ungt fólk og annað hæfileikafólk til liðs við þennan mikilvæga málaflokk sem fyrsta skólastigið sannarlega er. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í Reykjavík.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun