Tennis

Djokovic mætir Nadal í úrslitum opna franska - vann Federer
Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitin á opna franska meistaramótinu í tennis í fyrsta sinn á ferlinum eftir 3-0 sigur á Svisslendingnum Roger Federer í undanúrslitunum í dag. Djokovic mætir Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Nadal í úrslit eftir auðveldan sigur
Spánverjinn Rafael Nadal lenti í engum vandræðum með landa sinn David Ferrer í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis. Nadal hefur ekki enn tapað setti á mótinu.

Sharapova í úrslit og efsta sæti heimslistans
Maria Sharapova tryggði sér í dag sæti í úrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis með því að bera sigur úr býtum gegn Petru Kvitovu í undanúrslitum í dag.

Nadal í undanúrslit í París
Spánverjinn Rafael Nadal lagði landa sinn Nicolas Almagro nokkuð örugglega að velli í fjórðungsúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis í gær.

Djokovic slapp með skrekkinn
Novak Djokovic lenti kröppum dansi þegar hann tryggði sér sæti í 8 manna úrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis í dag. Djokovic sem er efstur á heimslistanum lenti 2-0 undir gegn Ítalanum Andreas Seppi en vann þrjú sett í röð og komst áfram.

Tennislandsliðið tapaði öllum leikjum sínum í Davis Cup
Ísland hefur lokið keppni í Davis Cup í tennis þetta árið en liðið tapaði fyrir Möltu, 2-1, í síðustu viðureign sinni. Keppnin fór fram í Búlgaríu og lauk í gær.

Djokovic vann sigur í skugga andláts afa síns
Novak Djokovic tryggði sér í gær sæti í fjórðungsúrslitum Monte Carlo-mótsins í tennis eftir að hafa borið sigurorð af Úkraínumanninum Alexandr Dolgopolov. Aðeins fáeinum klukkustundum fyrir viðureignina fékk hann fregnir af andláti afa síns.

Ivan Ljubicic leggur tennisspaðann á hilluna
Króatinn Ivan Ljubicic hefur ákveðið að leggja tennisspaðann á hilluna en hans síðasta mót var í Monte Carlo um helgina.

Federer ætlar að ná efsta sæti heimslistans á ný
Tenniskappinn Roger Federer hefur ekki sigrað á stórmóti í tennis frá því hann vann opna ástralska meistaramótið árið 2010. Það er of langur tími að mati Federer sem sigraði á Indian Wells meistaramótinu um helgina.

Federer sýndi mátt sinn í Dúbæ
Roger Federer sýndi að hann ætlar sér að komast aftur í efsta sæti heimslistans með því að bera sigur úr býtum á Dúbæ-meistaramótinu í dag.

Greg Norman: Wozniacki og Rory eru fullkomin fyrir hvort annað
Ástralska golfgoðsögnin Greg Norman segir dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki hafa góð áhrif á norður-írska kylfinginn Rory McIlroy og fer svo langt að kalla þau hið fullkomna kærustupar.

Erfitt að fylgja í fótspor stóra bróður
Marko Djokovic, yngri bróðir Serbans Novak Djokovic, segir að það verði erfitt fyrir sig að ætla að feta í fótspor stóra bróður.

Caroline Wozniacki sár út í Navratilovu
Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki hefur fengið sig fullsadda af gagnrýni tennisspekinga sem margir vilja meina að hún hafi ekki átt skilið að vera í efsta sæti heimslistans. Wozniacki hefur ekki enn unnið risamót og er nú ekki lengur í efsta sæti heimslistans eftir slæmt gengi á opna ástralska mótinu á dögunum.

Federer fór létt með del Porto í Rotterdam
Svisslendingurinn Roger Federer vann Juan Martin del Porto í úrslitaleiknum á World Tennis Tournament í Rotterdam. Það tók Federer aðeins einn og hálfan klukkutíma að leggja Porto af velli.

Gömul tennisstjarna: Pabbi og mamma eyddu öllum peningunum mínum
Arantxa Sanchez-Vicario var ein af þekktustu tennisstjörnum heimsins á tíunda áratugnum og vann þá meðal annars fjögur risamót. Hún vann sér þar með inn mikla peninga á ferlinum en það sem hún vissi ekki var að foreldrar hennar eyddu öllum peningunum jafnóðum.

Spænska tennissambandið kærir franska sjónvarpsstöð
Spænska tennissambandið hyggst leita réttar síns vegna ásakana í frönskum sjónvarpsþætti að Rafael Nadal og aðrar spænskar íþróttastjörnur noti ólögleg lyf til að ná árangri í sínum íþróttum.

Caroline Wozniacki rak þjálfarann: Hann gat ekki kennt mér neitt
Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki rak þjálfara sinn Ricardo Sanchez eftir ófarir sínar á opna ástralska mótinu þar sem hún datt út úr átta manna úrslitunum og missti efsta sætið á heimslitanum. Caroline hefur sagt frá ástæðunum fyirr því að spænski þjálfarinn var látinn taka pokann sinn.

Wozniacki búin að reka þjálfarann sinn
Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki er búin að finna blóraböggul fyrir slæmu gengi hennar á opna ástralska mótinu þar sem hún datt út úr átta manna úrslitum og missti í kjölfarið efsta sætið á heimslistanum.

Wozniacki hrundi niður í fjórða sæti á heimslistanum
Danska tenniskonan Caroline Wozniacki er ekki lengur besta tenniskona heims samkvæmt heimslistanum og það sem meira er slakur árangur hennar á opna ástralska mótinu sá til þess að hún fór úr fyrsta sætinu og niður í það fjórða.

Djokovic vann eftir ótrúlegan úrslitaleik | Þriðji stórmótssigurinn í röð
Novak Djokovic vann í dag fyrsta stórmót ársins í tennisheiminum eftir sigur á Rafael Nadal í ótrúlegri úrslitaviðureign Opna ástralska meistaramótsins. Með sigrinum vann Djokovic sitt fimmta stórmót á ferlinum en sinn þriðja titil í Ástralíu frá upphafi.

Azarenka vann sitt fyrsta stórmót | Komst í efsta sæti heimslistans
Hvít-Rússinn Victoria Azarenka bar í dag sigur úr býtum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sannfærandi sigur á Mariu Sharapovu frá Rússlandi í úrslitum, 6-3 og 6-0.

Djokovic vann Murray í maraþonviðureign
Það tók Novak Djokovic tæpar fimm klukkustundir að bera sigur úr býtum gegn Skotanum Andy Murray á undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í dag.

Djokovic mætir Murray | Undanúrslitin klár
Úrslit dagsins á Opna ástralska meistaramótinu í tennis voru öll eftir bókinni en nú er fjórðungsúrslitum keppninnar lokið.

Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik
Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik.

Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár
Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis.

Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram
Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar.

16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið
Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram.

Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli
Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis.

Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti
Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum.

Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið
Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina.