Federer vann Wimbledon-mótið | Bið Breta lengist Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2012 17:22 Nordic Photos / Getty Images Roger Federer vann í dag sigur á Wimbledon-mótinu í tennis í sjöunda sinn á ferlinum. Hann vann heimamanninn Andy Murray í úrslitum og þurfa því Bretar að bíða enn lengur eftir breskum sigurvegara í einliðaleik karla. Murray varð í dag fyrsti Bretinn síðan 1938 til að leika til úrslita á Wimbledon-mótinu í tennis en hann varð að játa sig sigraðan gegn hinum geysiöfluga Federer sem vann í dag sitt sautjánda stórmót á ferlinum og það fyrsta síðan 2010. Enginn karlmaður á fleiri stórmótstitla en Federer sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Hann sýndi þó sínar bestu hliðar á mótinu og sló til að mynda Novak Djokovic, efsta mann heimslistans, úr leik í undanúrslitum. Federer endurheimtir nú efsta sæti heimslistans af Djokovic og slær þar með met Pete Sampras sem sat samtals í 286 vikur á toppi listans. Sampras vann einnig Wimbledon-mótið sjö sinnum á sínum tíma og hefur Federer því jafnað það met nú. Murray var að spila til úrslita á stórmót í fjórða sinn á ferlinum en hann hefur tapað öllum viðureignunum, þar af þrívegis gegn Federer. Murray byrjaði þó vel í dag og vann fyrsta settið, 6-4, með því að halda yfirvegun og sýna stáltaugar. Federer gerði hins vegar ófá mistök og var ekki upp á sitt besta. Sá svissneski náði þó að koma sér betur inn í viðureignina í öðru setti og náði að jafna metin með því að vinna settið 7-5. Það var hart barist í þriðja settinu en Federer náði yfirhöndinni, hægt og rólega. Það virtist fara í taugarnar í Murray sem barðist þó hetjulega, en án árangurs. Hann varð að játa sig sigraðan, 6-3, í þriðja settinu og svo 6-4 í því fjórða. Breska þjóðin fylgdist spennt og voru áhorfendur á vellinum vitanlega flestir á bandi Murray. Þeir fögnuðu honum vel í leikslok, þrátt fyrir tapið. Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Sjá meira
Roger Federer vann í dag sigur á Wimbledon-mótinu í tennis í sjöunda sinn á ferlinum. Hann vann heimamanninn Andy Murray í úrslitum og þurfa því Bretar að bíða enn lengur eftir breskum sigurvegara í einliðaleik karla. Murray varð í dag fyrsti Bretinn síðan 1938 til að leika til úrslita á Wimbledon-mótinu í tennis en hann varð að játa sig sigraðan gegn hinum geysiöfluga Federer sem vann í dag sitt sautjánda stórmót á ferlinum og það fyrsta síðan 2010. Enginn karlmaður á fleiri stórmótstitla en Federer sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Hann sýndi þó sínar bestu hliðar á mótinu og sló til að mynda Novak Djokovic, efsta mann heimslistans, úr leik í undanúrslitum. Federer endurheimtir nú efsta sæti heimslistans af Djokovic og slær þar með met Pete Sampras sem sat samtals í 286 vikur á toppi listans. Sampras vann einnig Wimbledon-mótið sjö sinnum á sínum tíma og hefur Federer því jafnað það met nú. Murray var að spila til úrslita á stórmót í fjórða sinn á ferlinum en hann hefur tapað öllum viðureignunum, þar af þrívegis gegn Federer. Murray byrjaði þó vel í dag og vann fyrsta settið, 6-4, með því að halda yfirvegun og sýna stáltaugar. Federer gerði hins vegar ófá mistök og var ekki upp á sitt besta. Sá svissneski náði þó að koma sér betur inn í viðureignina í öðru setti og náði að jafna metin með því að vinna settið 7-5. Það var hart barist í þriðja settinu en Federer náði yfirhöndinni, hægt og rólega. Það virtist fara í taugarnar í Murray sem barðist þó hetjulega, en án árangurs. Hann varð að játa sig sigraðan, 6-3, í þriðja settinu og svo 6-4 í því fjórða. Breska þjóðin fylgdist spennt og voru áhorfendur á vellinum vitanlega flestir á bandi Murray. Þeir fögnuðu honum vel í leikslok, þrátt fyrir tapið.
Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Sjá meira