Federer vann Wimbledon-mótið | Bið Breta lengist Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2012 17:22 Nordic Photos / Getty Images Roger Federer vann í dag sigur á Wimbledon-mótinu í tennis í sjöunda sinn á ferlinum. Hann vann heimamanninn Andy Murray í úrslitum og þurfa því Bretar að bíða enn lengur eftir breskum sigurvegara í einliðaleik karla. Murray varð í dag fyrsti Bretinn síðan 1938 til að leika til úrslita á Wimbledon-mótinu í tennis en hann varð að játa sig sigraðan gegn hinum geysiöfluga Federer sem vann í dag sitt sautjánda stórmót á ferlinum og það fyrsta síðan 2010. Enginn karlmaður á fleiri stórmótstitla en Federer sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Hann sýndi þó sínar bestu hliðar á mótinu og sló til að mynda Novak Djokovic, efsta mann heimslistans, úr leik í undanúrslitum. Federer endurheimtir nú efsta sæti heimslistans af Djokovic og slær þar með met Pete Sampras sem sat samtals í 286 vikur á toppi listans. Sampras vann einnig Wimbledon-mótið sjö sinnum á sínum tíma og hefur Federer því jafnað það met nú. Murray var að spila til úrslita á stórmót í fjórða sinn á ferlinum en hann hefur tapað öllum viðureignunum, þar af þrívegis gegn Federer. Murray byrjaði þó vel í dag og vann fyrsta settið, 6-4, með því að halda yfirvegun og sýna stáltaugar. Federer gerði hins vegar ófá mistök og var ekki upp á sitt besta. Sá svissneski náði þó að koma sér betur inn í viðureignina í öðru setti og náði að jafna metin með því að vinna settið 7-5. Það var hart barist í þriðja settinu en Federer náði yfirhöndinni, hægt og rólega. Það virtist fara í taugarnar í Murray sem barðist þó hetjulega, en án árangurs. Hann varð að játa sig sigraðan, 6-3, í þriðja settinu og svo 6-4 í því fjórða. Breska þjóðin fylgdist spennt og voru áhorfendur á vellinum vitanlega flestir á bandi Murray. Þeir fögnuðu honum vel í leikslok, þrátt fyrir tapið. Tennis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Sjá meira
Roger Federer vann í dag sigur á Wimbledon-mótinu í tennis í sjöunda sinn á ferlinum. Hann vann heimamanninn Andy Murray í úrslitum og þurfa því Bretar að bíða enn lengur eftir breskum sigurvegara í einliðaleik karla. Murray varð í dag fyrsti Bretinn síðan 1938 til að leika til úrslita á Wimbledon-mótinu í tennis en hann varð að játa sig sigraðan gegn hinum geysiöfluga Federer sem vann í dag sitt sautjánda stórmót á ferlinum og það fyrsta síðan 2010. Enginn karlmaður á fleiri stórmótstitla en Federer sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Hann sýndi þó sínar bestu hliðar á mótinu og sló til að mynda Novak Djokovic, efsta mann heimslistans, úr leik í undanúrslitum. Federer endurheimtir nú efsta sæti heimslistans af Djokovic og slær þar með met Pete Sampras sem sat samtals í 286 vikur á toppi listans. Sampras vann einnig Wimbledon-mótið sjö sinnum á sínum tíma og hefur Federer því jafnað það met nú. Murray var að spila til úrslita á stórmót í fjórða sinn á ferlinum en hann hefur tapað öllum viðureignunum, þar af þrívegis gegn Federer. Murray byrjaði þó vel í dag og vann fyrsta settið, 6-4, með því að halda yfirvegun og sýna stáltaugar. Federer gerði hins vegar ófá mistök og var ekki upp á sitt besta. Sá svissneski náði þó að koma sér betur inn í viðureignina í öðru setti og náði að jafna metin með því að vinna settið 7-5. Það var hart barist í þriðja settinu en Federer náði yfirhöndinni, hægt og rólega. Það virtist fara í taugarnar í Murray sem barðist þó hetjulega, en án árangurs. Hann varð að játa sig sigraðan, 6-3, í þriðja settinu og svo 6-4 í því fjórða. Breska þjóðin fylgdist spennt og voru áhorfendur á vellinum vitanlega flestir á bandi Murray. Þeir fögnuðu honum vel í leikslok, þrátt fyrir tapið.
Tennis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Sjá meira