Andy Murray og hin 18 ára Laura Robson urðu að játa sig sigruð gegn Hvít-Rússunum Max Mirnyi og Victoriu Azarenku í úrslitum tvenndarleiksins í tenniskeppni Ólympíuleikanna í dag.
Robson og Murray, sem klukkustund áður tryggði sér gullverðlaun í einliðaleik karla, unnu fyrsta settið 6-1 og útlitið gott hjá breska parinu.
Hvít-Rússarnir, sem sóttu sigurstranglegastir fyrir leikana, sneru við blaðinu í öðru setti sem þeir unnu 6-3.
Þá var gripið til oddalotu þar sem spilað var upp í tíu stig. Jafnt var á öllum tölum þar til Hvít-Rússarnir komust í 9-6. Bretarnir minnkuðu muninn í 9-8 áður en Mirnyi fylgdi á eftir uppgjöf Azarenku og tryggði Hvít-Rússum gullið.
Murray tókst ekki að bæta við gullverðlaunum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti



Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn


Sex hafa ekkert spilað á EM
Fótbolti


