Murray með væntingar bresku þjóðarinnar á herðunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2012 11:00 Nordic Photos / Getty Images Andy Murray verður í dag fyrsti Bretinn síðan 1936 sem keppir til úrslita í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Búist er við að meira en 20 milljónir Breta muni horfa á viðureignina í sjónvarpi í dag. Murray hafði betur gegn Jo-Wilfried Tsonga í undanúrslitum keppninnar og mun mæta Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi sló efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara, Novak Djokovic, úr leik í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þó svo að Murray og Federer hafi verið í fremstu röð í tennisheiminum undanfarin ár hafa þeir aldrei áður mæst á Wimbledon-mótinu. Federer er óneitanlega sigurstranglegri í dag enda hefur hann unnið Wimbledon-mótið sex sinnum á ferlinum og er nú að keppa til úrslita í áttunda sinn. Murray hefur aldrei unnið stórmót en býr þó að því að hafa yfirhöndina gegn Federer í innbyrðisviðureignum þeirra. Murray hefur unnið átta leiki en Federer sjö. Murray hefur þó þrisvar áður komist í úrslit stórmóta og tveimur þeirra tapaði hann gegn Federer. „Ég mun þurfa á allir þeirri hjálp sem ég get fengið því það verður mikil áskorun fyrir mig að vinna Roger," sagði Murray við fjölmiðla ytra. „Ég vona að áhorfendur verði á mínu bandi. Þeir hafa reynst mér frábærlega hingað til." Federer er án nokkurs vafa einn besti tennisleikari allra tíma enda unnið sextán stórmót á ferlinum - meira en nokkur annar í sögunni. Hann hefur þó ekki unnið stórmót síðan í janúar 2010 og ekki spilað til úrslita á stórmóti síðan á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Honum líður þó vel á Wimbledon þar sem hann getur í dag jafnað met Pete Sampras sem vann mótið alls sjö sinnum. Það sem meira er - ef Federer vinnur í dag kemst hann aftur í efsta sæti heimslistans og slær þar með met Sampras en hann sat í samtals 286 vikur á toppi heimslistans á sínum tíma. Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Andy Murray verður í dag fyrsti Bretinn síðan 1936 sem keppir til úrslita í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Búist er við að meira en 20 milljónir Breta muni horfa á viðureignina í sjónvarpi í dag. Murray hafði betur gegn Jo-Wilfried Tsonga í undanúrslitum keppninnar og mun mæta Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi sló efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara, Novak Djokovic, úr leik í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þó svo að Murray og Federer hafi verið í fremstu röð í tennisheiminum undanfarin ár hafa þeir aldrei áður mæst á Wimbledon-mótinu. Federer er óneitanlega sigurstranglegri í dag enda hefur hann unnið Wimbledon-mótið sex sinnum á ferlinum og er nú að keppa til úrslita í áttunda sinn. Murray hefur aldrei unnið stórmót en býr þó að því að hafa yfirhöndina gegn Federer í innbyrðisviðureignum þeirra. Murray hefur unnið átta leiki en Federer sjö. Murray hefur þó þrisvar áður komist í úrslit stórmóta og tveimur þeirra tapaði hann gegn Federer. „Ég mun þurfa á allir þeirri hjálp sem ég get fengið því það verður mikil áskorun fyrir mig að vinna Roger," sagði Murray við fjölmiðla ytra. „Ég vona að áhorfendur verði á mínu bandi. Þeir hafa reynst mér frábærlega hingað til." Federer er án nokkurs vafa einn besti tennisleikari allra tíma enda unnið sextán stórmót á ferlinum - meira en nokkur annar í sögunni. Hann hefur þó ekki unnið stórmót síðan í janúar 2010 og ekki spilað til úrslita á stórmóti síðan á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Honum líður þó vel á Wimbledon þar sem hann getur í dag jafnað met Pete Sampras sem vann mótið alls sjö sinnum. Það sem meira er - ef Federer vinnur í dag kemst hann aftur í efsta sæti heimslistans og slær þar með met Sampras en hann sat í samtals 286 vikur á toppi heimslistans á sínum tíma.
Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira