Efnahagsmál

Fréttamynd

Katrín segir hugsan­legt að Bjarni taki annað ráðu­neyti

Forsætisráðherra segir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér ráðherraembætti vera virðingarverða og rétta. Ákvörðunin hafi þó alfarið komið frá honum sjálfum. Stjórnin standi traustum fótum og ekki sé von á kosningum. Hugsanlega komi Bjarni til með að taka við öðru ráðherraembætti.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni segir af sér sem fjár­mála­ráð­herra

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 

Innlent
Fréttamynd

„Krepp­­u­­hund­­ur“ gelt­i ekki á Bret­­a held­­ur sýnd­i hag­­kerf­­ið við­­náms­­þrótt

Breska hagkerfið hefur sýnt meiri viðnámsþrótt en búist var við. „Þessi kreppuhundur sem fólk bjóst við að myndi gelta hefur þagað,“ segir hagfræðingur Kviku Securities í Bretlandi. Það skýrist annars vegar af því að verðbólguvandi hafi verið rangt greindur og hins vegar að hagkerfið var vel í stakk búið að standa af sér áföll.

Innherji
Fréttamynd

Er ekki kominn tími á aðra nálgun?

Á Íslandi er viðvarandi verðbólga sem hefur gífurleg áhrif á daglegt líf allra kynslóða í landinu. Bakslag í hinsegin málum er orðið sýnilegra með hverjum deginum og fregnir af ofbeldi heyrast nær daglega. Upplýsingaóreiða og pólarísering virðist einkenna samfélagslega umræðu í frekari mæli og erfitt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu í mikilvægum málaflokkum.

Skoðun
Fréttamynd

Skrum um ferða­þjónustu

Það er óumdeilt að stóra verkefnið fram undan er að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Til þess að vinna bug á vandamálum er nauðsynlegt að þekkja og horfast í augu við rót þeirra. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það er verulegur skortur á sameiginlegri sýn á rótum þess vanda sem við nú glímum við og hvað þá lausninni á honum.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki megi taka evruna út fyrir sviga

Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. 

Innlent
Fréttamynd

„Á­þreif­an­leg ruðn­ings­á­hrif“ vegna uppgangs í ferð­a­þjón­ust­u

Uppgangur ferðaþjónustu hefur stuðlað að litlu atvinnuleysi og sett mikinn þrýsting á aðra innviði, þar með talið húsnæðismarkað þar sem meirihluti nýs starfsfólks í ferðaþjónustu kemur erlendis frá, segir Seðlabankinn. Ruðningsáhrif atvinnugreinarinnar hafa því verið „á­þreif­an­leg“ en hún hefur um leið átt mestan þátt í að stuðla að batnandi viðskiptajöfnuði. 

Innherji
Fréttamynd

Fram­leiðn­i stendur í stað og það „mun hafa á­hrif í kom­and­i kjar­a­við­ræð­ur“

Hagfræðingar segja að það sé áhyggjuefni að framleiðni á mann hafi ekki vaxið undanfarin ár og benda á að sú fjölgun starfa á vinnumarkaði sem hafi orðið sé að stórum hluta lágframleiðnistörf. Þessi staða mun hafa áhrif í komandi kjaraviðræðum, að sögn aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins, sem varar við því að með sama framhaldi verði ekki innstæða fyrir auknum lífsgæðum.

Innherji
Fréttamynd

Ísland eftir 100 ár

Fyrir tíu þúsund árum, voru þúsundir samfélaga á jörðinni. Í dag eru hundrað níutíu og fimm þjóðir. Línuritið er skýrt. Samkvæmt þessari þróun verður mannkynið eftir rúm tvö hundruð ár aðeins ein þjóð. Það hljómar einkennilega og einnig sem langur tími en barn sem fæðist í dag getur átt barnabarn sem mun lifa áramótin 2250.

Skoðun
Fréttamynd

„Við þurfum að fara fram á að­hald í ríkis­rekstrinum“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna.

Innlent