Fasteignakaup fjárfesta vísbending um að fasteignaverð haldi áfram að hækka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 13:16 Jónas Atli Gunnarsson er hagfræðingur hjá HMS. Vísir/Einar Fjölgun íbúða í eigu stórtækra íbúðaeigenda hefur aukist á undanförnum árum á meðan hlutfall þeirra sem eiga aðeins eina íbúð til eigin nota hefur dregist saman. Hagfræðingur segir þetta vísbendingu um að fjárfestar telji að fasteignaverð muni halda áfram að hækka. Aftur á móti tengist þróunin að miklu leyti einnig aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða sem og uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Fram kemur í grein Innherja á Vísi í gær, þar sem vitnað er til skrifa framkvæmdastjóra Aflvaka þróunarfélags, að nærri níu af hvernum tíu seldum íbúðum á árinu hafi verið keyptar af fjárfestum. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir stofnunina hafa merkt þróun í þessa veru að undanförnu. „Við höfum verð að sjá breytingarnar frá því að vextir byrjuðu að hækka árið 2022, að fjölgun íbúða væri í minna mæli að fara til íbúðaeigenda sem eiga bara eina íbúð, það sem við myndum kalla „venjulega“ íbúðaeigendur. En á sama tíma hafa fjársterkir íbúðaeigendur verið að auka hlutdeild sína á íbúðamarkaðinum,“ segir Jónas Atli. Stórtækir íbúðaeigendur vísar til bæði lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Háir vextir eru meðal þess sem skýrir minni fjölgun íbúðareigenda sem eiga bara eina íbúð að sögn Jónasar. „Það er erfiðara að kaupa íbúðir þegar vextir eru hærri og lánaskilyrði eru þrengri,“ segir Jónas. Það séu aftur á móti nokkrir þættir sem kunni að skýra aukna fjölgun stórtækari íbúðareigenda. „Við alla veganna teljum hjá HMS að stóran hluta af þessari þróun megi skýra með íbúðaeigendur sem eru ekki að kaupa endilega í fjárfestingaskini. Heldur er þetta ríkisstjórnin, annað hvort í gegnum Þórkötlukaupin, eða þá eru þetta félagslegar leiguíbúðir,“ segir Jónas og vísar þar til þess að hátt í þrjú þúsund íbúðir hafi verið teknar í notkun að undanförnu með hjálp stofnframlaga frá ríkinu. Þá sé þróunin í ár að miklu leyti tilkomin vegna stórtækra uppkaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík, auk kaupa leigufélaga á íbúðum til útleigu fyrir Grindvíkinga. Væntingar um áframhaldandi hækkun fasteignaverðs Jónas bendir á að ef ekki væri fyrir kaup Þórkötlu á íbúðarhúsnæði hefði íbúðum í eigu „venjulegra“ íbúðaeigenda að öllum líkindum fjölgað hraðar í ár heldur en í fyrra. Einnig sé sennilegt að margar þeirra íbúða sem keyptar hafa verið af fjársterkum aðilum skili sér á leigumarkaðinn, þar sem eftirspurnin sé töluvert meiri en framboðið sem stendur. Viðvarandi eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði viðhaldi háu fasteignaverð, en eftirspurnin hefur haldist mikil þrátt fyrir háa vexti. „Mætti draga þá ályktun af því að stórir fjárfestar, sem eru ekki þessir félagslegu fjárfestar heldur kannski aðrir sem eru að sjá sér kannski hagnaðarvon í að kaupa íbúðir, þeir telja að fasteignaverð muni halda áfram að hækka,“ segir Jónas. Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Fram kemur í grein Innherja á Vísi í gær, þar sem vitnað er til skrifa framkvæmdastjóra Aflvaka þróunarfélags, að nærri níu af hvernum tíu seldum íbúðum á árinu hafi verið keyptar af fjárfestum. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir stofnunina hafa merkt þróun í þessa veru að undanförnu. „Við höfum verð að sjá breytingarnar frá því að vextir byrjuðu að hækka árið 2022, að fjölgun íbúða væri í minna mæli að fara til íbúðaeigenda sem eiga bara eina íbúð, það sem við myndum kalla „venjulega“ íbúðaeigendur. En á sama tíma hafa fjársterkir íbúðaeigendur verið að auka hlutdeild sína á íbúðamarkaðinum,“ segir Jónas Atli. Stórtækir íbúðaeigendur vísar til bæði lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Háir vextir eru meðal þess sem skýrir minni fjölgun íbúðareigenda sem eiga bara eina íbúð að sögn Jónasar. „Það er erfiðara að kaupa íbúðir þegar vextir eru hærri og lánaskilyrði eru þrengri,“ segir Jónas. Það séu aftur á móti nokkrir þættir sem kunni að skýra aukna fjölgun stórtækari íbúðareigenda. „Við alla veganna teljum hjá HMS að stóran hluta af þessari þróun megi skýra með íbúðaeigendur sem eru ekki að kaupa endilega í fjárfestingaskini. Heldur er þetta ríkisstjórnin, annað hvort í gegnum Þórkötlukaupin, eða þá eru þetta félagslegar leiguíbúðir,“ segir Jónas og vísar þar til þess að hátt í þrjú þúsund íbúðir hafi verið teknar í notkun að undanförnu með hjálp stofnframlaga frá ríkinu. Þá sé þróunin í ár að miklu leyti tilkomin vegna stórtækra uppkaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík, auk kaupa leigufélaga á íbúðum til útleigu fyrir Grindvíkinga. Væntingar um áframhaldandi hækkun fasteignaverðs Jónas bendir á að ef ekki væri fyrir kaup Þórkötlu á íbúðarhúsnæði hefði íbúðum í eigu „venjulegra“ íbúðaeigenda að öllum líkindum fjölgað hraðar í ár heldur en í fyrra. Einnig sé sennilegt að margar þeirra íbúða sem keyptar hafa verið af fjársterkum aðilum skili sér á leigumarkaðinn, þar sem eftirspurnin sé töluvert meiri en framboðið sem stendur. Viðvarandi eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði viðhaldi háu fasteignaverð, en eftirspurnin hefur haldist mikil þrátt fyrir háa vexti. „Mætti draga þá ályktun af því að stórir fjárfestar, sem eru ekki þessir félagslegu fjárfestar heldur kannski aðrir sem eru að sjá sér kannski hagnaðarvon í að kaupa íbúðir, þeir telja að fasteignaverð muni halda áfram að hækka,“ segir Jónas.
Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira