Það er verið að grafa dýpri fátæktargjá Rúnar Sigurjónsson skrifar 3. júlí 2024 09:31 Á embættistíma núverandi barnamálaráðherra hefur barnafátækt á Íslandi aukist verulega. Á sama tíma hefur hlutfall barna sem útskrifast úr 10. bekk með lélegan lesskilning eða ólæsi hækkað úr 22% í um 50% frá árinu 2016. Þessi börn standa frammi fyrir ógnvekjandi veruleika þar sem tækifæri þeirra til að blómstra eru skert af kerfisbundinni mismunun. Ég hef kynnst því hvað fátækt er og þekki því þær hömlur, takmarkanir og þann skort sem fylgir því að afkoma fólks dugar ekki fyrir mannsæmandi kjörum og samfélagsþáttöku. Fáttækt er samfélagsmein sem brýtur niður fólk og veldur því mikilli og langvarandi vanlíðan, jafnvel þó svo að fólk sem upplifað hefur fátækt nái sér úr henni að þá hefur hún markað varanleg áhrif á lífsgæði fólks um aldur og ævi. En börnin eru ekki einu fórnarlömb þessarar ríkisstjórnar. Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða lakari en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja á Íslandi horfa upp á kjör sín rýrna ár eftir ár. Kjaragliðnun hjá fátækum eldri borgurum heldur áfram að aukast. Það er sívaxandi gjá á milli þeirra sem hafa og þeirra sem ekki hafa. Þúsundir Íslendinga fá aldrei að njóta þess hversu ríkt og frábært land við eigum. Við stöndum á krossgötum. Annað hvort tökum við af skarið og leiðréttum þessa djúpstæðu mismunum eða við horfumst í augu við samfélag þar sem tækifæri fárra eru keypt með þjáningu margra. Ísland á að vera land tækifæra fyrir alla, ekki aðeins útvalda hópa. Tími er kominn til að taka af skarið og tryggja réttlæti og jöfnuð fyrir hvern einasta þegn þessa lands, óháð aldri, efnahag eða búsetu. Annars blasir við okkur framtíð full af vonleysi, reiði og sundrung. Við þurfum nýja nálgun. Við þurfum að hækka skattleysismörkin hjá fátæku fólki, endurhugsa almannatryggingakerfið, afnema kjaragliðnun, auka stuðning við einstæða foreldra og byggja upp kerfi þar sem ekkert barn þarf að líða skort. Við þurfum að uppræta fátækt. Fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagsmál Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Efnahagsmál Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Á embættistíma núverandi barnamálaráðherra hefur barnafátækt á Íslandi aukist verulega. Á sama tíma hefur hlutfall barna sem útskrifast úr 10. bekk með lélegan lesskilning eða ólæsi hækkað úr 22% í um 50% frá árinu 2016. Þessi börn standa frammi fyrir ógnvekjandi veruleika þar sem tækifæri þeirra til að blómstra eru skert af kerfisbundinni mismunun. Ég hef kynnst því hvað fátækt er og þekki því þær hömlur, takmarkanir og þann skort sem fylgir því að afkoma fólks dugar ekki fyrir mannsæmandi kjörum og samfélagsþáttöku. Fáttækt er samfélagsmein sem brýtur niður fólk og veldur því mikilli og langvarandi vanlíðan, jafnvel þó svo að fólk sem upplifað hefur fátækt nái sér úr henni að þá hefur hún markað varanleg áhrif á lífsgæði fólks um aldur og ævi. En börnin eru ekki einu fórnarlömb þessarar ríkisstjórnar. Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða lakari en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja á Íslandi horfa upp á kjör sín rýrna ár eftir ár. Kjaragliðnun hjá fátækum eldri borgurum heldur áfram að aukast. Það er sívaxandi gjá á milli þeirra sem hafa og þeirra sem ekki hafa. Þúsundir Íslendinga fá aldrei að njóta þess hversu ríkt og frábært land við eigum. Við stöndum á krossgötum. Annað hvort tökum við af skarið og leiðréttum þessa djúpstæðu mismunum eða við horfumst í augu við samfélag þar sem tækifæri fárra eru keypt með þjáningu margra. Ísland á að vera land tækifæra fyrir alla, ekki aðeins útvalda hópa. Tími er kominn til að taka af skarið og tryggja réttlæti og jöfnuð fyrir hvern einasta þegn þessa lands, óháð aldri, efnahag eða búsetu. Annars blasir við okkur framtíð full af vonleysi, reiði og sundrung. Við þurfum nýja nálgun. Við þurfum að hækka skattleysismörkin hjá fátæku fólki, endurhugsa almannatryggingakerfið, afnema kjaragliðnun, auka stuðning við einstæða foreldra og byggja upp kerfi þar sem ekkert barn þarf að líða skort. Við þurfum að uppræta fátækt. Fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar