Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 07:00 Björn Brynjúlfur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að fella brott tolla sem lagðir eru á innflutt matvæli. Vísir/Vilhelm/Getty Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli. Viðskiptaráð hefur tekið saman áhrif þessara tolla á verð nokkurra vara sem eru vinsælar í innkaupakörfum íslenskra heimila. Ef tollar væru afnumdir myndi verð þeirra lækka umtalsvert,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Tekin eru eftirfarandi dæmi: Häagen-Dazs rjómaís myndi lækka um 19% McCain franskar kartöflur myndu lækka um 32% Írskar nautalundir myndu lækka um 37% Mozzarella ostur myndi lækka um 38% Philadelphia rjómostur myndi lækka um 38% Danskar kjúklingabringur myndu lækka um 43% Afnám tolla væri kjarabót fyrir íslensk heimili Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttar matvörur, en reynslan sýni að það væri meiriháttar kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. „Tollar eru ofurskattar á mat og stærsta orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Heildarskattlagning á framangreindar matvörur nemur frá 38 prósentum upp í 105 prósent ofan á innflutningsverð. Tollar, í formi magntolls og verðtolls, vega þar þyngst,“ segir í tilkynningunni. Verð á dönskum kjúklingabringum myndi lækka um 43 prósent.Getty Tollar dragi einnig úr úrvali og gæðum Viðskiptaráð segir skaðsemi tolla ekki einungis birtast í hærra matvælaverði, heldur dragi þeir einnig úr vöruúrvali og gæðum. Það stafi af því að minna sé flutt inn af mat sem beri tolla. Fyrir vikið verði vöruúrval fátæklegra, valkostir neytenda færri og gæðin minni. Þá valdi tollar einnig óhagkvæmi þar sem þeir hamla samkeppni í viðkomandi atvinnugreinum. Einnig er bent á það að árin 2015 til 2016 hafi vörugjöld og allir tollar verið afnumdir á allar vörur nema matvörur. Hér má sjá þá skatta sem lagðir eru á innfluttar matvörur.Viðskiptaráð „Sú breyting leiddi til verulegra verðlækkana og hefur reynst ein stærsta kjarabót íslenskra heimila undanfarna áratugi. Úttekt Hagfræðistofnunar á áhrifum afnámsins sýndi að það skilaði sér til neytenda og verð allra vara sem undir voru lækkaði,“ segir Viðskiptaráð. Sagt er að engin ein aðgerð stjórnvalda myndi bæta kjör íslenskra heimila jafn mikið og afnám tolla á matvörur. „Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema að fullu tolla á matvörur. Auk lægra matvælaverðs, aukins vöruúrvals og meiri gæða felst í þeirri aðgerð samfélagslegur ávinningur í formi aukinnar samkeppni, hagkvæmni og verðmætasköpunar.“ Skattar og tollar Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli. Viðskiptaráð hefur tekið saman áhrif þessara tolla á verð nokkurra vara sem eru vinsælar í innkaupakörfum íslenskra heimila. Ef tollar væru afnumdir myndi verð þeirra lækka umtalsvert,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Tekin eru eftirfarandi dæmi: Häagen-Dazs rjómaís myndi lækka um 19% McCain franskar kartöflur myndu lækka um 32% Írskar nautalundir myndu lækka um 37% Mozzarella ostur myndi lækka um 38% Philadelphia rjómostur myndi lækka um 38% Danskar kjúklingabringur myndu lækka um 43% Afnám tolla væri kjarabót fyrir íslensk heimili Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttar matvörur, en reynslan sýni að það væri meiriháttar kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. „Tollar eru ofurskattar á mat og stærsta orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Heildarskattlagning á framangreindar matvörur nemur frá 38 prósentum upp í 105 prósent ofan á innflutningsverð. Tollar, í formi magntolls og verðtolls, vega þar þyngst,“ segir í tilkynningunni. Verð á dönskum kjúklingabringum myndi lækka um 43 prósent.Getty Tollar dragi einnig úr úrvali og gæðum Viðskiptaráð segir skaðsemi tolla ekki einungis birtast í hærra matvælaverði, heldur dragi þeir einnig úr vöruúrvali og gæðum. Það stafi af því að minna sé flutt inn af mat sem beri tolla. Fyrir vikið verði vöruúrval fátæklegra, valkostir neytenda færri og gæðin minni. Þá valdi tollar einnig óhagkvæmi þar sem þeir hamla samkeppni í viðkomandi atvinnugreinum. Einnig er bent á það að árin 2015 til 2016 hafi vörugjöld og allir tollar verið afnumdir á allar vörur nema matvörur. Hér má sjá þá skatta sem lagðir eru á innfluttar matvörur.Viðskiptaráð „Sú breyting leiddi til verulegra verðlækkana og hefur reynst ein stærsta kjarabót íslenskra heimila undanfarna áratugi. Úttekt Hagfræðistofnunar á áhrifum afnámsins sýndi að það skilaði sér til neytenda og verð allra vara sem undir voru lækkaði,“ segir Viðskiptaráð. Sagt er að engin ein aðgerð stjórnvalda myndi bæta kjör íslenskra heimila jafn mikið og afnám tolla á matvörur. „Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að afnema að fullu tolla á matvörur. Auk lægra matvælaverðs, aukins vöruúrvals og meiri gæða felst í þeirri aðgerð samfélagslegur ávinningur í formi aukinnar samkeppni, hagkvæmni og verðmætasköpunar.“
Skattar og tollar Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent