Samgöngur

Fréttamynd

Borgarbúar fá frítt í strætó á morgun

Strætó bs ætlar að bjóða borgarbúum frían dagspassa í Strætóappinu á morgun vegna þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir svokölluðum "gráum degi“ en þá er svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í kringum stórar umferðaræðar.

Innlent
Fréttamynd

Veggjöld verði frekar reglan en undantekningin

Starfshópur um fjármögnun samgöngukerfisins skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Greiddu með hverjum farþega

Kostnaður Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar við hvern farþega í tilraun með siglingar þeirra á milli árið 2017 nam átta þúsund krónum.

Innlent
Fréttamynd

Limmósínur fyrir strætó

Eðalvagnar Haraldar munu í dag aka á leið 14 sem fer frá Granda að Versló með viðkomu í Langholtshverfi og Bústaðahverfi. Einnig á leið 16 sem fer frá Hlemmi að Hádegismóum. Ferðirnar eru ókeypis.

Innlent
Fréttamynd

Loka hringvegi vegna prófana

Þjóðvegi eitt austan Námaskarðs verður lokað milli klukkan hálf átta og níu í dag vegna þrýstiprófana í Kröfluvirkjun og Bjarnarflagi.

Innlent
Fréttamynd

Strætó er lykillinn að léttari umferð

Samgöngukortið er hluti af langtímaáætlun Strætó um vistvænar samgöngur. Fyrirtækjum býðst að gera samning fyrir starfsfólk sitt um samgöngukortið sem gildir á stór höfuðborgarsvæðinu. Þegar eru yfir 370 fyrirtæki í samning við Strætó.

Lífið kynningar
Fréttamynd

Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu

Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu.

Innlent