Fréttir af andláti miðbæjarins „stórlega ýktar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 09:00 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir segir að göngugötur séu gerðar um allan heim til þess að bæta aðgengi almennings Mynd/Sigurborg Ósk Haraldsdóttir „Miðbær Reykjavíkur er fullur af fólki, veitingastöðum og verslunum. Hann bókstaflega iðar af fjölbreyttu mannlífi,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Hún segir að fréttir af andláti miðbæjarins séu stórlega ýktar og að almenningur sé ánægður með göngugötur. Hún vildi árétta þetta í ljósi heilsíðuauglýsinga og leiðara Morgunblaðsins „um meintan flótta úr miðbænum.“ Tekist hefur verið á um ágæti þess að gera Laugaveginn að göngugötu allt árið um kring. Í borgarstjórn fóru fram líflegar umræður um áhrif lokunar Laugavegar á rekstraraðila og íbúa. Sigurborg Ósk segir að á göngu sinni niður Laugaveginn í gær, fimmtudaginn 31. október, hafi hún talið 21 auð verslunarrými. „Á þessu svæði eru 251 verslunarrými og því er um að ræða 8,4% af heildarfjölda verslunarrýma. Af þessum 21 rýmum sá ég að 7 þeirra eru að fara að opna með nýjar verslanir. Merkilegt nokk er þetta sama tala og Guðjón Friðriksson fékk í apríl á þessu ári þegar hann taldi einnig auð rými við Laugaveginn. Það er líklegt að það verði alltaf einhver lág prósenta af verslunarrými auð hverja stundina, enda hreyfist verslun og þjónusta um borgina.“Sigurborg Ósk segir að í nokkrum tómum verslunarrýmum séu að fara að opna nýjar verslanir.Myndir/Sigurborg Ósk HaraldsdóttirSigurborg Ósk bendir á að það séu einnig auð rými í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind, en þó birtist ekki heilsíðuauglýsing um það í Morgunblaðinu. „Það var eitt sinn þannig að efri hluti Laugavegarins og í raun stór hluti miðbæjarins var nánast tómur og með lítið mannlíf. En það sem við sjáum í dag er allt önnur mynd. Miðbærinn hefur stækkað og nær núna frá Hlemmi og alveg niður á Granda. Þetta er svæði sem er lifandi og með ótrúlega flóru veitingastaða. Fleiri en 60 aðilar hafa opnað nýja verslun eða veitingastað í miðbænum frá síðasta ári. Miðbærinn er því í vexti en ekki hnignun.“ MyndSigurborg Ósk HaraldsdóttirFlestar verslanir með uppstig eða tröppur Hún segir að heildarfjöldi bílastæða í miðborginni verða 4.189 þegar bílakjallari Hafnartorgs verði fullbúinn. Stutt vegalengd sé frá bílastæðahúsum í verslanir og þjónustu. „Með þeim 3.671 bílastæði sem eru á yfirborði gera þetta 7.860 bílastæði - eða mörg þúsund bílastæði! Og þeim hefur fjölgað en ekki fækkað síðustu ár. Þetta er nú öll aðförin sem borgarstjórn stendur í. Það er gott að hafa í huga að lengsta mögulega leiðin sem það tekur að ganga frá bílastæðahúsi og að verslun og þjónustu er að hámarki 350 metrar eða þrjár mínútur.“ Göngugötur séu gerðar um allan heim til þess að bæta aðgengi almennings. „Í dag eru langflestar verslanir með tröppur eða uppstig til að komast inn um dyrnar, gangstéttarbrúnir hafa hamlandi áhrif á þá sem eru í hjólastól, engar leiðilínur eru í yfirborði fyrir blinda og sjóndapra, skilti og önnur borgarhúsgögn taka mikið pláss af gangstéttum og eru í vegi fyrir gangandi fólki ásamt því að bílar fá í dag mesta plássið. Þó svo að 81% vegfarenda séu gangandi þá fá þeir minnsta plássið.“Sigurborg Ósk HaraldsdóttirAlmenningur ánægður með göngugötur Sigurborg Ósk telur að þetta muni allt breytast til batnaðar með Laugavegi sem göngugötu. Yfirborð götunnar verði hækkað til að bæta aðgengi í verslanir. Einnig verði hannaðir rampar við aðrar verslanir, sem sé einungis hægt vegna plássins sem eykst. „Gangandi fá miklu meira pláss, öryggi þeirra eykst, aðgengi fyrir fólk í hjólastól og með barnavagna bætist til muna, kantar verða fjarlægðir og leiðilínur settar í yfirborð - bílastæði fyrir hreyfihamlaða verður fjölgað og loftgæði batna verulega.“ Sigurborg segir að þetta verði til þess að fólk þurfi ekki að anda að sér þeirri slæmu loftmengun sem frá bílaumferðinni komi. „Þetta er ekki flókið. Almenningur er ánægður með göngugötur og 77% Reykvíkinga telja að göngugötur hafi jákvæð áhrif á mannlíf. Það er aukning í fjölda gangandi vegfarenda. Það er aukning í fjölda verslana og veitingastaða. Fréttir af andláti miðbæjarins eru því stórlega ýktar.“ Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Laugavegurinn áfram göngugata í vetur Tillaga að fyrsta áfanga að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, var samþykkt í auglýsingu í skipulags- og samgönguráði og fer hún fyrir borgarráð á morgun, 26. september. 25. september 2019 16:35 Ósáttur við að vera settur á mótmælalista að sér forspurðum Jón Bjarni Steinsson á Dillon segist aldrei hafa skrifað undir mótmæli við lokun fyrir bílaumferð á Laugavegi. 3. október 2019 11:36 Sumir uggandi en aðrir bjartsýnir Það er ekkert nýtt að tekist sé á um ágæti þess að gera Laugaveginn að göngugötu. Óskað var eftir nafnakalli þegar borgarstjórn fjallaði um málið á þriðjudaginn. 3. október 2019 20:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
„Miðbær Reykjavíkur er fullur af fólki, veitingastöðum og verslunum. Hann bókstaflega iðar af fjölbreyttu mannlífi,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Hún segir að fréttir af andláti miðbæjarins séu stórlega ýktar og að almenningur sé ánægður með göngugötur. Hún vildi árétta þetta í ljósi heilsíðuauglýsinga og leiðara Morgunblaðsins „um meintan flótta úr miðbænum.“ Tekist hefur verið á um ágæti þess að gera Laugaveginn að göngugötu allt árið um kring. Í borgarstjórn fóru fram líflegar umræður um áhrif lokunar Laugavegar á rekstraraðila og íbúa. Sigurborg Ósk segir að á göngu sinni niður Laugaveginn í gær, fimmtudaginn 31. október, hafi hún talið 21 auð verslunarrými. „Á þessu svæði eru 251 verslunarrými og því er um að ræða 8,4% af heildarfjölda verslunarrýma. Af þessum 21 rýmum sá ég að 7 þeirra eru að fara að opna með nýjar verslanir. Merkilegt nokk er þetta sama tala og Guðjón Friðriksson fékk í apríl á þessu ári þegar hann taldi einnig auð rými við Laugaveginn. Það er líklegt að það verði alltaf einhver lág prósenta af verslunarrými auð hverja stundina, enda hreyfist verslun og þjónusta um borgina.“Sigurborg Ósk segir að í nokkrum tómum verslunarrýmum séu að fara að opna nýjar verslanir.Myndir/Sigurborg Ósk HaraldsdóttirSigurborg Ósk bendir á að það séu einnig auð rými í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind, en þó birtist ekki heilsíðuauglýsing um það í Morgunblaðinu. „Það var eitt sinn þannig að efri hluti Laugavegarins og í raun stór hluti miðbæjarins var nánast tómur og með lítið mannlíf. En það sem við sjáum í dag er allt önnur mynd. Miðbærinn hefur stækkað og nær núna frá Hlemmi og alveg niður á Granda. Þetta er svæði sem er lifandi og með ótrúlega flóru veitingastaða. Fleiri en 60 aðilar hafa opnað nýja verslun eða veitingastað í miðbænum frá síðasta ári. Miðbærinn er því í vexti en ekki hnignun.“ MyndSigurborg Ósk HaraldsdóttirFlestar verslanir með uppstig eða tröppur Hún segir að heildarfjöldi bílastæða í miðborginni verða 4.189 þegar bílakjallari Hafnartorgs verði fullbúinn. Stutt vegalengd sé frá bílastæðahúsum í verslanir og þjónustu. „Með þeim 3.671 bílastæði sem eru á yfirborði gera þetta 7.860 bílastæði - eða mörg þúsund bílastæði! Og þeim hefur fjölgað en ekki fækkað síðustu ár. Þetta er nú öll aðförin sem borgarstjórn stendur í. Það er gott að hafa í huga að lengsta mögulega leiðin sem það tekur að ganga frá bílastæðahúsi og að verslun og þjónustu er að hámarki 350 metrar eða þrjár mínútur.“ Göngugötur séu gerðar um allan heim til þess að bæta aðgengi almennings. „Í dag eru langflestar verslanir með tröppur eða uppstig til að komast inn um dyrnar, gangstéttarbrúnir hafa hamlandi áhrif á þá sem eru í hjólastól, engar leiðilínur eru í yfirborði fyrir blinda og sjóndapra, skilti og önnur borgarhúsgögn taka mikið pláss af gangstéttum og eru í vegi fyrir gangandi fólki ásamt því að bílar fá í dag mesta plássið. Þó svo að 81% vegfarenda séu gangandi þá fá þeir minnsta plássið.“Sigurborg Ósk HaraldsdóttirAlmenningur ánægður með göngugötur Sigurborg Ósk telur að þetta muni allt breytast til batnaðar með Laugavegi sem göngugötu. Yfirborð götunnar verði hækkað til að bæta aðgengi í verslanir. Einnig verði hannaðir rampar við aðrar verslanir, sem sé einungis hægt vegna plássins sem eykst. „Gangandi fá miklu meira pláss, öryggi þeirra eykst, aðgengi fyrir fólk í hjólastól og með barnavagna bætist til muna, kantar verða fjarlægðir og leiðilínur settar í yfirborð - bílastæði fyrir hreyfihamlaða verður fjölgað og loftgæði batna verulega.“ Sigurborg segir að þetta verði til þess að fólk þurfi ekki að anda að sér þeirri slæmu loftmengun sem frá bílaumferðinni komi. „Þetta er ekki flókið. Almenningur er ánægður með göngugötur og 77% Reykvíkinga telja að göngugötur hafi jákvæð áhrif á mannlíf. Það er aukning í fjölda gangandi vegfarenda. Það er aukning í fjölda verslana og veitingastaða. Fréttir af andláti miðbæjarins eru því stórlega ýktar.“
Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Laugavegurinn áfram göngugata í vetur Tillaga að fyrsta áfanga að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, var samþykkt í auglýsingu í skipulags- og samgönguráði og fer hún fyrir borgarráð á morgun, 26. september. 25. september 2019 16:35 Ósáttur við að vera settur á mótmælalista að sér forspurðum Jón Bjarni Steinsson á Dillon segist aldrei hafa skrifað undir mótmæli við lokun fyrir bílaumferð á Laugavegi. 3. október 2019 11:36 Sumir uggandi en aðrir bjartsýnir Það er ekkert nýtt að tekist sé á um ágæti þess að gera Laugaveginn að göngugötu. Óskað var eftir nafnakalli þegar borgarstjórn fjallaði um málið á þriðjudaginn. 3. október 2019 20:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Laugavegurinn áfram göngugata í vetur Tillaga að fyrsta áfanga að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, var samþykkt í auglýsingu í skipulags- og samgönguráði og fer hún fyrir borgarráð á morgun, 26. september. 25. september 2019 16:35
Ósáttur við að vera settur á mótmælalista að sér forspurðum Jón Bjarni Steinsson á Dillon segist aldrei hafa skrifað undir mótmæli við lokun fyrir bílaumferð á Laugavegi. 3. október 2019 11:36
Sumir uggandi en aðrir bjartsýnir Það er ekkert nýtt að tekist sé á um ágæti þess að gera Laugaveginn að göngugötu. Óskað var eftir nafnakalli þegar borgarstjórn fjallaði um málið á þriðjudaginn. 3. október 2019 20:00