Allir nema einn studdu tillögu Sjálfstæðisflokksins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 22:45 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar upp tillöguna sem var samþykkt breytt í borgarstjórn í dag. Borgarstjórn samþykkti með 22 atkvæðum í dag tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavík verði leiðandi í aðlögun umferðarmerkinga í samræmi við tækninýjungar í umferðinni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni við málsmeðferðina í borgarstjórn þótt efnislega hafi hún verið mjög fylgjandi tillögunni. Í tillögunni felst að gerð verði heildarúttekt á umferðarmerkingum með tilliti til tækninýjunga í samgöngum og sífellt fjölbreyttari samgöngumátum. „Sérstaklega verði farið yfir umferðarmerkingar á vegum, s.s. yfirborðsmerkingar gatna og akstursstefnur, merkingar á gangbrautum, hjólastígum og hringtorgum með hliðsjón af nýjungum í samgöngum s.s. rafhjólum, hlaupahjólum og sjálfakandi bifreiðum. Þá verði enn fremur horft til skilta, s.s. hraðamerkinga, gangbrautamerkinga og varúðarmerkinga,“ segir í tillögunni, sem var samþykkt að framlagðri breytingartillögu meirihlutans. Breytingartillagan laut að því að heildarúttektin færi fram samhliða endurskoðun á reglugerð um umferðarmerki á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar upp tillöguna en hún fagnar því að málið hafi náð fram að ganga. „Það eru ekki einungis tæknilegir möguleikar á sjálfakandi ökutækjum. Slík ökutæki eru þegar til, meira að segja hér á landi og þeim fer sífellt fjölgandi. Ég þekki dæmi þess að menn láti ökutækin keyra frá Reykjavík og alla leið í Reykjanesbæ án þess að snerta stýrið en einmitt þess vegna er nauðsynlegt að bregðast við,“ sagði Marta í ræðu um málið á fundi borgarstjórnar í dag. „Spurningin er ekki sú hvenær slík ökutæki aka um götur borgarinnar, heldur miklu frekar sú hvenær okkur, mennskum persónum, verður jafnvel bannað að aka ökutækjum, og þvælast þannig fyrir með alla okkar mannlegu þætti, sem leiða oft á tíðum til mannlegra mistaka,“ sagði Marta. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti með 22 atkvæðum í dag tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavík verði leiðandi í aðlögun umferðarmerkinga í samræmi við tækninýjungar í umferðinni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni við málsmeðferðina í borgarstjórn þótt efnislega hafi hún verið mjög fylgjandi tillögunni. Í tillögunni felst að gerð verði heildarúttekt á umferðarmerkingum með tilliti til tækninýjunga í samgöngum og sífellt fjölbreyttari samgöngumátum. „Sérstaklega verði farið yfir umferðarmerkingar á vegum, s.s. yfirborðsmerkingar gatna og akstursstefnur, merkingar á gangbrautum, hjólastígum og hringtorgum með hliðsjón af nýjungum í samgöngum s.s. rafhjólum, hlaupahjólum og sjálfakandi bifreiðum. Þá verði enn fremur horft til skilta, s.s. hraðamerkinga, gangbrautamerkinga og varúðarmerkinga,“ segir í tillögunni, sem var samþykkt að framlagðri breytingartillögu meirihlutans. Breytingartillagan laut að því að heildarúttektin færi fram samhliða endurskoðun á reglugerð um umferðarmerki á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar upp tillöguna en hún fagnar því að málið hafi náð fram að ganga. „Það eru ekki einungis tæknilegir möguleikar á sjálfakandi ökutækjum. Slík ökutæki eru þegar til, meira að segja hér á landi og þeim fer sífellt fjölgandi. Ég þekki dæmi þess að menn láti ökutækin keyra frá Reykjavík og alla leið í Reykjanesbæ án þess að snerta stýrið en einmitt þess vegna er nauðsynlegt að bregðast við,“ sagði Marta í ræðu um málið á fundi borgarstjórnar í dag. „Spurningin er ekki sú hvenær slík ökutæki aka um götur borgarinnar, heldur miklu frekar sú hvenær okkur, mennskum persónum, verður jafnvel bannað að aka ökutækjum, og þvælast þannig fyrir með alla okkar mannlegu þætti, sem leiða oft á tíðum til mannlegra mistaka,“ sagði Marta.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira