Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. október 2019 06:15 Jón Gunnarsson, varaformaður samgöngunefndarinnar. Fréttablaðið/Ernir Jón Gunnarsson, segir brýnt að nota viðbótarfjármagn til samgönguáætlunar til að byggja upp varaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Þremur flugvélum Icelandair var beint til Akureyrar þegar neyð kom upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflutningavél rann út af flugbraut. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir félagið ekki hafa beint flugvélunum til Akureyrar heldur væri það hluti af ferlum flugfélagsins. „Þetta er þannig ástand að það verður að bregðast við sem allra fyrst,“ segir Jón. „Í samgönguáætlun reiknuðum við með ákveðnum aðferðum til að leysa málið en þær hafa ekki gengið eftir. Það er einsýnt í mínum huga að þeir 4 milljarðar sem koma til viðbótar í fjárlögum verði notaðir til uppbyggingar á varaflugvöllum.“ Í samgönguáætluninni sem afgreidd var í febrúar var fjallað um ástand varaflugvalla fyrir millilandaflug sem bæði öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair vöruðu við. Kom þar fram að framkvæmdir á Akureyri og Egilsstöðum þyldu ekki 10 til 15 ára bið. „Verkefnalisti vegna nauðsynlegrar endurnýjunar búnaðar á flugvöllum landsins er orðinn langur og fjölbreyttur vegna vanfjárfestingar síðustu ára. Þessi langvinna þróun veldur brestum í flugvallakerfinu sem almenningi eru huldir en eru engu að síður ógn við flugöryggi,“ sagði í áliti öryggisnefndar. Jón segir að forgangsverkefni ættu að vera akstursbraut á Egilsstaðaflugvelli, sem gæti nýst sem flugvélageymsla í mikilli umferð, og að fullklára flughlaðið á Akureyri. „Meirihluti samgöngunefndar og þingið eru sammála um að fara þurfi í uppbyggingu á varaflugvallakerfinu,“ segir Jón. „Boltinn er hjá ráðherra að koma með lausnir á því hvernig við förum í þessar stórstígu framkvæmdir.“ Hvað varðar varaflugvellina hefur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra beint athyglinni að Isavia. „Ráðherra hefur ekki sýnt að hann ætli að setja fjármagn í varaflugvellina,“ segir Jón. „Með óljósum skilyrðum segir hann að Isavia eigi að fara í þessa uppbyggingu. Þá þyrftu þeir að draga úr framkvæmdum í Keflavík, sem ég sé ekki að sé lausn í málinu.“ „Ég tel að samgönguráðherra sé á rangri leið. Það eru mikil tækifæri í uppbyggingu Akureyrarflugvallar og það er vont að sjá hvernig hann leggur þetta fram,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Mun hún beita sér fyrir breytingum á samgönguáætlun í þinginu. „Auðvitað er mikilvægt að ráðast í uppbyggingu á Egilsstöðum líka og ég fagna því. Það er samt sem áður ljóst að við þurfum á báðum varaflugvöllum að halda. Ekki síst yrðu það mistök hjá okkur að grípa ekki það tækifæri að byggja upp Akureyrarflugvöll sem aðra gátt inn í landið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri, tekur í sama streng og Jón og Albertína, en hann hefur lagt mikla áherslu á flugöryggismál. „Fyrir eyju eins og Ísland, með umsvifamikinn flugrekstur, er það grundvallarþáttur að til sé öflugt varaflugvallakerfi í landinu. Þetta hefur ekki náð nægilega vel til eyrna framkvæmdavaldsins,“ segir hann. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Jón Gunnarsson, segir brýnt að nota viðbótarfjármagn til samgönguáætlunar til að byggja upp varaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Þremur flugvélum Icelandair var beint til Akureyrar þegar neyð kom upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflutningavél rann út af flugbraut. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir félagið ekki hafa beint flugvélunum til Akureyrar heldur væri það hluti af ferlum flugfélagsins. „Þetta er þannig ástand að það verður að bregðast við sem allra fyrst,“ segir Jón. „Í samgönguáætlun reiknuðum við með ákveðnum aðferðum til að leysa málið en þær hafa ekki gengið eftir. Það er einsýnt í mínum huga að þeir 4 milljarðar sem koma til viðbótar í fjárlögum verði notaðir til uppbyggingar á varaflugvöllum.“ Í samgönguáætluninni sem afgreidd var í febrúar var fjallað um ástand varaflugvalla fyrir millilandaflug sem bæði öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair vöruðu við. Kom þar fram að framkvæmdir á Akureyri og Egilsstöðum þyldu ekki 10 til 15 ára bið. „Verkefnalisti vegna nauðsynlegrar endurnýjunar búnaðar á flugvöllum landsins er orðinn langur og fjölbreyttur vegna vanfjárfestingar síðustu ára. Þessi langvinna þróun veldur brestum í flugvallakerfinu sem almenningi eru huldir en eru engu að síður ógn við flugöryggi,“ sagði í áliti öryggisnefndar. Jón segir að forgangsverkefni ættu að vera akstursbraut á Egilsstaðaflugvelli, sem gæti nýst sem flugvélageymsla í mikilli umferð, og að fullklára flughlaðið á Akureyri. „Meirihluti samgöngunefndar og þingið eru sammála um að fara þurfi í uppbyggingu á varaflugvallakerfinu,“ segir Jón. „Boltinn er hjá ráðherra að koma með lausnir á því hvernig við förum í þessar stórstígu framkvæmdir.“ Hvað varðar varaflugvellina hefur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra beint athyglinni að Isavia. „Ráðherra hefur ekki sýnt að hann ætli að setja fjármagn í varaflugvellina,“ segir Jón. „Með óljósum skilyrðum segir hann að Isavia eigi að fara í þessa uppbyggingu. Þá þyrftu þeir að draga úr framkvæmdum í Keflavík, sem ég sé ekki að sé lausn í málinu.“ „Ég tel að samgönguráðherra sé á rangri leið. Það eru mikil tækifæri í uppbyggingu Akureyrarflugvallar og það er vont að sjá hvernig hann leggur þetta fram,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Mun hún beita sér fyrir breytingum á samgönguáætlun í þinginu. „Auðvitað er mikilvægt að ráðast í uppbyggingu á Egilsstöðum líka og ég fagna því. Það er samt sem áður ljóst að við þurfum á báðum varaflugvöllum að halda. Ekki síst yrðu það mistök hjá okkur að grípa ekki það tækifæri að byggja upp Akureyrarflugvöll sem aðra gátt inn í landið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri, tekur í sama streng og Jón og Albertína, en hann hefur lagt mikla áherslu á flugöryggismál. „Fyrir eyju eins og Ísland, með umsvifamikinn flugrekstur, er það grundvallarþáttur að til sé öflugt varaflugvallakerfi í landinu. Þetta hefur ekki náð nægilega vel til eyrna framkvæmdavaldsins,“ segir hann.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira