Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. október 2019 06:15 Jón Gunnarsson, varaformaður samgöngunefndarinnar. Fréttablaðið/Ernir Jón Gunnarsson, segir brýnt að nota viðbótarfjármagn til samgönguáætlunar til að byggja upp varaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Þremur flugvélum Icelandair var beint til Akureyrar þegar neyð kom upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflutningavél rann út af flugbraut. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir félagið ekki hafa beint flugvélunum til Akureyrar heldur væri það hluti af ferlum flugfélagsins. „Þetta er þannig ástand að það verður að bregðast við sem allra fyrst,“ segir Jón. „Í samgönguáætlun reiknuðum við með ákveðnum aðferðum til að leysa málið en þær hafa ekki gengið eftir. Það er einsýnt í mínum huga að þeir 4 milljarðar sem koma til viðbótar í fjárlögum verði notaðir til uppbyggingar á varaflugvöllum.“ Í samgönguáætluninni sem afgreidd var í febrúar var fjallað um ástand varaflugvalla fyrir millilandaflug sem bæði öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair vöruðu við. Kom þar fram að framkvæmdir á Akureyri og Egilsstöðum þyldu ekki 10 til 15 ára bið. „Verkefnalisti vegna nauðsynlegrar endurnýjunar búnaðar á flugvöllum landsins er orðinn langur og fjölbreyttur vegna vanfjárfestingar síðustu ára. Þessi langvinna þróun veldur brestum í flugvallakerfinu sem almenningi eru huldir en eru engu að síður ógn við flugöryggi,“ sagði í áliti öryggisnefndar. Jón segir að forgangsverkefni ættu að vera akstursbraut á Egilsstaðaflugvelli, sem gæti nýst sem flugvélageymsla í mikilli umferð, og að fullklára flughlaðið á Akureyri. „Meirihluti samgöngunefndar og þingið eru sammála um að fara þurfi í uppbyggingu á varaflugvallakerfinu,“ segir Jón. „Boltinn er hjá ráðherra að koma með lausnir á því hvernig við förum í þessar stórstígu framkvæmdir.“ Hvað varðar varaflugvellina hefur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra beint athyglinni að Isavia. „Ráðherra hefur ekki sýnt að hann ætli að setja fjármagn í varaflugvellina,“ segir Jón. „Með óljósum skilyrðum segir hann að Isavia eigi að fara í þessa uppbyggingu. Þá þyrftu þeir að draga úr framkvæmdum í Keflavík, sem ég sé ekki að sé lausn í málinu.“ „Ég tel að samgönguráðherra sé á rangri leið. Það eru mikil tækifæri í uppbyggingu Akureyrarflugvallar og það er vont að sjá hvernig hann leggur þetta fram,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Mun hún beita sér fyrir breytingum á samgönguáætlun í þinginu. „Auðvitað er mikilvægt að ráðast í uppbyggingu á Egilsstöðum líka og ég fagna því. Það er samt sem áður ljóst að við þurfum á báðum varaflugvöllum að halda. Ekki síst yrðu það mistök hjá okkur að grípa ekki það tækifæri að byggja upp Akureyrarflugvöll sem aðra gátt inn í landið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri, tekur í sama streng og Jón og Albertína, en hann hefur lagt mikla áherslu á flugöryggismál. „Fyrir eyju eins og Ísland, með umsvifamikinn flugrekstur, er það grundvallarþáttur að til sé öflugt varaflugvallakerfi í landinu. Þetta hefur ekki náð nægilega vel til eyrna framkvæmdavaldsins,“ segir hann. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Jón Gunnarsson, segir brýnt að nota viðbótarfjármagn til samgönguáætlunar til að byggja upp varaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Þremur flugvélum Icelandair var beint til Akureyrar þegar neyð kom upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflutningavél rann út af flugbraut. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir félagið ekki hafa beint flugvélunum til Akureyrar heldur væri það hluti af ferlum flugfélagsins. „Þetta er þannig ástand að það verður að bregðast við sem allra fyrst,“ segir Jón. „Í samgönguáætlun reiknuðum við með ákveðnum aðferðum til að leysa málið en þær hafa ekki gengið eftir. Það er einsýnt í mínum huga að þeir 4 milljarðar sem koma til viðbótar í fjárlögum verði notaðir til uppbyggingar á varaflugvöllum.“ Í samgönguáætluninni sem afgreidd var í febrúar var fjallað um ástand varaflugvalla fyrir millilandaflug sem bæði öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair vöruðu við. Kom þar fram að framkvæmdir á Akureyri og Egilsstöðum þyldu ekki 10 til 15 ára bið. „Verkefnalisti vegna nauðsynlegrar endurnýjunar búnaðar á flugvöllum landsins er orðinn langur og fjölbreyttur vegna vanfjárfestingar síðustu ára. Þessi langvinna þróun veldur brestum í flugvallakerfinu sem almenningi eru huldir en eru engu að síður ógn við flugöryggi,“ sagði í áliti öryggisnefndar. Jón segir að forgangsverkefni ættu að vera akstursbraut á Egilsstaðaflugvelli, sem gæti nýst sem flugvélageymsla í mikilli umferð, og að fullklára flughlaðið á Akureyri. „Meirihluti samgöngunefndar og þingið eru sammála um að fara þurfi í uppbyggingu á varaflugvallakerfinu,“ segir Jón. „Boltinn er hjá ráðherra að koma með lausnir á því hvernig við förum í þessar stórstígu framkvæmdir.“ Hvað varðar varaflugvellina hefur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra beint athyglinni að Isavia. „Ráðherra hefur ekki sýnt að hann ætli að setja fjármagn í varaflugvellina,“ segir Jón. „Með óljósum skilyrðum segir hann að Isavia eigi að fara í þessa uppbyggingu. Þá þyrftu þeir að draga úr framkvæmdum í Keflavík, sem ég sé ekki að sé lausn í málinu.“ „Ég tel að samgönguráðherra sé á rangri leið. Það eru mikil tækifæri í uppbyggingu Akureyrarflugvallar og það er vont að sjá hvernig hann leggur þetta fram,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Mun hún beita sér fyrir breytingum á samgönguáætlun í þinginu. „Auðvitað er mikilvægt að ráðast í uppbyggingu á Egilsstöðum líka og ég fagna því. Það er samt sem áður ljóst að við þurfum á báðum varaflugvöllum að halda. Ekki síst yrðu það mistök hjá okkur að grípa ekki það tækifæri að byggja upp Akureyrarflugvöll sem aðra gátt inn í landið.“ Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri, tekur í sama streng og Jón og Albertína, en hann hefur lagt mikla áherslu á flugöryggismál. „Fyrir eyju eins og Ísland, með umsvifamikinn flugrekstur, er það grundvallarþáttur að til sé öflugt varaflugvallakerfi í landinu. Þetta hefur ekki náð nægilega vel til eyrna framkvæmdavaldsins,“ segir hann.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira