Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. október 2019 12:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. Meðal annars stendur til að flýta framkvæmdum við að aðskilja akstursstefnur. Samgönguráðherra segir að hugsa verði út fyrir kassann varðandi fjármögnun. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun. Gert er ráð fyrir að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert auk þess sem til stendur að flýta framkvæmdum við ákveðin verkefni.Sjá einnig: Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun „Við erum búin að flýta öllum þessum framkvæmdum á stofnframkvæmdum, aðskilja akstursstefnur, þannig að innan sjö ára verðum við svona með megin þungann af þeim en innan fimmtán ára verðum við búin að aðskilja akstursstefnur austur fyrir Hellu, upp í Borgarnes, tvöfalda Reykjanesbrautina. Og þar við bætist þónokkrar framkvæmdir sem eru nýjar inn, stórar einbreiðar brýr og svona vegaframkvæmdir hringinn í kringum landið, ný Ölfusárbrú og svo vonandi í fyllingu tímans tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný Sundabraut,“ segir Sigurður Ingi. Þá er kynnt til sögunnar ný flugstefna fyrir Íslands og gert ráð fyrir sérstakri jarðgangaáætlun. „Sem segir að það verða alltaf einhver jarðgöng í gangi og við erum með verkefni núna á Austurlandi sem var samþykkt í núgildandi samgönguáætlun, göng til Seyðisfjarðar og undir Fjarðarheiði, sem er umtalsvert stórt verkefni,“ segir Sigurður Ingi. Í því sambandi sé horft til færeyskrar hugmyndafræði um að það verði tekin upp notendagjöld til að greiða niður þann kostnað. Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á nokkrum svæðum þegar fram líða stundir en útfærsla liggur ekki fyrir. „Þau verkefni sem heyra beint hjá mér eru svokölluð samvinnuverkefni þar sem er verið að flýta einstökum verkefnum og það verður frumvarp sem fer fyrir þingið. Það eru sex verkefni sem þar heyra undir. Síðan varðandi gjaldtökuna innan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er það auðvitað bara breytt gjaldtaka sem að er unnin í fjármálaráðuneytinu og í starfshópi sem er stýrt þaðan og mun taka einhver ár. Enda fyrirhuguð gjaldtaka ekki á næstu árum,“ segir Sigurður Ingi. Færeyjar Samgöngur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. Meðal annars stendur til að flýta framkvæmdum við að aðskilja akstursstefnur. Samgönguráðherra segir að hugsa verði út fyrir kassann varðandi fjármögnun. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun. Gert er ráð fyrir að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert auk þess sem til stendur að flýta framkvæmdum við ákveðin verkefni.Sjá einnig: Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun „Við erum búin að flýta öllum þessum framkvæmdum á stofnframkvæmdum, aðskilja akstursstefnur, þannig að innan sjö ára verðum við svona með megin þungann af þeim en innan fimmtán ára verðum við búin að aðskilja akstursstefnur austur fyrir Hellu, upp í Borgarnes, tvöfalda Reykjanesbrautina. Og þar við bætist þónokkrar framkvæmdir sem eru nýjar inn, stórar einbreiðar brýr og svona vegaframkvæmdir hringinn í kringum landið, ný Ölfusárbrú og svo vonandi í fyllingu tímans tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný Sundabraut,“ segir Sigurður Ingi. Þá er kynnt til sögunnar ný flugstefna fyrir Íslands og gert ráð fyrir sérstakri jarðgangaáætlun. „Sem segir að það verða alltaf einhver jarðgöng í gangi og við erum með verkefni núna á Austurlandi sem var samþykkt í núgildandi samgönguáætlun, göng til Seyðisfjarðar og undir Fjarðarheiði, sem er umtalsvert stórt verkefni,“ segir Sigurður Ingi. Í því sambandi sé horft til færeyskrar hugmyndafræði um að það verði tekin upp notendagjöld til að greiða niður þann kostnað. Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á nokkrum svæðum þegar fram líða stundir en útfærsla liggur ekki fyrir. „Þau verkefni sem heyra beint hjá mér eru svokölluð samvinnuverkefni þar sem er verið að flýta einstökum verkefnum og það verður frumvarp sem fer fyrir þingið. Það eru sex verkefni sem þar heyra undir. Síðan varðandi gjaldtökuna innan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er það auðvitað bara breytt gjaldtaka sem að er unnin í fjármálaráðuneytinu og í starfshópi sem er stýrt þaðan og mun taka einhver ár. Enda fyrirhuguð gjaldtaka ekki á næstu árum,“ segir Sigurður Ingi.
Færeyjar Samgöngur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira