Orkumál Tap kísilversins á Bakka jókst verulega og nam tólf milljörðum fyrir skatta Tap kísilvers PCC á Bakka jókst verulega í fyrra, nam nærri tólf milljörðum króna fyrir skatta, samhliða fallandi tekjum. Verksmiðjan hefur verið rekin á fullum afköstum frá ársbyrjun 2024 sem hefur þýtt umbætur í rekstrinum og framleiðsla verksmiðjunnar farið yfir uppgefna framleiðslugetu. Staða félagsins er því sögð hafa batnað umtalsvert. Innherji 20.8.2024 15:54 Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. Innlent 20.8.2024 11:59 Þurfa að leita annað í sund Þónokkrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu verður lokað í vikunni vegna framkvæmda Veitna. Heitavatnslaust verður víða á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Innlent 19.8.2024 16:02 Eldglæringar milli VG og Sjálfstæðisflokks Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði að mati prófessors í stjórnmálafræði. Gríðarleg missklíð og jafnvel eldglæringar séu milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Búast megi við algjörri biðstöðu á Alþingi í vetur ákveði ríkisstjórnin að halda samstarfinu áfram. Innlent 19.8.2024 12:24 Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. Innlent 19.8.2024 11:29 Skeytasendingar ráðherra til marks um valdþreytu Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem nokkrir hafa munnhöggvast opinberlega síðustu daga, nota stöðu sína í eigin þágu til að skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga. Innlent 18.8.2024 16:18 Ekki lengur hægt að valta yfir lítil sveitarfélög úti á landi Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir ekkert munu verða af áformum um uppbyggingu grænnar orkuvinnslu án þess að tekjur sveitarfélaga þar sem orkuvinnslan fer fram verði tryggð. Innlent 18.8.2024 15:18 Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. Innlent 18.8.2024 12:09 Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa. Innlent 17.8.2024 20:31 Vandaður aðdragandi vindorkuvers Undirbúningur að byggingu Búrfellslundar, vindorkuvers Landsvirkjunar við Vaðöldu, hefur staðið á annan áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður allar verið rannsakaðar ítarlega, Alþingi fjallað margoft um virkjunarkostinn, hann farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum. Skoðun 17.8.2024 10:01 „Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind“ Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu og frumvarp umhverfisráðherra um uppbyggingu vindorku hér á landi. Formaður Vinstri grænna vill að vindorkuver verði í þjóðareign. Innlent 16.8.2024 21:58 „Það er komið að skuldadögum“ Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra telur of mikið hafa verið gert úr „meintum ágreiningi“ hans og formanns Vinstri grænna í vindorkumálum. Innlent 16.8.2024 15:52 Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. Innlent 16.8.2024 10:25 Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Innlent 15.8.2024 19:00 Halla Hrund sótti ekki um nýja forstjórastöðu Sex sóttu um embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar en Halla Hrund Logadóttir, núverandi Orkumálastjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er ekki þeirra á meðal. Innlent 15.8.2024 08:05 Að virkja upp í loft Landsvirkjun stefnir nú á að reisa þrjátíu 150 metra háar vindmyllur í svonefndum Búrfellslundi, við inngang hálendisins á Sprengisandsleið þar sem þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna halda á hverju ári upp á Sprengisand, inn í Landmannalaugar og upp í Veiðivötn. Skoðun 15.8.2024 07:01 Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. Innlent 14.8.2024 19:00 Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. Innlent 14.8.2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. Skoðun 14.8.2024 14:01 Enginn vindmyllugarður án bættra vega Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. Innlent 14.8.2024 13:01 Hver á vindinn? Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju sem hefur vissulega minnt okkur á hvernig sú eyja varð til með eldsumbrotum á Reykjanesskaganum nú undanfarið. Heilt bæjarfélag hefur flúið fallega bæinn sinn og enn er næsta gos rétt handan við hornið. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum sem hafa fundið sitt nýja heima á nýjum stað, en munu mörg hver ætla að snúa aftur heim þegar allt verður yfirstaðið. Skoðun 14.8.2024 09:00 „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. Innlent 14.8.2024 07:30 Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. Innlent 12.8.2024 23:05 Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. Innlent 12.8.2024 17:32 Í sambandi við Suðurnesin Framkvæmdir eru hafnar á ný við Suðurnesjalínu 2, framkvæmdir sem munu skila íbúum á svæðinu meira orkuöryggi, betri lífsgæðum og um leið færa okkur skrefi nær orkuskiptunum, en Suðurnesjalína 2 er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem gegnir þar lykilhlutverki. Skoðun 22.7.2024 12:00 Tufti og Bríet á Seftjörn eru í liði náttúrunnar Það var sérstakur fundur sem þau áttu Bríet Böðvarsdóttir á Seftjörn og Tufti Túnfótur í friðlandinu í Vatnsfirði um síðastliðna helgi, 12.-14. júlí. Helgin var sérstök fyrir þær sakir að þá voru upp á dag liðin 50 ár frá þjóðhátíð Vestfirðinga í Vatnsfirði 1974. Bríet og Tufti hittust þarna fyrir tilviljun. Skoðun 18.7.2024 19:00 Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Innlent 11.7.2024 18:50 Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. Innlent 11.7.2024 16:01 Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hefjast á næstu dögum Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hefjast á næstu dögum, en með tilkomu línunnar verður flutningskerfi raforku sveigjanlegra á Suðurnesjunum og mun afhendingaröryggi aukast til muna. Innlent 11.7.2024 15:37 Mengum minna Heiðar Guðjónsson hefur allt á hornum sér gagnvart Orkuveitunni og dótturfyrirtæki hennar Carbfix í grein hér á Vísi sem ber fyrirsögnina “Mengum meira”. Aðrir hafa hrakið sumt í grein Heiðars en víkja þarf að fleiru. Skoðun 11.7.2024 08:01 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 63 ›
Tap kísilversins á Bakka jókst verulega og nam tólf milljörðum fyrir skatta Tap kísilvers PCC á Bakka jókst verulega í fyrra, nam nærri tólf milljörðum króna fyrir skatta, samhliða fallandi tekjum. Verksmiðjan hefur verið rekin á fullum afköstum frá ársbyrjun 2024 sem hefur þýtt umbætur í rekstrinum og framleiðsla verksmiðjunnar farið yfir uppgefna framleiðslugetu. Staða félagsins er því sögð hafa batnað umtalsvert. Innherji 20.8.2024 15:54
Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. Innlent 20.8.2024 11:59
Þurfa að leita annað í sund Þónokkrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu verður lokað í vikunni vegna framkvæmda Veitna. Heitavatnslaust verður víða á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Innlent 19.8.2024 16:02
Eldglæringar milli VG og Sjálfstæðisflokks Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði að mati prófessors í stjórnmálafræði. Gríðarleg missklíð og jafnvel eldglæringar séu milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Búast megi við algjörri biðstöðu á Alþingi í vetur ákveði ríkisstjórnin að halda samstarfinu áfram. Innlent 19.8.2024 12:24
Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. Innlent 19.8.2024 11:29
Skeytasendingar ráðherra til marks um valdþreytu Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem nokkrir hafa munnhöggvast opinberlega síðustu daga, nota stöðu sína í eigin þágu til að skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga. Innlent 18.8.2024 16:18
Ekki lengur hægt að valta yfir lítil sveitarfélög úti á landi Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir ekkert munu verða af áformum um uppbyggingu grænnar orkuvinnslu án þess að tekjur sveitarfélaga þar sem orkuvinnslan fer fram verði tryggð. Innlent 18.8.2024 15:18
Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. Innlent 18.8.2024 12:09
Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa. Innlent 17.8.2024 20:31
Vandaður aðdragandi vindorkuvers Undirbúningur að byggingu Búrfellslundar, vindorkuvers Landsvirkjunar við Vaðöldu, hefur staðið á annan áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður allar verið rannsakaðar ítarlega, Alþingi fjallað margoft um virkjunarkostinn, hann farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum. Skoðun 17.8.2024 10:01
„Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind“ Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu og frumvarp umhverfisráðherra um uppbyggingu vindorku hér á landi. Formaður Vinstri grænna vill að vindorkuver verði í þjóðareign. Innlent 16.8.2024 21:58
„Það er komið að skuldadögum“ Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra telur of mikið hafa verið gert úr „meintum ágreiningi“ hans og formanns Vinstri grænna í vindorkumálum. Innlent 16.8.2024 15:52
Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. Innlent 16.8.2024 10:25
Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Innlent 15.8.2024 19:00
Halla Hrund sótti ekki um nýja forstjórastöðu Sex sóttu um embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar en Halla Hrund Logadóttir, núverandi Orkumálastjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er ekki þeirra á meðal. Innlent 15.8.2024 08:05
Að virkja upp í loft Landsvirkjun stefnir nú á að reisa þrjátíu 150 metra háar vindmyllur í svonefndum Búrfellslundi, við inngang hálendisins á Sprengisandsleið þar sem þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna halda á hverju ári upp á Sprengisand, inn í Landmannalaugar og upp í Veiðivötn. Skoðun 15.8.2024 07:01
Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. Innlent 14.8.2024 19:00
Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. Innlent 14.8.2024 15:07
Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. Skoðun 14.8.2024 14:01
Enginn vindmyllugarður án bættra vega Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. Innlent 14.8.2024 13:01
Hver á vindinn? Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju sem hefur vissulega minnt okkur á hvernig sú eyja varð til með eldsumbrotum á Reykjanesskaganum nú undanfarið. Heilt bæjarfélag hefur flúið fallega bæinn sinn og enn er næsta gos rétt handan við hornið. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum sem hafa fundið sitt nýja heima á nýjum stað, en munu mörg hver ætla að snúa aftur heim þegar allt verður yfirstaðið. Skoðun 14.8.2024 09:00
„Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. Innlent 14.8.2024 07:30
Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. Innlent 12.8.2024 23:05
Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. Innlent 12.8.2024 17:32
Í sambandi við Suðurnesin Framkvæmdir eru hafnar á ný við Suðurnesjalínu 2, framkvæmdir sem munu skila íbúum á svæðinu meira orkuöryggi, betri lífsgæðum og um leið færa okkur skrefi nær orkuskiptunum, en Suðurnesjalína 2 er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem gegnir þar lykilhlutverki. Skoðun 22.7.2024 12:00
Tufti og Bríet á Seftjörn eru í liði náttúrunnar Það var sérstakur fundur sem þau áttu Bríet Böðvarsdóttir á Seftjörn og Tufti Túnfótur í friðlandinu í Vatnsfirði um síðastliðna helgi, 12.-14. júlí. Helgin var sérstök fyrir þær sakir að þá voru upp á dag liðin 50 ár frá þjóðhátíð Vestfirðinga í Vatnsfirði 1974. Bríet og Tufti hittust þarna fyrir tilviljun. Skoðun 18.7.2024 19:00
Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Innlent 11.7.2024 18:50
Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. Innlent 11.7.2024 16:01
Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hefjast á næstu dögum Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hefjast á næstu dögum, en með tilkomu línunnar verður flutningskerfi raforku sveigjanlegra á Suðurnesjunum og mun afhendingaröryggi aukast til muna. Innlent 11.7.2024 15:37
Mengum minna Heiðar Guðjónsson hefur allt á hornum sér gagnvart Orkuveitunni og dótturfyrirtæki hennar Carbfix í grein hér á Vísi sem ber fyrirsögnina “Mengum meira”. Aðrir hafa hrakið sumt í grein Heiðars en víkja þarf að fleiru. Skoðun 11.7.2024 08:01