Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 17. mars 2025 16:01 Við jöfnum leikinn með jarðhita. Það er stefna ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Á árunum 2025 til 2028 ætlum við að verja milljarði króna í styrki til leitar og nýtingar jarðhita á svæðum þar sem nú er notast við raforku og olíu til húshitunar. Milljarður er há fjárhæð og það er hápólitísk ákvörðun að ráðstafa milljarði í jarðhitaleit frekar en önnur verkefni. Hvers vegna gerum við það? Vegna þess að þannig sláum við margar flugur í einum höggi. Ný ríkisstjórn leggur áherslu á byggðajöfnuð, að jafna aðstöðumun fólks og fyrirtækja og treysta stoðir hinna dreifðu byggða. Við ætlum að auka framboð af orku, ryðja burt hindrunum og liðka fyrir framkvæmdum. Við leggjum áherslu á orkuöryggi og orkunýtni, og við erum staðráðin í að ná árangri í orkuskiptum og loftslagsmálum. Átakið Jarðhiti jafnar leikinn þjónar öllum þessum markmiðum. Með því stígum við stærri skref í stuðningi ríkisins við leit og nýtingu jarðhita en stigin hafa verið á þessari öld. Reynslan af síðasta jarðhitaátaki sýnir að til mikils er að vinna. Ég er sannfærður um að þetta sé ábatasöm fjárfesting og skynsamleg nýting á almannafé. Með árangri í leit og nýtingu jarðhita munum við lækka húshitunarkostnað heimila en jafnframt létta kostnaði af fyrirtækjum, sveitarfélögum og grunnþjónustu á köldum og krefjandi svæðum. Þetta er grundvallaratriði fyrir verðmætasköpun og byggðaþróun í landinu og jafnaðarmennska eins og hún gerist best.Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Jarðhiti Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við jöfnum leikinn með jarðhita. Það er stefna ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Á árunum 2025 til 2028 ætlum við að verja milljarði króna í styrki til leitar og nýtingar jarðhita á svæðum þar sem nú er notast við raforku og olíu til húshitunar. Milljarður er há fjárhæð og það er hápólitísk ákvörðun að ráðstafa milljarði í jarðhitaleit frekar en önnur verkefni. Hvers vegna gerum við það? Vegna þess að þannig sláum við margar flugur í einum höggi. Ný ríkisstjórn leggur áherslu á byggðajöfnuð, að jafna aðstöðumun fólks og fyrirtækja og treysta stoðir hinna dreifðu byggða. Við ætlum að auka framboð af orku, ryðja burt hindrunum og liðka fyrir framkvæmdum. Við leggjum áherslu á orkuöryggi og orkunýtni, og við erum staðráðin í að ná árangri í orkuskiptum og loftslagsmálum. Átakið Jarðhiti jafnar leikinn þjónar öllum þessum markmiðum. Með því stígum við stærri skref í stuðningi ríkisins við leit og nýtingu jarðhita en stigin hafa verið á þessari öld. Reynslan af síðasta jarðhitaátaki sýnir að til mikils er að vinna. Ég er sannfærður um að þetta sé ábatasöm fjárfesting og skynsamleg nýting á almannafé. Með árangri í leit og nýtingu jarðhita munum við lækka húshitunarkostnað heimila en jafnframt létta kostnaði af fyrirtækjum, sveitarfélögum og grunnþjónustu á köldum og krefjandi svæðum. Þetta er grundvallaratriði fyrir verðmætasköpun og byggðaþróun í landinu og jafnaðarmennska eins og hún gerist best.Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar