Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Árni Sæberg skrifar 12. febrúar 2025 12:07 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðssins segir að markmiðið sé að bregðast við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá janúar síðastliðnum í máli hóps landeigenda við Þjórsá á hendur Landsvirkjun og íslenska ríkinu. Með dóminum var heimild Umhverfisstofnunar frá 9. apríl 2024 til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá 1 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun ógilt sem og ákvörðun Orkustofnunar frá 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Dómurinn útiloki allar breytingar „Boðaðar lagabreytingar eru að mati ráðherra nauðsynlegar til að bregðast við þeirri óvissu sem skapast hefur í kjölfar niðurstöðu fyrrnefnds héraðsdóms þar sem niðurstaðan útilokar í raun hvers kyns framkvæmdir á Íslandi sem leiða til breytinga á vatnshloti. Hér getur verið um að ræða framkvæmdir vegna vatnsaflsvirkjana og ýmsar aðrar framkvæmdir, svo sem flóðavarnir, vegagerð og gerð siglingavega svo fáein dæmi séu tekin,“ segir í tilkynningu. Með frumvarpinu sé lagt til að skerpt verði á orðalagi a-liðar 1. mgr. 18. gr. laga um stjórn vatnamála þannig að hafið sé yfir allan vafa að það taki til breytinga á vatnshloti vegna framkvæmda, svo sem vatnsaflsvirkjana. Þá sé lagt til að Umhverfis- og orkustofnun verði heimilt í sérstökum undantekningartilvikum að fallast á flýtimeðferð við afgreiðslu umsókna um virkjanaleyfi. „Með frumvarpinu eyðum við strax óvissu og komum í veg fyrir frekari tafir á þjóðhagslega mikilvægum framkvæmdum. Þetta er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um aukna orkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44 Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01 Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. 22. janúar 2025 15:31 Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðssins segir að markmiðið sé að bregðast við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá janúar síðastliðnum í máli hóps landeigenda við Þjórsá á hendur Landsvirkjun og íslenska ríkinu. Með dóminum var heimild Umhverfisstofnunar frá 9. apríl 2024 til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá 1 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun ógilt sem og ákvörðun Orkustofnunar frá 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Dómurinn útiloki allar breytingar „Boðaðar lagabreytingar eru að mati ráðherra nauðsynlegar til að bregðast við þeirri óvissu sem skapast hefur í kjölfar niðurstöðu fyrrnefnds héraðsdóms þar sem niðurstaðan útilokar í raun hvers kyns framkvæmdir á Íslandi sem leiða til breytinga á vatnshloti. Hér getur verið um að ræða framkvæmdir vegna vatnsaflsvirkjana og ýmsar aðrar framkvæmdir, svo sem flóðavarnir, vegagerð og gerð siglingavega svo fáein dæmi séu tekin,“ segir í tilkynningu. Með frumvarpinu sé lagt til að skerpt verði á orðalagi a-liðar 1. mgr. 18. gr. laga um stjórn vatnamála þannig að hafið sé yfir allan vafa að það taki til breytinga á vatnshloti vegna framkvæmda, svo sem vatnsaflsvirkjana. Þá sé lagt til að Umhverfis- og orkustofnun verði heimilt í sérstökum undantekningartilvikum að fallast á flýtimeðferð við afgreiðslu umsókna um virkjanaleyfi. „Með frumvarpinu eyðum við strax óvissu og komum í veg fyrir frekari tafir á þjóðhagslega mikilvægum framkvæmdum. Þetta er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um aukna orkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land,“ er haft eftir Jóhanni Páli.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44 Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01 Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. 22. janúar 2025 15:31 Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44
Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01
Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. 22. janúar 2025 15:31
Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33