Skila sex hundruð milljónum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2025 11:23 Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Einar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að falla frá ráðstöfun 600 milljón króna af fjárheimildum ársins 2025 og lagt til við fjármála- og efnahagsráðherra að horft verði til þess við gerð frumvarps til fjáraukalaga. Um er að ræða 250 milljónir krónur af fjárheimildum á málefnasviði 15 Orkumál og 350 milljónir króna af fjárheimildum á málefnasviði 17 Umhverfismál. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins þar sem segir að ákvörðunin um lækkun útgjalda sé liður í hagræðingarátaki ríkisstjórnarinnar. Með henni sé stutt við markmið um að ekki skuli ráðist í nein ný útgjöld árið 2025 án þess að aflað sé aukinna tekna eða hagrætt á móti. „Hagræðingarátak ríkisstjórnarinnar tekur til alls stjórnkerfisins. Fagstofnanir og starfsfólk umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hafa tekið virkan þátt í vinnunni og fram undan eru mikilvæg hagræðingar- og sameiningarverkefni sem munu skila sér í sparnaði, bættri stjórnsýslu og léttari reglu- og stjórnsýslubyrði á komandi árum. Ég lagði þó líka áherslu á það þegar ég steig inn í ráðuneytið að útgjöld yrðu lækkuð strax á yfirstandandi ári til að senda skýr skilaboð og styðja við markmið ríkisstjórnarinnar um bætta afkomu ríkisins. Með markvissri forgangsröðun verkefna höfum við skapað svigrúm til að skila strax 600 milljónum króna án þess að það komi niður á kjarnastarfsemi ráðuneytisins og málefnasviða sem undir það heyra,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu styðja allar þær hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar sem miði að því að minnka ríkisrekstur hér á landi og draga úr ríkisbákninu. Þó spyr hún hvort að tillögurnar feli í sér raunverulega hagræðingu eða tilfærslu á útgjöldum. 5. mars 2025 08:56 Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4. mars 2025 20:02 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Sjá meira
Um er að ræða 250 milljónir krónur af fjárheimildum á málefnasviði 15 Orkumál og 350 milljónir króna af fjárheimildum á málefnasviði 17 Umhverfismál. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins þar sem segir að ákvörðunin um lækkun útgjalda sé liður í hagræðingarátaki ríkisstjórnarinnar. Með henni sé stutt við markmið um að ekki skuli ráðist í nein ný útgjöld árið 2025 án þess að aflað sé aukinna tekna eða hagrætt á móti. „Hagræðingarátak ríkisstjórnarinnar tekur til alls stjórnkerfisins. Fagstofnanir og starfsfólk umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hafa tekið virkan þátt í vinnunni og fram undan eru mikilvæg hagræðingar- og sameiningarverkefni sem munu skila sér í sparnaði, bættri stjórnsýslu og léttari reglu- og stjórnsýslubyrði á komandi árum. Ég lagði þó líka áherslu á það þegar ég steig inn í ráðuneytið að útgjöld yrðu lækkuð strax á yfirstandandi ári til að senda skýr skilaboð og styðja við markmið ríkisstjórnarinnar um bætta afkomu ríkisins. Með markvissri forgangsröðun verkefna höfum við skapað svigrúm til að skila strax 600 milljónum króna án þess að það komi niður á kjarnastarfsemi ráðuneytisins og málefnasviða sem undir það heyra,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu styðja allar þær hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar sem miði að því að minnka ríkisrekstur hér á landi og draga úr ríkisbákninu. Þó spyr hún hvort að tillögurnar feli í sér raunverulega hagræðingu eða tilfærslu á útgjöldum. 5. mars 2025 08:56 Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4. mars 2025 20:02 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Sjá meira
Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu styðja allar þær hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar sem miði að því að minnka ríkisrekstur hér á landi og draga úr ríkisbákninu. Þó spyr hún hvort að tillögurnar feli í sér raunverulega hagræðingu eða tilfærslu á útgjöldum. 5. mars 2025 08:56
Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4. mars 2025 20:02