Viðskipti innlent

Sól­rún tekur við af Kristínu Lindu

Atli Ísleifsson skrifar
Sólrún Kristjánsdóttir.
Sólrún Kristjánsdóttir. Samorka

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, var í dag kjörin stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hún tekur við embættinu af Kristínu Lindu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar, sem gegnt hefur stöðunni síðustu tvö ár.

Í tilkynningu segir að Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri HEF Veitna og Ríkarður Ríkarðsson framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun komi allir nýir inn í stjórn samtakanna.

„Í stjórn sitja jafnframt áfram þau Magnús Kristjánsson forstjóri Orkusölunnar, Páll Erland forstjóri HS Veitna og Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála og árangurs hjá Landsneti.

Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar var kjörinn varamaður í stjórn Samorku í fyrsta sinn. Björk Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs HS Orku og Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar taka sæti í varastjórn og áfram eru þau Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku og Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum varamenn.

Stjórn Samorku er þannig skipuð að loknum aðalfundi 2025:

  • Sólrún Kristjánsdóttir Veitur - stjórnarformaður
  • Árni Hrannar Haraldsson ON
  • Magnús Kristjánsson Orkusölunni
  • Páll Erland HS Veitur
  • Aðalsteinn Þórhallsson HEF Veitur
  • Ríkarður Ríkarðsson Landsvirkjun
  • Guðlaug Sigurðardóttir Landsnet

Til vara í stjórn:

  • Björk Þórarinsdóttir HS Orka
  • Eyþór Björnsson, Norðurorka
  • Hjörvar Halldórsson, Skagafjarðarveitur
  • Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitur
  • Kristín Linda Árnadóttir, Landsvirkjun,“ segir í tilkynningunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×