Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 11. mars 2025 15:02 Hvað myndi þrjúhundruð manna samfélag gera, ef það fengi 12,5 milljarða króna í sveitarsjóð á örfáum árum? Í viðbót við jarðgöng gegnum fjall, ódýrt rafmagn, vinnu fyrir fimmtán manns og greiðslur til einstakra landeiganda undir mannvirki. Fórnarkostnaðurinn væri risavaxið vindorkuver. Hávaði og skógur grárra mastra þar sem áður var friðsælt útivistarsvæði. Íbúum var létt Norska svarið við þessu fékkst í gær, þegar 70 prósent íbúa í næstminnsta sveitarfélagi Noregs, Modalen í Vestur-Noregi, greiddu atkvæði gegn næststærsta áformaða vindorkuveri Noregs sem þar átti að rísa. Íbúum var létt að lokinni atkvæðagreiðslu, þrátt fyrir að hver þeirra hafi orðið af fjármunum sem svara 250 milljónum norskra króna. Niðurstaðan er ráðgefandi Orkufyrirtækið Norsk vind bjóst við annarri niðurstöðu, en framhaldið á eftir að koma í ljós, því íbúakosningin er aðeins ráðgefandi. Sveitarstjórn tekur endanlega ákvörðun í apríl. Norsk vind hefur ekki svarað hvort nú verði fallið frá áformunum vegna andstöðunnar, en orkufyrirtækið hefur áður gefið sterklega til kynna að ekki verði farið í framkvæmdirnar gegn vilja íbúa Modalen. Gjafapakkar Við þekkjum flest svipuð samskipti stórfyrirtækja og sveitarfélaga þótt í minni skala séu. Þjórsá þar sem þrætt hefur verið um þrjár virkjanir í byggð í rúma tvo áratugi er ágætis dæmi og nærtækt núna. Þar hefur fyrirtæki í eigu þjóðar veifað almannafé framan í sveitarstjórnir til að liðka fyrir virkjunum árum saman. Ein sveitarstjórn skipti um skoðun yfir nótt eftir að hafa verið heimsótt með gjafir. Brú sem tengir þjóðvegi í tveimur byggðarlögum komst á kortið og ljósleiðari líka. Reiðvegir og brú fyrir hestafólk heilluðu einhverja og landeigendur fá greiðslur þar sem land sekkur undir lón. Ósanngjörn skipting Aldrei náðist samt að kæfa andstöðuna við Þjórsá. Greiðslur koma ólíkt niður og tjónið er mikið á laxi, vatni, undirlendi, samfélagi, lífríki og náttúrufegurð, svo eitthvað sé nefnt. Himinn og haf er á milli þess sem sveitarfélögin fá í sinn hlut, eftir því hvar stöðvarhús og mannvirki lenda, því helstu tekjurnar eru af fasteignagjöldum mannvirkja. Ítrekað hefur verið bent á hve ósanngjarnt þetta er. En svo má líka spyrja sig á því hversu sanngjarnt það er að 300 manns, eða þótt það séu 600, beri ábyrgð á ákvörðun sem varðar heila þjóð og framtíðarkynslóðir. Vanlíðan vegna loforða um ríkidæmi Kona í Modalen sem NRK norska ríkisútvarpið ræddi við í gær sagði áður en hún greiddi atkvæði að sér liði illa með að þurfa að taka ákvörðun um svo stóra og afdrifaríka framkvæmd sem vindorkuverið áætlaða er. Ekki síst af því að Norsk vind hafði lofað íbúunum auðæfum til æviloka. Konan taldi sig þurfa að taka mið af hagsmunum þeirra sem yrðu aðeins fyrir neikvæðum áhrifum af framkvæmdinni. Og svo fór að loforðin um gull og ekki beinlínis græna skóga, heldur gráa vindmylluskóga fóru öfugt ofan í Módælingana sem sögðu stórt NEI. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Vindorka Orkumál Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Hvað myndi þrjúhundruð manna samfélag gera, ef það fengi 12,5 milljarða króna í sveitarsjóð á örfáum árum? Í viðbót við jarðgöng gegnum fjall, ódýrt rafmagn, vinnu fyrir fimmtán manns og greiðslur til einstakra landeiganda undir mannvirki. Fórnarkostnaðurinn væri risavaxið vindorkuver. Hávaði og skógur grárra mastra þar sem áður var friðsælt útivistarsvæði. Íbúum var létt Norska svarið við þessu fékkst í gær, þegar 70 prósent íbúa í næstminnsta sveitarfélagi Noregs, Modalen í Vestur-Noregi, greiddu atkvæði gegn næststærsta áformaða vindorkuveri Noregs sem þar átti að rísa. Íbúum var létt að lokinni atkvæðagreiðslu, þrátt fyrir að hver þeirra hafi orðið af fjármunum sem svara 250 milljónum norskra króna. Niðurstaðan er ráðgefandi Orkufyrirtækið Norsk vind bjóst við annarri niðurstöðu, en framhaldið á eftir að koma í ljós, því íbúakosningin er aðeins ráðgefandi. Sveitarstjórn tekur endanlega ákvörðun í apríl. Norsk vind hefur ekki svarað hvort nú verði fallið frá áformunum vegna andstöðunnar, en orkufyrirtækið hefur áður gefið sterklega til kynna að ekki verði farið í framkvæmdirnar gegn vilja íbúa Modalen. Gjafapakkar Við þekkjum flest svipuð samskipti stórfyrirtækja og sveitarfélaga þótt í minni skala séu. Þjórsá þar sem þrætt hefur verið um þrjár virkjanir í byggð í rúma tvo áratugi er ágætis dæmi og nærtækt núna. Þar hefur fyrirtæki í eigu þjóðar veifað almannafé framan í sveitarstjórnir til að liðka fyrir virkjunum árum saman. Ein sveitarstjórn skipti um skoðun yfir nótt eftir að hafa verið heimsótt með gjafir. Brú sem tengir þjóðvegi í tveimur byggðarlögum komst á kortið og ljósleiðari líka. Reiðvegir og brú fyrir hestafólk heilluðu einhverja og landeigendur fá greiðslur þar sem land sekkur undir lón. Ósanngjörn skipting Aldrei náðist samt að kæfa andstöðuna við Þjórsá. Greiðslur koma ólíkt niður og tjónið er mikið á laxi, vatni, undirlendi, samfélagi, lífríki og náttúrufegurð, svo eitthvað sé nefnt. Himinn og haf er á milli þess sem sveitarfélögin fá í sinn hlut, eftir því hvar stöðvarhús og mannvirki lenda, því helstu tekjurnar eru af fasteignagjöldum mannvirkja. Ítrekað hefur verið bent á hve ósanngjarnt þetta er. En svo má líka spyrja sig á því hversu sanngjarnt það er að 300 manns, eða þótt það séu 600, beri ábyrgð á ákvörðun sem varðar heila þjóð og framtíðarkynslóðir. Vanlíðan vegna loforða um ríkidæmi Kona í Modalen sem NRK norska ríkisútvarpið ræddi við í gær sagði áður en hún greiddi atkvæði að sér liði illa með að þurfa að taka ákvörðun um svo stóra og afdrifaríka framkvæmd sem vindorkuverið áætlaða er. Ekki síst af því að Norsk vind hafði lofað íbúunum auðæfum til æviloka. Konan taldi sig þurfa að taka mið af hagsmunum þeirra sem yrðu aðeins fyrir neikvæðum áhrifum af framkvæmdinni. Og svo fór að loforðin um gull og ekki beinlínis græna skóga, heldur gráa vindmylluskóga fóru öfugt ofan í Módælingana sem sögðu stórt NEI. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun