Lögreglumál

Fréttamynd

Fluttur á bráða­­deild með á­verka eftir hand­tökuna

Annar Palestínu­mannanna sem lög­regla hand­tók í hús­næði Út­lendinga­stofnunar á þriðju­dags­morgun var fluttur á bráða­deild Land­spítala með á­verka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 

Innlent
Fréttamynd

Líkamsárás og kannabisræktun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á vettvang um kl. 22 í gærkvöldi þegar óskað var aðstoðar vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðborginni. Einn var handtekinn, grunaður um árásina. Málið er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Beinin sem fundust í Kömbunum ekki mannabein

Bein þau sem tekin voru til rannsóknar eftir að þau fundust í hraungjótu í Kömbum í gærkvöldi hafa nú verið skoðuð af sérfræðingi. Niðurstaðan er að ekki er um mannabein að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Segja lög­reglu hafa beitt raf­byssu og eytt mynd­böndum sjónar­votta

Tveir palestínskir flótta­menn voru hand­teknir í mót­töku Út­lendinga­stofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólu­setningar­vott­orð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónar­vottur sakar lög­reglu um að hafa tekið af sér símann og eytt mynd­bandi sem var tekið upp.

Innlent
Fréttamynd

Réðust inn á heimili og slógu hús­ráðanda með spýtu

Lögregla var kölluð út í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um aðila sem réðust inn á heimili í hverfi 108 í Reykjavík með spýtu á lofti. Húsráðandi náði að verjast mönnunum og hafði samband við lögreglu, en þegar hana bar að garði voru mennirnir farnir.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla vísaði hústökufólki úr íbúð í miðbænum

Eigandi íbúðar í miðbænum setti sig í samband við lögreglu í gærkvöldi og sagðist hafa haft fregnir af því að fólk héldi sig til í tómri íbúðinni. Lögregla fór á vettvang og fann sannarlega einstaklinga þar fyrir, sem var vísað á brott.

Innlent
Fréttamynd

Einhverju hafi verið ábótavant við festingar

Verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna segir alveg skýrt að eitthvað hafi verið ábótavant við festingar eða frágang þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri í fyrradag. Það vanti skýrari reglur í kring um starfsleyfi slíkra tækja hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Byssumaðurinn í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Karlmaður á þrítugsaldri, sem var handtekinn með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag, var á miðvikudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Héraðssaksóknari heldur utan um rannsókn málsins og hefur meðal annars farið húsleit og lagt hald á vopn og muni í tengslum við rannsóknina.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt met í hjóla­hvísli

Allt er gott sem endar vel, segir Hjóla­hvíslarinn, eða Bjart­mar Leós­son, sem endur­heimti í dag hjól sitt sem hafði verið stolið í nótt. Og þetta eru skila­boðin sem hann segist hafa verið að reyna að senda hjóla­þjófum: Það eru augu alls staðar.

Innlent
Fréttamynd

Hjóli sjálfs Hjóla­hvíslarans stolið

Hjóli Bjart­mars Leós­­sonar var stolið í nótt. Sá hvim­­leiði og því miður nokkuð al­­gengi at­burður sem hjóla­­stuldur er væri varla frétt­­næmur nema vegna þess að Bjart­mar hefur í um tvö ár staðið í hálf­gerðu stríði við hjóla­­þjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann.

Innlent
Fréttamynd

Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi

Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á stúlku á reiðhjóli

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær þess efnis að ekið hefði verið á stúlku á reiðhjóli. Í dagbók lögreglu segir að stúlkan hafi hlotið minniháttar meiðsl en verið flutt á Landspítala til skoðunar.

Innlent