Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. nóvember 2024 11:56 Þórður Snær Júlíussson, frambjóðandi Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. Tilefnið eru gömul bloggskrif hans frá árunum 2004 til 2007 sem rifjuð voru upp í vikunni. Þórður segist bera ábyrgð á öllum þeim skrifum sem hafi birst í fjölmiðlum síðustu daga, þau hafi verið röng, meiðandi og skaðleg og hann skammist sín djúpt fyrir þau. „Ég bið alla sem hafa orðið fyrir áhrifum af þeim, og bara alla yfir höfuð, aftur og ítrekað, afsökunar á því að hafa skrifað með þessum hætti. Ég geri mér með öllu grein fyrir því að svona skrif og svona sjónarmið hafa valdið miklum skaða í fortíð, nútíð og framtíð og að þau skipti máli í að kvenfjandsamleg menning hefur þrifist,“ skrifar hann. „Fyrri afsökunarbeiðni mín og ábyrgðartaka átti ekki að vera sett fram með léttúð. Hún, líkt og þessi, er einlæg og án fyrirvara,“ skrifar hann. Fer ekki fram á að umræðunni sé lokið „Ég er ekki fórnarlamb neinna aðstæðna. Ég ætla ekki að reyna að réttlæta skrifin. Ég hefði einfaldlega átt að vita betur og gera betur. Ég fer ekki fram á að umræðu um skrifin sé lokið með neinum hætti þótt ég hafi beðist afsökunar og iðrist,“ segir hann. Hann hafi eytt umræddri bloggsíðu af internetinu fyrir um sautján árum vegna þess að hann hafi áttað sig á að skrifin „voru ekki sniðug og ögrandi heldur vond, meiðandi og skaðleg og ættu ekki að rata fyrir augu neins framar“. Skjáskot hafi lifað af síðunni á vefsöfnum og það hafi því komið honum „jafn mikið í opna skjöldu og raun bar vitni“ þegar hann var spurður út í þau af Stefáni Einari Stefánssyni í Spursmálum. „Það breytir þó engu um ábyrgð mína á skrifunum. Hún er, líkt og áður sagði, algjör.“ Bakslag í baráttunni Þórður lýsir því einnig í færslunni að hann hafi elst og þroskast og viðhorf hans í málaflokknum gjörbreyst. Helsta ástæða þess hafi verið að heyra konurnar sem leiddu baráttuna fyrir auknu kvenfrelsi lýsa reynsluheimi sínum. „Ég heyrði konurnar í kringum mig lýsa óttanum sem þær þurfa að lifa með en ég, í forréttindastöðu, þarf aldrei að takast á við. Ég lærði af öllum sterku konunum sem ég hef unnið með í gegnum árin. Barátta þeirra allra breytti ekki bara viðhorfum mínum, heldur endurskilgreindu viðmið samfélagsins. Ollu byltingu,“ skrifar hann. Þá liggi fyrir að baráttan standi enn og í henni sé bakslag. Viðhorf sem voru á undanhaldi séu farin að heyrast á ný. Ungir karlar séu farnir að tala eins og hann gerði á sínum tíma. „Það er mjög vond þróun sem þarf að spyrna gegn. Það þarf að berjast fyrir því sem hefur áunnist í kvenfrelsis- og jafnréttisbaráttunni. Ég hef tekið þátt í þeirri baráttu á síðustu áratugum og ég vil gera það áfram sem stuðningsmaður. Með því að hlusta og læra,“ skrifar hann. „Vera mín á lista er til trafala og er mörgum þung“ Þórður segir þungt að vera dæmdur fyrir eitthvað sem hann hafi gert fyrir tæpum tveimur áratugum en ekki því sem hann hafi gert síðan. „Vinnan mín, og síðar meir skoðanir, hafa árum saman legið fyrir landsmönnum í gegnum fjölmiðlana sem ég hef starfað á og í seinni tíð stýrt og í þeim fjölmörgu félagsstörfum sem ég hef sinnt. Ég hef helgað mig því að vinna samfélaginu gagn og veita valdhöfum aðhald allan minn starfsferil og flest mín fullorðinsár. Þar með talið í jafnréttismálum og þeim byltingum sem orðið hafa í afstöðu til kvenna og femínisma,“ skrifar hann. Öllum ætti að vera ljóst að ekkert væri eftir af manninum sem skrifaði þessi orð á bloggsíðunni fyrir öllum þessum árum. Þórður segir gildi sín í dag, viðhorf og skoðanir ekki eiga neitt sameiginlegt við það sem hann skrifaði þá. „Ég get ekki bætt skaðann sem skrifin ollu, og valda, en ég gat breyst og þroskast og orðið að betri og gagnlegri manni.“ Þórður segist hafa boðið sig fram til Alþingis til þess að gera samfélaginu gagn á öðrum vettvangi. „Nú er mér ljóst að áframhaldandi vera mín á lista er til trafala og er mörgum þung. Þess vegna tilkynni ég hér með að ég mun ekki taka þingsæti hljóti ég slíkt í kosningunum eftir tvær vikur heldur eftirláta næstu konu á listanum sæti mitt,“ skrifar hann og á þar við Dagbjörtu Hákonardóttur sem er í fjórða sæti listans. Færslu Þórðar má lesa í heild sinni hér að neðan: Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Jafnréttismál Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Tilefnið eru gömul bloggskrif hans frá árunum 2004 til 2007 sem rifjuð voru upp í vikunni. Þórður segist bera ábyrgð á öllum þeim skrifum sem hafi birst í fjölmiðlum síðustu daga, þau hafi verið röng, meiðandi og skaðleg og hann skammist sín djúpt fyrir þau. „Ég bið alla sem hafa orðið fyrir áhrifum af þeim, og bara alla yfir höfuð, aftur og ítrekað, afsökunar á því að hafa skrifað með þessum hætti. Ég geri mér með öllu grein fyrir því að svona skrif og svona sjónarmið hafa valdið miklum skaða í fortíð, nútíð og framtíð og að þau skipti máli í að kvenfjandsamleg menning hefur þrifist,“ skrifar hann. „Fyrri afsökunarbeiðni mín og ábyrgðartaka átti ekki að vera sett fram með léttúð. Hún, líkt og þessi, er einlæg og án fyrirvara,“ skrifar hann. Fer ekki fram á að umræðunni sé lokið „Ég er ekki fórnarlamb neinna aðstæðna. Ég ætla ekki að reyna að réttlæta skrifin. Ég hefði einfaldlega átt að vita betur og gera betur. Ég fer ekki fram á að umræðu um skrifin sé lokið með neinum hætti þótt ég hafi beðist afsökunar og iðrist,“ segir hann. Hann hafi eytt umræddri bloggsíðu af internetinu fyrir um sautján árum vegna þess að hann hafi áttað sig á að skrifin „voru ekki sniðug og ögrandi heldur vond, meiðandi og skaðleg og ættu ekki að rata fyrir augu neins framar“. Skjáskot hafi lifað af síðunni á vefsöfnum og það hafi því komið honum „jafn mikið í opna skjöldu og raun bar vitni“ þegar hann var spurður út í þau af Stefáni Einari Stefánssyni í Spursmálum. „Það breytir þó engu um ábyrgð mína á skrifunum. Hún er, líkt og áður sagði, algjör.“ Bakslag í baráttunni Þórður lýsir því einnig í færslunni að hann hafi elst og þroskast og viðhorf hans í málaflokknum gjörbreyst. Helsta ástæða þess hafi verið að heyra konurnar sem leiddu baráttuna fyrir auknu kvenfrelsi lýsa reynsluheimi sínum. „Ég heyrði konurnar í kringum mig lýsa óttanum sem þær þurfa að lifa með en ég, í forréttindastöðu, þarf aldrei að takast á við. Ég lærði af öllum sterku konunum sem ég hef unnið með í gegnum árin. Barátta þeirra allra breytti ekki bara viðhorfum mínum, heldur endurskilgreindu viðmið samfélagsins. Ollu byltingu,“ skrifar hann. Þá liggi fyrir að baráttan standi enn og í henni sé bakslag. Viðhorf sem voru á undanhaldi séu farin að heyrast á ný. Ungir karlar séu farnir að tala eins og hann gerði á sínum tíma. „Það er mjög vond þróun sem þarf að spyrna gegn. Það þarf að berjast fyrir því sem hefur áunnist í kvenfrelsis- og jafnréttisbaráttunni. Ég hef tekið þátt í þeirri baráttu á síðustu áratugum og ég vil gera það áfram sem stuðningsmaður. Með því að hlusta og læra,“ skrifar hann. „Vera mín á lista er til trafala og er mörgum þung“ Þórður segir þungt að vera dæmdur fyrir eitthvað sem hann hafi gert fyrir tæpum tveimur áratugum en ekki því sem hann hafi gert síðan. „Vinnan mín, og síðar meir skoðanir, hafa árum saman legið fyrir landsmönnum í gegnum fjölmiðlana sem ég hef starfað á og í seinni tíð stýrt og í þeim fjölmörgu félagsstörfum sem ég hef sinnt. Ég hef helgað mig því að vinna samfélaginu gagn og veita valdhöfum aðhald allan minn starfsferil og flest mín fullorðinsár. Þar með talið í jafnréttismálum og þeim byltingum sem orðið hafa í afstöðu til kvenna og femínisma,“ skrifar hann. Öllum ætti að vera ljóst að ekkert væri eftir af manninum sem skrifaði þessi orð á bloggsíðunni fyrir öllum þessum árum. Þórður segir gildi sín í dag, viðhorf og skoðanir ekki eiga neitt sameiginlegt við það sem hann skrifaði þá. „Ég get ekki bætt skaðann sem skrifin ollu, og valda, en ég gat breyst og þroskast og orðið að betri og gagnlegri manni.“ Þórður segist hafa boðið sig fram til Alþingis til þess að gera samfélaginu gagn á öðrum vettvangi. „Nú er mér ljóst að áframhaldandi vera mín á lista er til trafala og er mörgum þung. Þess vegna tilkynni ég hér með að ég mun ekki taka þingsæti hljóti ég slíkt í kosningunum eftir tvær vikur heldur eftirláta næstu konu á listanum sæti mitt,“ skrifar hann og á þar við Dagbjörtu Hákonardóttur sem er í fjórða sæti listans. Færslu Þórðar má lesa í heild sinni hér að neðan:
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Jafnréttismál Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira