Lögreglan þögul sem gröfin: Byssumaðurinn sá sem stakk mann með hníf á Sushi Social Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2021 06:01 Karlmaður vopnaður byssu vakti óhug við Kaffistofu Samhjálpar á mánudag. Vísir/ArnarHalldórs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill engar upplýsingar veita um stöðuna á rannsókn á máli karlmanns sem handtekinn var með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi sagðist ekkert geta tjáð sig um málið í samtali við Vísi síðdegis í gær. Hann gat ekki einu sinni svarað því hvort maðurinn hefði verið yfirheyrður. Því hefur fréttastofa ekki upplýsingar um hvort farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir manninum eða hvort hann gangi laus. Skelfing greip um sig á kaffistofunni á mánudag þegar karlmaðurinn mætti með skammbyssuna. Þráinn Faresveit lýsti því í samtali við Vísi hvernig hann hefði átt von á skoti í bakið þegar hann flúði byssumanninn við annan mann og kom sér fyrir inni á kaffistofunni. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn ógnandi með byssuna á lofti gagnvart þeim lögreglumönnum sem mættu fyrstir á vettvang. Þegar sérsveit lögreglu mætti á vettvang lagði karlmaðurinn niður vopnið og var handtekinn. Fram kom í tilkynningu lögreglu vegna málsins eftir hádegi á mánudag að hald hefði verið lagt á skotvopnið. Ekki væri vitað hvað manninum hefði gengið til. Frekari upplýsingar væri ekki hægt að veita. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom maðurinn við sögu lögreglu í apríl. Þá var hann handtekinn fyrir hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur. Vísir birti myndband af uppákomunni sem vakti óhug og skapaði uppnám á veitingastaðnum. Karlmaðurinn var ekki settur í gæsluvarðhald vegna árásarinnar heldur sleppt daginn eftir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, tjáði fréttastofu að ekki hefði verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Málið væri að mestu upplýst. Heimildir fréttastofu herma að viðkomandi eigi talsverðan sakaferil að baki, meðal annars vegna fíkniefna- og ofbeldisbrota. Þá herma heimildir fréttastofu jafnframt að maðurinn hafi verið á veitingastaðnum með öðrum manni sem á einnig brotaferil að baki og var nýverið til rannsóknar vegna alvarlegra ofbeldisbrota. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09 Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29. júní 2021 13:37 Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34 Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira
Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi sagðist ekkert geta tjáð sig um málið í samtali við Vísi síðdegis í gær. Hann gat ekki einu sinni svarað því hvort maðurinn hefði verið yfirheyrður. Því hefur fréttastofa ekki upplýsingar um hvort farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir manninum eða hvort hann gangi laus. Skelfing greip um sig á kaffistofunni á mánudag þegar karlmaðurinn mætti með skammbyssuna. Þráinn Faresveit lýsti því í samtali við Vísi hvernig hann hefði átt von á skoti í bakið þegar hann flúði byssumanninn við annan mann og kom sér fyrir inni á kaffistofunni. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn ógnandi með byssuna á lofti gagnvart þeim lögreglumönnum sem mættu fyrstir á vettvang. Þegar sérsveit lögreglu mætti á vettvang lagði karlmaðurinn niður vopnið og var handtekinn. Fram kom í tilkynningu lögreglu vegna málsins eftir hádegi á mánudag að hald hefði verið lagt á skotvopnið. Ekki væri vitað hvað manninum hefði gengið til. Frekari upplýsingar væri ekki hægt að veita. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom maðurinn við sögu lögreglu í apríl. Þá var hann handtekinn fyrir hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur. Vísir birti myndband af uppákomunni sem vakti óhug og skapaði uppnám á veitingastaðnum. Karlmaðurinn var ekki settur í gæsluvarðhald vegna árásarinnar heldur sleppt daginn eftir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, tjáði fréttastofu að ekki hefði verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Málið væri að mestu upplýst. Heimildir fréttastofu herma að viðkomandi eigi talsverðan sakaferil að baki, meðal annars vegna fíkniefna- og ofbeldisbrota. Þá herma heimildir fréttastofu jafnframt að maðurinn hafi verið á veitingastaðnum með öðrum manni sem á einnig brotaferil að baki og var nýverið til rannsóknar vegna alvarlegra ofbeldisbrota. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09 Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29. júní 2021 13:37 Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34 Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira
Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09
Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29. júní 2021 13:37
Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34
Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44