Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Valur Páll Eiríksson skrifar 16. nóvember 2024 08:31 Arnór Smárason kláraði ferilinn með uppeldisfélaginu ÍA í haust. Vísir/Hulda Margrét Arnór Smárason átti skammvinnan en áhugaverðan tíma í Rússlandi er hann lék sem lánsmaður hjá liði Torpedo Moskvu fyrir tæpum áratug. Launin skiluðu sér misvel frá félaginu. „Þetta er náttúrulega allt öðruvísi kúltúr. Bæði úti á götu og líka innan fótboltans. Það var alveg þægilegt síðasta hvers mánaðar að fá launin inn á bókina í Svíþjóð. Það var ekki raunin í Rússlandi,“ segir Arnór í viðtali við Stöð 2 þar sem hann gerir upp ferilinn. Hann var á láni hjá Torpedo Moskvu vorið 2015, frá Helsingborg í Svíþjóð. Eftir lánssamninginn í Rússlandi fór hans til annars sænks liðs, Hammarby. Gott hafi verið að komast aftur í fjárhagslega öryggið í Stokkhólmi eftir skrautlegan tíma í rússnesku höfuðborginni. Arnór gerði sér síðar sérstaka ferð til Moskvu til að innheimta þau laun sem hann átti inni. „Ég fór tveimur árum síðar. Þá gerði ég mér ferð með skjalatöskuna til að ná í einhvern af þessum peningum aftur. Það tókst, ótrúlegt en satt,“ „Ég gerði mér bara ferð, var þarna í tvo daga og markmiðið var bara að sækja seðilinn,“ segir Arnór sem var þá spurður hvort hann hefði ekkert fengið greitt á meðan Rússlandsdvöl hans stóð. „Ég fékk einhvern einn og hálfan mánuð greiddan og einhverja markabónusa. En það var ekkert mikið meira en það. En þetta kom allt fyrir rest. En ég þurfti að gera mér sér ferð.“ Arnór gerði ferilinn upp í samtali við íþróttadeild en viðtalið má sjá í heild að ofan. Þá má hlusta á það í Besta sætinu á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þar á meðal hér að neðan. Rússneski boltinn ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Töluverður rígur var milli jafnaldra Arnórs Smárasonar og Rúriks Gíslasonar á yngri árum. Vítaklúður Arnórs veitti Rúrik og félögum sigurinn á Shell-mótinu í Eyjum á sínum tíma. 14. nóvember 2024 13:09 „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Ferill fótboltamannsins Arnórs Smárasonar dró hann víða um heim og það gekk á ýmsu. Atvik frá leik í Svíþjóð 10 árum síðan situr enn í honum. 12. nóvember 2024 10:31 Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. 9. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira
„Þetta er náttúrulega allt öðruvísi kúltúr. Bæði úti á götu og líka innan fótboltans. Það var alveg þægilegt síðasta hvers mánaðar að fá launin inn á bókina í Svíþjóð. Það var ekki raunin í Rússlandi,“ segir Arnór í viðtali við Stöð 2 þar sem hann gerir upp ferilinn. Hann var á láni hjá Torpedo Moskvu vorið 2015, frá Helsingborg í Svíþjóð. Eftir lánssamninginn í Rússlandi fór hans til annars sænks liðs, Hammarby. Gott hafi verið að komast aftur í fjárhagslega öryggið í Stokkhólmi eftir skrautlegan tíma í rússnesku höfuðborginni. Arnór gerði sér síðar sérstaka ferð til Moskvu til að innheimta þau laun sem hann átti inni. „Ég fór tveimur árum síðar. Þá gerði ég mér ferð með skjalatöskuna til að ná í einhvern af þessum peningum aftur. Það tókst, ótrúlegt en satt,“ „Ég gerði mér bara ferð, var þarna í tvo daga og markmiðið var bara að sækja seðilinn,“ segir Arnór sem var þá spurður hvort hann hefði ekkert fengið greitt á meðan Rússlandsdvöl hans stóð. „Ég fékk einhvern einn og hálfan mánuð greiddan og einhverja markabónusa. En það var ekkert mikið meira en það. En þetta kom allt fyrir rest. En ég þurfti að gera mér sér ferð.“ Arnór gerði ferilinn upp í samtali við íþróttadeild en viðtalið má sjá í heild að ofan. Þá má hlusta á það í Besta sætinu á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þar á meðal hér að neðan.
Rússneski boltinn ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Töluverður rígur var milli jafnaldra Arnórs Smárasonar og Rúriks Gíslasonar á yngri árum. Vítaklúður Arnórs veitti Rúrik og félögum sigurinn á Shell-mótinu í Eyjum á sínum tíma. 14. nóvember 2024 13:09 „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Ferill fótboltamannsins Arnórs Smárasonar dró hann víða um heim og það gekk á ýmsu. Atvik frá leik í Svíþjóð 10 árum síðan situr enn í honum. 12. nóvember 2024 10:31 Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. 9. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira
Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Töluverður rígur var milli jafnaldra Arnórs Smárasonar og Rúriks Gíslasonar á yngri árum. Vítaklúður Arnórs veitti Rúrik og félögum sigurinn á Shell-mótinu í Eyjum á sínum tíma. 14. nóvember 2024 13:09
„Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Ferill fótboltamannsins Arnórs Smárasonar dró hann víða um heim og það gekk á ýmsu. Atvik frá leik í Svíþjóð 10 árum síðan situr enn í honum. 12. nóvember 2024 10:31
Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. 9. nóvember 2024 07:01