Braust inn á heimili fyrrverandi sambýliskonu og réðst á kærastann hennar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2021 14:53 Frá Húsavík. Vísir/Vilhelm Þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás, brot gegn nálgunarbanni, húsbrot og hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinnar og kærasta hennar. Karlmaðurinn var tekinn þrisvar fyrir of hraðan akstur sama kvöldið í mars í fyrra. Ákæran á hendur manninum er birt í Lögbirtingablaðinu sem bendir til þess að ekki hafi tekist að birta honum ákæruna með hefðbundnum hætti. Þingfesting í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 12. ágúst. Mæti hann ekki þá lítur dómurinn svo á að hann viðurkenni hin fjölmörgu brot sem hann er sakaður um. Tekinn þrisvar á tuttugu mínútum Það var 16. mars í fyrra sem karlmaðurinn, sem skráður er til heimilis í gamla vesturbæ Reykjavíkur, mældist í þrígang á of miklum hraða. Fyrst við Árvelli á Kjalarnesi á 125 km hraða þar sem hámarkið er 90 km. Nokkrum mínútum síðar ók hann á 88 km hraða í Hvalfjarðargöngum hvar hámarkshraði er 70 km. Loks við Fiskilæk á Vesturlandsvegi á 120 km hraða eða 30 km hraða yfir hámarkinu. Aksturstíminn frá Árvöllum, í gegnum göngin og að Fiskilæk, er líkega um 20 mínútur á löglegum hraða. Karlmaðurinn virðist hafa verið á leiðinni til Húsavíkur þar sem fyrrverandi sambýliskona hans og kærasti búa. Hann er ákærður fyrir að hafa ráðist á kærasta fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Slegið einu sinni á hnakkann og tvisvar á hægra gagnauga. Í framhaldinu er hann sakaður um að hafa komið óboðinn á heimili sinnar fyrrverandi, neitað að yfirgefa heimilið og veist að henni. Greip hann fast í vinstri handlegg hennar og tók hálstaki. 327 smáskilaboð á tveimur vikum Í framhaldinu var karlmaðurinn úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart konunni en þann 23. og 28. mars braut hann nálgunarbann eða gerði tilraun til þess, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru, með því að koma á heimili konunnar. Hann hringdi hann 108 sinnum, sendi 327 smáskilaboð og 27 myndskilaboð í síma konunnar á tveggja vikna tímabili þrátt fyrir að hafa verið gert að sæta nálgunarbanni. Þann 4. apríl 2020 er hann svo sakaður um að hafa brotið upp opnanlegt fag í kjallaraglugga og farið í heimildarleysi inn á heimili konunnar þrátt fyrir að sæta nálgunarbanni. Réðst hann á kærasta hennar þar sem þau lágu saman í rúminu og sló ítrekað hnefahöggi í andlit, höfuð og ofanverðan líkama. Þegar kærastinn reyndi að komast undan réðst karlmaðurinn á hann, sló í bakið, á aftanverðan háls og höfuð og sparkaði í vinstri upphandlegg. Afleiðingarnar voru þær að kærastinn hlaut skurð fyrir ofan hægri augabrún, sár á höfði, skurð við vinstra eyra, mar og bólgu milli hryggjar og hægra herðablaðs og sár á fingrum vinstri handar. Fara fram á bætur Aðeins fjórum dögum síðar mun ákærði hafa sett sig í samband við kærastann í gegnum þriðja aðila, gegn vilja hans og þrátt fyrir að hafa verið gert að sæta nálgunarbanni. Í skilaboðunum frá þriðja aðila kom fram að kærastinn skyldi passa sig og hótaði honum ef hann hætti ekki að hitta konuna. Karlmaðurinn var að lokum tekinn undir áhrifum ávana- og fíkniefna akandi suður Borgarbraut í Borgarnesi. Parið á Húsavík fer hvort um sig fram á bætur úr hendi hins ákærða. Kærastinn krefst tveggja milljóna króna en sambýliskonan fyrrverandi 1,2 milljóna króna. Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Ákæran á hendur manninum er birt í Lögbirtingablaðinu sem bendir til þess að ekki hafi tekist að birta honum ákæruna með hefðbundnum hætti. Þingfesting í málinu er fyrirhuguð í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 12. ágúst. Mæti hann ekki þá lítur dómurinn svo á að hann viðurkenni hin fjölmörgu brot sem hann er sakaður um. Tekinn þrisvar á tuttugu mínútum Það var 16. mars í fyrra sem karlmaðurinn, sem skráður er til heimilis í gamla vesturbæ Reykjavíkur, mældist í þrígang á of miklum hraða. Fyrst við Árvelli á Kjalarnesi á 125 km hraða þar sem hámarkið er 90 km. Nokkrum mínútum síðar ók hann á 88 km hraða í Hvalfjarðargöngum hvar hámarkshraði er 70 km. Loks við Fiskilæk á Vesturlandsvegi á 120 km hraða eða 30 km hraða yfir hámarkinu. Aksturstíminn frá Árvöllum, í gegnum göngin og að Fiskilæk, er líkega um 20 mínútur á löglegum hraða. Karlmaðurinn virðist hafa verið á leiðinni til Húsavíkur þar sem fyrrverandi sambýliskona hans og kærasti búa. Hann er ákærður fyrir að hafa ráðist á kærasta fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Slegið einu sinni á hnakkann og tvisvar á hægra gagnauga. Í framhaldinu er hann sakaður um að hafa komið óboðinn á heimili sinnar fyrrverandi, neitað að yfirgefa heimilið og veist að henni. Greip hann fast í vinstri handlegg hennar og tók hálstaki. 327 smáskilaboð á tveimur vikum Í framhaldinu var karlmaðurinn úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart konunni en þann 23. og 28. mars braut hann nálgunarbann eða gerði tilraun til þess, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru, með því að koma á heimili konunnar. Hann hringdi hann 108 sinnum, sendi 327 smáskilaboð og 27 myndskilaboð í síma konunnar á tveggja vikna tímabili þrátt fyrir að hafa verið gert að sæta nálgunarbanni. Þann 4. apríl 2020 er hann svo sakaður um að hafa brotið upp opnanlegt fag í kjallaraglugga og farið í heimildarleysi inn á heimili konunnar þrátt fyrir að sæta nálgunarbanni. Réðst hann á kærasta hennar þar sem þau lágu saman í rúminu og sló ítrekað hnefahöggi í andlit, höfuð og ofanverðan líkama. Þegar kærastinn reyndi að komast undan réðst karlmaðurinn á hann, sló í bakið, á aftanverðan háls og höfuð og sparkaði í vinstri upphandlegg. Afleiðingarnar voru þær að kærastinn hlaut skurð fyrir ofan hægri augabrún, sár á höfði, skurð við vinstra eyra, mar og bólgu milli hryggjar og hægra herðablaðs og sár á fingrum vinstri handar. Fara fram á bætur Aðeins fjórum dögum síðar mun ákærði hafa sett sig í samband við kærastann í gegnum þriðja aðila, gegn vilja hans og þrátt fyrir að hafa verið gert að sæta nálgunarbanni. Í skilaboðunum frá þriðja aðila kom fram að kærastinn skyldi passa sig og hótaði honum ef hann hætti ekki að hitta konuna. Karlmaðurinn var að lokum tekinn undir áhrifum ávana- og fíkniefna akandi suður Borgarbraut í Borgarnesi. Parið á Húsavík fer hvort um sig fram á bætur úr hendi hins ákærða. Kærastinn krefst tveggja milljóna króna en sambýliskonan fyrrverandi 1,2 milljóna króna.
Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira