Bandaríkin

Fréttamynd

Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn er látinn

Fyrsti maðurinn sem fékk grætt í sig svínsnýru á meðan hann var lifandi er látinn, um tveimur mánuðum eftir að nýrun voru grædd í hann og rúmum fimm vikum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi. Richard Slayman fékk tvö erfðabreytt nýru úr svíni á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum í mars og var vonast til þess að nýrun myndu duga honum í minnst tvö ár.

Erlent
Fréttamynd

Reyndu aftur að fá málið fellt niður vegna Stormy Daniels

Stormy Daniels lauk vitnisburði sínum í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York í gær. Vera hennar í dómsal og vitnisburður felur í sér áhættu fyrir bæði saksóknara og Trump sjálfan. Lögmenn Trumps reyndu aftur í gær að fá málið fellt niður vegna vitnisburðar hennar.

Erlent
Fréttamynd

Segja lög­reglu­þjón hafa bankað á rangar dyr og skotið ungan mann

Þann 3. maí bankaði lögregluþjónn á dyr íbúðar Rogers Fortson í Flórída. Nokkrum sekúndum síðar skaut hann Fortson, sem var þeldökkur og hermaður í flugher Bandaríkjanna, til bana. Fortson hélt á skammbyssu þegar hann kom til dyra en fjölskylda hans heldur því fram að lögregluþjónninn hafi bankað á rangar dyr.

Erlent
Fréttamynd

Tónlistarframleiðandinn Steve Albini látinn

Tónlistarmaðurinn og -framleiðandinn Steve Albini er látinn. Albini lést á þriðjudag, 7. maí, 61 árs gamall af völdum hjartaáfalls. Albini er þekktur fyrir að hafa leitt rokkhljómsveitirnar Shellac og Big Black en auk þess framleiddi hann margar klassískar rokkplötur. 

Lífið
Fréttamynd

At­huga­semdir við grein um sam­göngu­mál

Í gær var birt hér á Vísi þessi grein eftir framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf, Davíð Þorláksson : Vörður á veginum fram­undan - Vísir (visir.is) Í greininni er töluvert um hálfsannleik og jafnvel hreinar rangfærslur og ástæða til að fara yfir það helsta.

Skoðun
Fréttamynd

Sið­ferði­leg heilindi Há­skóla Ís­lands á tímum þjóðarmorðs

Alda stúdentamótmæla hefur brotist út um allan heim og hafa stúdentar slegið upp tjaldbúðum og skipulagt mótmæli til að vekja athygli á þjóðarmorði Ísraelsríkis á palestínsku þjóðinni. Kennarar og stúdentar hafa verið handteknir, m.a. við Colombia háskóla í New York og Science Po í París.

Skoðun
Fréttamynd

Tak­markar hernaðar­að­stoð verði gerð á­rás á Rafah

Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Enn og aftur tafir á mála­ferlum gegn Trump

Málaferlum í skjalamálinu svokallaða hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Dómarinn í málinu, Aileen M. Cannon, ákvað upprunalega að réttarhöldin ættu að hefjast í maí en nú segir hún það ekki í boði, því hún þurfi að taka svo magar ákvarðanir sem varða flókna anga þessa máls og framkvæmd réttarhaldanna.

Erlent
Fréttamynd

Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu sam­neyti þeirra

Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans.

Erlent
Fréttamynd

Ung­frú Banda­ríkin af­salar sér titlinum

Ungfrú Bandaríkin, Noelia Voigt, hefur ákveðið að afsala sér titlinum vegna heilsufarsástæðna. Voigt fór með sigur af hólmi þegar keppnin fór fram í september síðastliðnum. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér á Instagram sagðist hún trúa á það að gera það sem er best fyrir „sjálfan sig og geðheilsuna“.

Lífið
Fréttamynd

Annar hvirfilbylurinn í Oklahoma á rúmum mánuði

Að minnsta kosti einn lét lífið þegar hvirfilbylur reið yfir nærri borginni Tulsa í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum í dag. Minnst þrjátíu heimili eyðilögðust og íbúar í bænum Barnsdall, nærri Tulsa, var gert að rýma heimili sín. 

Erlent
Fréttamynd

Segir Banda­ríkja­menn þurfa að þrýsta á Ísraela

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að gera þurfi þá kröfu á ráðamenn í Bandaríkjunum að þeir beiti ríkisstjórn Ísraels mun meiri þrýstingi um að leggja niður vopn. Það sé besta leiðin til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs.

Erlent
Fréttamynd

Stormy Daniels í dómsal með Trump

Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016.

Erlent
Fréttamynd

Reynt að siga lög­reglu á vitni í málinu gegn Trump

Bandarísku lögregluna grunar að sá sem sendi falska tilkynningu um morð á heimili vitnis í sakamáli á hendur Donald Trump hafi með henni reynt að siga vopnuðum sérsveitarmönnum á vitnið. Tilkynningin barst daginn sem vitnið kom fyrir dóm í New York.

Erlent
Fréttamynd

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala

Fyrsti mánudagur maí mánaðar er runninn upp en hann reynist tískuunnendum mikið tilhlökkunarefni. Ástæðan er sú að tískuviðburður ársins, Met Gala, fer fram í kvöld á Metropolitan safninu í New York borg. Stærstu stjörnur heimsins koma saman í glæsilegum klæðnaði hátískuhönnuða þar sem menning, tíska og upplifun rennur saman í eitt. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Bein út­sending: Starliner ber geim­fara til geimstöðvarinnar

Starfsmenn Boeing og Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), ætla í nótt að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir verða ferjaðir til geimstöðvarinnar um borð í CST-100 Starliner-geimfari og er þetta fyrsta mannaða geimferð geimfarsins, eftir langt og erfitt þróunarferli.

Erlent
Fréttamynd

Átta­tíu og tveggja ára Bernie vill sex ár í við­bót

Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar að bjóða sig fram aftur í kosningunum í nóvember. Sanders, sem er 82 ára gamall, hefur þegar verið annar tveggja öldungadeildarþingmanna Vermont-ríkis í þrjú kjörtímabil, eða átján ár.

Erlent
Fréttamynd

Ávítti Trump aftur og í­trekaði fangelsishótun

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum

Mikil ólga er nú í rappheimum vestanhafs. Tveir af frægustu röppurum heims, og í raun talsvert fleiri rapparar, elda grátt silfur sín á milli um þessar mundir. Hinn kanadíski Drake og hinn bandaríski Kendrick Lamar bera hvor annan þungum sökum sem varða meðal annars heimilisofbeldi og barnagirnd.

Lífið