Hefur ekki enn þorað út í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2024 12:14 Aníta Björk Káradóttir og fjölskylda hennar í Tampa sluppu mun betur frá Milton en á horfðist. Hún kveðst þó eiga eftir að mana sig í að fara út, þar sem væntanlega muni talsverð eyðilegging blasa við. Aníta Björk Káradóttir Milljónir búa við rafmagnsleysi og nokkrir eru látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk yfir Flórídaríki í nótt. Enn er varað við vonskuveðri og miklum flóðum í kjölfar hans. Íslendingur í Tampa slapp betur en á horfðist en hefur ekki enn þorað að fara út og líta yfir eyðilegginguna. Stefna Miltons breyttist líttilega og mestu hamfarirnar urðu talsvert sunnar á vesturströnd ríkisins en útlit var fyrir. Borgin Tampa slapp þannig betur en reiknað var með. Meira en þrjár milljónir eru nú án rafmagns víðsvegar um ríkið. Borgin Sarasota fór einna verst úti, þaðan berast myndir af gríðarlegu tjóni, og þá eru íbúar borgarinnar St. Petersburg suður af Tampa án neysluvatns. Þá hefur sjaldan eða aldrei rignt jafnmikið í St. Petersburg og Tampa. Þar mældist rigningin yfir 45 sentímetrar, næstum hálfur metri. Ekki hafa verið gefnar nákvæmar tölur um mannfall en ljóst er að minnsta kosti tveir létust í Spanish lakes á austursröndinni. Sluppu betur en á horfðist Íslendingurinn Aníta Björk Káradóttir er í mánaðarlöngu fríi í Tampa ásamt fjölskyldu sinni. Hún ræddi stöðuna á svæðinu og undirbúninginn fyrir fellibylinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Við náðum aftur tali af henni rétt fyrir hádegisfréttir, um klukkan hálf átta að staðartíma í Flórída. Voruð þið hrædd þegar mestu lætin voru? „Sko maður, var ekkert rólegur sitjandi inni. En þetta var, það voru mikil læti og svo voru ljósin mikið flöktandi og netið að detta út og sjónvarpið að detta út. Maður var ekkert alltof rólegur en maður var samt búinn að sjá, þegar nær dró, þá sá maður hvert hann var nákvæmlega að stefna og maður róaðist smá,“ segir Aníta. Ertu eitthvað búin að fara út núna í morgun? „Nei, og ég mun líklegast ekki fara út alveg strax. Ég mun örugglega mana mig út í að kíkja út, sjá hvernig þetta lítur allt út.“ Milton var þriðja stigs fellibylur þegar hann gekk á land en flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur. Auga Miltons er komið á haf út. Áfram veldur veðrið þó tjóni, til dæmis í Orlando, og varað er við miklum flóðum sem komið gætu í kjölfar óveðursins. Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. 10. október 2024 11:30 Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, einnig þekktur sem Prettyboitjokko, er í Flórída þar sem fellibylurinn Milton hefur gengið yfir. Þar er hann í glæsihýsi ásamt stórfjölskyldunni, þar á meðal er afi hans Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu. 10. október 2024 08:08 Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Leikvangur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays varð fellibylnum Milton að bráð í nótt og á fjölda myndbanda má sjá hve sundurtætt þak leikvangsins er orðið. 10. október 2024 06:55 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Stefna Miltons breyttist líttilega og mestu hamfarirnar urðu talsvert sunnar á vesturströnd ríkisins en útlit var fyrir. Borgin Tampa slapp þannig betur en reiknað var með. Meira en þrjár milljónir eru nú án rafmagns víðsvegar um ríkið. Borgin Sarasota fór einna verst úti, þaðan berast myndir af gríðarlegu tjóni, og þá eru íbúar borgarinnar St. Petersburg suður af Tampa án neysluvatns. Þá hefur sjaldan eða aldrei rignt jafnmikið í St. Petersburg og Tampa. Þar mældist rigningin yfir 45 sentímetrar, næstum hálfur metri. Ekki hafa verið gefnar nákvæmar tölur um mannfall en ljóst er að minnsta kosti tveir létust í Spanish lakes á austursröndinni. Sluppu betur en á horfðist Íslendingurinn Aníta Björk Káradóttir er í mánaðarlöngu fríi í Tampa ásamt fjölskyldu sinni. Hún ræddi stöðuna á svæðinu og undirbúninginn fyrir fellibylinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Við náðum aftur tali af henni rétt fyrir hádegisfréttir, um klukkan hálf átta að staðartíma í Flórída. Voruð þið hrædd þegar mestu lætin voru? „Sko maður, var ekkert rólegur sitjandi inni. En þetta var, það voru mikil læti og svo voru ljósin mikið flöktandi og netið að detta út og sjónvarpið að detta út. Maður var ekkert alltof rólegur en maður var samt búinn að sjá, þegar nær dró, þá sá maður hvert hann var nákvæmlega að stefna og maður róaðist smá,“ segir Aníta. Ertu eitthvað búin að fara út núna í morgun? „Nei, og ég mun líklegast ekki fara út alveg strax. Ég mun örugglega mana mig út í að kíkja út, sjá hvernig þetta lítur allt út.“ Milton var þriðja stigs fellibylur þegar hann gekk á land en flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur. Auga Miltons er komið á haf út. Áfram veldur veðrið þó tjóni, til dæmis í Orlando, og varað er við miklum flóðum sem komið gætu í kjölfar óveðursins.
Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. 10. október 2024 11:30 Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, einnig þekktur sem Prettyboitjokko, er í Flórída þar sem fellibylurinn Milton hefur gengið yfir. Þar er hann í glæsihýsi ásamt stórfjölskyldunni, þar á meðal er afi hans Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu. 10. október 2024 08:08 Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Leikvangur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays varð fellibylnum Milton að bráð í nótt og á fjölda myndbanda má sjá hve sundurtætt þak leikvangsins er orðið. 10. október 2024 06:55 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. 10. október 2024 11:30
Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, einnig þekktur sem Prettyboitjokko, er í Flórída þar sem fellibylurinn Milton hefur gengið yfir. Þar er hann í glæsihýsi ásamt stórfjölskyldunni, þar á meðal er afi hans Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu. 10. október 2024 08:08
Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Leikvangur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays varð fellibylnum Milton að bráð í nótt og á fjölda myndbanda má sjá hve sundurtætt þak leikvangsins er orðið. 10. október 2024 06:55
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent