Hefur ekki enn þorað út í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2024 12:14 Aníta Björk Káradóttir og fjölskylda hennar í Tampa sluppu mun betur frá Milton en á horfðist. Hún kveðst þó eiga eftir að mana sig í að fara út, þar sem væntanlega muni talsverð eyðilegging blasa við. Aníta Björk Káradóttir Milljónir búa við rafmagnsleysi og nokkrir eru látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk yfir Flórídaríki í nótt. Enn er varað við vonskuveðri og miklum flóðum í kjölfar hans. Íslendingur í Tampa slapp betur en á horfðist en hefur ekki enn þorað að fara út og líta yfir eyðilegginguna. Stefna Miltons breyttist líttilega og mestu hamfarirnar urðu talsvert sunnar á vesturströnd ríkisins en útlit var fyrir. Borgin Tampa slapp þannig betur en reiknað var með. Meira en þrjár milljónir eru nú án rafmagns víðsvegar um ríkið. Borgin Sarasota fór einna verst úti, þaðan berast myndir af gríðarlegu tjóni, og þá eru íbúar borgarinnar St. Petersburg suður af Tampa án neysluvatns. Þá hefur sjaldan eða aldrei rignt jafnmikið í St. Petersburg og Tampa. Þar mældist rigningin yfir 45 sentímetrar, næstum hálfur metri. Ekki hafa verið gefnar nákvæmar tölur um mannfall en ljóst er að minnsta kosti tveir létust í Spanish lakes á austursröndinni. Sluppu betur en á horfðist Íslendingurinn Aníta Björk Káradóttir er í mánaðarlöngu fríi í Tampa ásamt fjölskyldu sinni. Hún ræddi stöðuna á svæðinu og undirbúninginn fyrir fellibylinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Við náðum aftur tali af henni rétt fyrir hádegisfréttir, um klukkan hálf átta að staðartíma í Flórída. Voruð þið hrædd þegar mestu lætin voru? „Sko maður, var ekkert rólegur sitjandi inni. En þetta var, það voru mikil læti og svo voru ljósin mikið flöktandi og netið að detta út og sjónvarpið að detta út. Maður var ekkert alltof rólegur en maður var samt búinn að sjá, þegar nær dró, þá sá maður hvert hann var nákvæmlega að stefna og maður róaðist smá,“ segir Aníta. Ertu eitthvað búin að fara út núna í morgun? „Nei, og ég mun líklegast ekki fara út alveg strax. Ég mun örugglega mana mig út í að kíkja út, sjá hvernig þetta lítur allt út.“ Milton var þriðja stigs fellibylur þegar hann gekk á land en flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur. Auga Miltons er komið á haf út. Áfram veldur veðrið þó tjóni, til dæmis í Orlando, og varað er við miklum flóðum sem komið gætu í kjölfar óveðursins. Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. 10. október 2024 11:30 Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, einnig þekktur sem Prettyboitjokko, er í Flórída þar sem fellibylurinn Milton hefur gengið yfir. Þar er hann í glæsihýsi ásamt stórfjölskyldunni, þar á meðal er afi hans Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu. 10. október 2024 08:08 Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Leikvangur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays varð fellibylnum Milton að bráð í nótt og á fjölda myndbanda má sjá hve sundurtætt þak leikvangsins er orðið. 10. október 2024 06:55 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Stefna Miltons breyttist líttilega og mestu hamfarirnar urðu talsvert sunnar á vesturströnd ríkisins en útlit var fyrir. Borgin Tampa slapp þannig betur en reiknað var með. Meira en þrjár milljónir eru nú án rafmagns víðsvegar um ríkið. Borgin Sarasota fór einna verst úti, þaðan berast myndir af gríðarlegu tjóni, og þá eru íbúar borgarinnar St. Petersburg suður af Tampa án neysluvatns. Þá hefur sjaldan eða aldrei rignt jafnmikið í St. Petersburg og Tampa. Þar mældist rigningin yfir 45 sentímetrar, næstum hálfur metri. Ekki hafa verið gefnar nákvæmar tölur um mannfall en ljóst er að minnsta kosti tveir létust í Spanish lakes á austursröndinni. Sluppu betur en á horfðist Íslendingurinn Aníta Björk Káradóttir er í mánaðarlöngu fríi í Tampa ásamt fjölskyldu sinni. Hún ræddi stöðuna á svæðinu og undirbúninginn fyrir fellibylinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Við náðum aftur tali af henni rétt fyrir hádegisfréttir, um klukkan hálf átta að staðartíma í Flórída. Voruð þið hrædd þegar mestu lætin voru? „Sko maður, var ekkert rólegur sitjandi inni. En þetta var, það voru mikil læti og svo voru ljósin mikið flöktandi og netið að detta út og sjónvarpið að detta út. Maður var ekkert alltof rólegur en maður var samt búinn að sjá, þegar nær dró, þá sá maður hvert hann var nákvæmlega að stefna og maður róaðist smá,“ segir Aníta. Ertu eitthvað búin að fara út núna í morgun? „Nei, og ég mun líklegast ekki fara út alveg strax. Ég mun örugglega mana mig út í að kíkja út, sjá hvernig þetta lítur allt út.“ Milton var þriðja stigs fellibylur þegar hann gekk á land en flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur. Auga Miltons er komið á haf út. Áfram veldur veðrið þó tjóni, til dæmis í Orlando, og varað er við miklum flóðum sem komið gætu í kjölfar óveðursins.
Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. 10. október 2024 11:30 Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, einnig þekktur sem Prettyboitjokko, er í Flórída þar sem fellibylurinn Milton hefur gengið yfir. Þar er hann í glæsihýsi ásamt stórfjölskyldunni, þar á meðal er afi hans Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu. 10. október 2024 08:08 Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Leikvangur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays varð fellibylnum Milton að bráð í nótt og á fjölda myndbanda má sjá hve sundurtætt þak leikvangsins er orðið. 10. október 2024 06:55 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. 10. október 2024 11:30
Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, einnig þekktur sem Prettyboitjokko, er í Flórída þar sem fellibylurinn Milton hefur gengið yfir. Þar er hann í glæsihýsi ásamt stórfjölskyldunni, þar á meðal er afi hans Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu. 10. október 2024 08:08
Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Leikvangur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays varð fellibylnum Milton að bráð í nótt og á fjölda myndbanda má sjá hve sundurtætt þak leikvangsins er orðið. 10. október 2024 06:55