Gætu ekki flúið þótt þau vildu Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2024 19:37 Aníta og fjölskylda hennar bíða nú eftir öðrum stóra fellibylnum á mánaðarlöngu fríi sínu í Tampa í Flórída. Hillur verslana eru víða tómar og fjölskyldan hefur flutt nauðsynjar inn í herbergi sem ekki eru með útvegg, ef leita þarf skjóls frá fellibylnum. Óttast er að fellibylurinn Milton, sem skellur á Flórída af fullum þunga í nótt, verði mannskæður og hafi katastrófískar afleiðingar víða í ríkinu. Íslendingur á hættusvæði segir biðina eftir hamförum kvíðvænlega. Hún gæti ekki flúið svæðið þótt hún vildi það; eldsneyti er algjörlega uppurið. „Ég er með áríðandi skilaboð til íbúa Flórída. Fellibylurinn Milton verður mannskæður og katastrófískur. Hann mun hafa í för með sér gríðarlegan áhlaðanda, ægilegan vind og alvarleg flóð á leið sinni yfir Flórídaríki,“ sagði Deanne Criswell, yfirmaður almannavarna í Bandaríkjunum í ávarpi í dag. Reiknað er með að hinn katastrófíski Milton gangi á land í Flórída seint í kvöld, eða í kringum sex í fyrramálið að íslenskum tíma. Aníta Björk Káradóttir er stödd ásamt fjölskyldu sinni í mánaðarlöngu fríi í úthverfi borgarinnar Tampa, sem óttast er að fari einna verst úti úr fellibylnum. Aníta lýsir mikilli örvæntingu á svæðinu; vatn, bleyjur, þurrmjólk og aðrar nauðsynjavörur eru víðast hvar nær uppseldar. „Það virðast allir vera í einhvers konar panikkástandi. Og eins og með bensín, það er ekki til bensín til í þrjú til fjögur hundruð kílómetra radíus hjá okkur. Þannig að ef við myndum vilja fara eitthvert þá væri erfitt að komast og við gætum orðið bara strandaglópar,“ segir Aníta. Vatn í upp undir fjögurra metra hæð Þau fjölskyldan eru ekki stödd á rýmingarsvæði en gerðu raunar tilraun til að flýja í gærkvöldi. Þau voru stöðvuð, þar sem slysahætta er úti á vegum og eldsneyti af skornum skammti, eins og áður hefur komið fram. Eitt helsta áhyggjuefni sérfræðinga eru flóðin sem Milton gæti haft í för með sér. Verstu spár reikna með að vatn nái mest þriggja til fjöggurra og hálfs metra hæð við Tampaströndina. Undir þeim kringumstæðum færi hefðbundið einnar hæðar hús algjörlega undir vatn, eins og við sýndum í fréttum Stöðvar 2. Kvíðavaldandi bið Aníta og fjölskylda hafa undirbúið sig vel. Hlerar hafa verið settir fyrir alla glugga og baðkör fyllt til að tryggja neysluvatn. Þá hafa þau útbúið sér svefnstað við sérstök „fellibylsherbergi" í húsinu, herbergi sem ekki eru með útvegg sem hægt er að leita skjóls í. Bensínrafstöð verður einnig tekin í gagnið. „Við erum mjög háð rafmagni af því að við erum með einstakling í fölskyldunni [barnung dóttir Anítu] sem notast við súrefni þannig að við erum mjög undirbúin þegar verður rafmagnslaust. Og ég segi þegar verður rafmagnslaust af því það er bara vitað að það verði,“ segir Aníta. Og nú hefst þungbær bið eftir því að ósköpin skelli á. „Þetta er kvíðavaldandi,“ segir Aníta og kemst við. „sérstaklega þegar við erum svona háð rafmagni.“ Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9. október 2024 17:24 Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. 9. október 2024 07:11 Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. 8. október 2024 22:24 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
„Ég er með áríðandi skilaboð til íbúa Flórída. Fellibylurinn Milton verður mannskæður og katastrófískur. Hann mun hafa í för með sér gríðarlegan áhlaðanda, ægilegan vind og alvarleg flóð á leið sinni yfir Flórídaríki,“ sagði Deanne Criswell, yfirmaður almannavarna í Bandaríkjunum í ávarpi í dag. Reiknað er með að hinn katastrófíski Milton gangi á land í Flórída seint í kvöld, eða í kringum sex í fyrramálið að íslenskum tíma. Aníta Björk Káradóttir er stödd ásamt fjölskyldu sinni í mánaðarlöngu fríi í úthverfi borgarinnar Tampa, sem óttast er að fari einna verst úti úr fellibylnum. Aníta lýsir mikilli örvæntingu á svæðinu; vatn, bleyjur, þurrmjólk og aðrar nauðsynjavörur eru víðast hvar nær uppseldar. „Það virðast allir vera í einhvers konar panikkástandi. Og eins og með bensín, það er ekki til bensín til í þrjú til fjögur hundruð kílómetra radíus hjá okkur. Þannig að ef við myndum vilja fara eitthvert þá væri erfitt að komast og við gætum orðið bara strandaglópar,“ segir Aníta. Vatn í upp undir fjögurra metra hæð Þau fjölskyldan eru ekki stödd á rýmingarsvæði en gerðu raunar tilraun til að flýja í gærkvöldi. Þau voru stöðvuð, þar sem slysahætta er úti á vegum og eldsneyti af skornum skammti, eins og áður hefur komið fram. Eitt helsta áhyggjuefni sérfræðinga eru flóðin sem Milton gæti haft í för með sér. Verstu spár reikna með að vatn nái mest þriggja til fjöggurra og hálfs metra hæð við Tampaströndina. Undir þeim kringumstæðum færi hefðbundið einnar hæðar hús algjörlega undir vatn, eins og við sýndum í fréttum Stöðvar 2. Kvíðavaldandi bið Aníta og fjölskylda hafa undirbúið sig vel. Hlerar hafa verið settir fyrir alla glugga og baðkör fyllt til að tryggja neysluvatn. Þá hafa þau útbúið sér svefnstað við sérstök „fellibylsherbergi" í húsinu, herbergi sem ekki eru með útvegg sem hægt er að leita skjóls í. Bensínrafstöð verður einnig tekin í gagnið. „Við erum mjög háð rafmagni af því að við erum með einstakling í fölskyldunni [barnung dóttir Anítu] sem notast við súrefni þannig að við erum mjög undirbúin þegar verður rafmagnslaust. Og ég segi þegar verður rafmagnslaust af því það er bara vitað að það verði,“ segir Aníta. Og nú hefst þungbær bið eftir því að ósköpin skelli á. „Þetta er kvíðavaldandi,“ segir Aníta og kemst við. „sérstaklega þegar við erum svona háð rafmagni.“
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9. október 2024 17:24 Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. 9. október 2024 07:11 Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. 8. október 2024 22:24 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9. október 2024 17:24
Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. 9. október 2024 07:11
Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. 8. október 2024 22:24