Lögregla upplýsir ekki um notkun andlitsgreiningarhugbúnaðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 13:00 Margir eru uggandi yfir því að andlitsgreiningarbúnaður muni grafa verulega undan friðhelgi einkalífsins. Getty/NurPhoto/Joan Cros Fjöldi Bandaríkjamanna hefur verið handtekinn grunaður um glæp eftir að myndir af þeim hafa komið upp við leit í gagnagrunnum á grundvelli andlitsgreiningarhugbúnaðs. Rannsókn Washington Post hefur hins vegar leitt í ljós að margir þeirra eru ekki upplýstir um notkun hugbúnaðarins, sem er ekki síst áhyggjuefni þar sem hann hefur reynst ófullkominn og „fordómafullur“. Blaðamenn WP óskuðu eftir upplýsingum frá yfir 100 lögregluembættum sem hafa gengist við því opinberlega að nýta sér umræddan hugbúnað en aðeins þrjátíu urðu við gagnabeiðninni. Flest neituðu að svara spurningum um notkun þeirra á búnaðinum. Nokkur sögðust notast við hugbúnaðinn en aldrei handtaka fólk aðeins út frá andlitsgreiningarniðurstöðum. Hins vegar virðast mörg embætti hafa freistað þess að fela það í skýrslum að hversu miklu leiti þau reiða sig á umrædd gögn við handtökur og rannsókn mála. Vitað er um sjö Bandaríkjamenn sem hafa verið handteknir á grundvelli niðurstaða andlitsgreiningar en þar af voru sex svartir. Vitað er að búnaðurinn á erfiðara með að bera kennsl á svarta, konur og aldraða. Sumir komust aðeins að því að búnaðurinn hafði verið notaður þegar lögregla gaf það óvart upp. Michael Jordan og teiknimynd komu upp við leit Meðal handteknu var Quran Reid, sem var handtekinn fyrir að nota stolin greiðslukort til að greiða fyrir lúxusvörur í Louisiana. Lögreglumaður reit skýrslu undir eiði um að „örugg heimild“ hefði bent honum á Reid, sem var á þessum tíma 28 og bjó í Atlanta. Reid hafði aldrei komið til Louisiana. Hann man eftir því að hafa spurt að því hvernig bönd hefðu borist að honum en ekki fengið svör. Hugbúnaðurinn sem um ræðir er notaður til að bera mynd eða stillu úr myndskeiði saman við myndir í ýmsum gagnabönkum, til að mynda handtökumyndir og myndir af ökuskírteinum. Það skilar síðan lista yfir einstaklinga sem þykja líkjast grunaða. Clearview AI, sem sópar í gegnum umfangsmikið magn mynda á netinu, er meðal þeirra forrita sem vitað er að lögregla notar en samkvæmt WP hefur það meðal annars skilað mynd af Michael Jordan og teiknimynd af svörtum manni við leit að glæpamanni. Samkvæmt reglum vestanhafs ber saksóknurum að upplýsa ákærðu um öll gögn er þykja benda til sakleysis þeirra eða dregið úr þyngd þeirrar refsingar sem þeim yrði mögulega gerð. Dómstólar hafa hins vegar ekki verið sammála í úrskurðum sínum um hvort yfirvöld þurfa að upplýsa um notkun andlitsgreiningarbúnaðs. Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post um málið. Persónuvernd Lögreglan Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Rannsókn Washington Post hefur hins vegar leitt í ljós að margir þeirra eru ekki upplýstir um notkun hugbúnaðarins, sem er ekki síst áhyggjuefni þar sem hann hefur reynst ófullkominn og „fordómafullur“. Blaðamenn WP óskuðu eftir upplýsingum frá yfir 100 lögregluembættum sem hafa gengist við því opinberlega að nýta sér umræddan hugbúnað en aðeins þrjátíu urðu við gagnabeiðninni. Flest neituðu að svara spurningum um notkun þeirra á búnaðinum. Nokkur sögðust notast við hugbúnaðinn en aldrei handtaka fólk aðeins út frá andlitsgreiningarniðurstöðum. Hins vegar virðast mörg embætti hafa freistað þess að fela það í skýrslum að hversu miklu leiti þau reiða sig á umrædd gögn við handtökur og rannsókn mála. Vitað er um sjö Bandaríkjamenn sem hafa verið handteknir á grundvelli niðurstaða andlitsgreiningar en þar af voru sex svartir. Vitað er að búnaðurinn á erfiðara með að bera kennsl á svarta, konur og aldraða. Sumir komust aðeins að því að búnaðurinn hafði verið notaður þegar lögregla gaf það óvart upp. Michael Jordan og teiknimynd komu upp við leit Meðal handteknu var Quran Reid, sem var handtekinn fyrir að nota stolin greiðslukort til að greiða fyrir lúxusvörur í Louisiana. Lögreglumaður reit skýrslu undir eiði um að „örugg heimild“ hefði bent honum á Reid, sem var á þessum tíma 28 og bjó í Atlanta. Reid hafði aldrei komið til Louisiana. Hann man eftir því að hafa spurt að því hvernig bönd hefðu borist að honum en ekki fengið svör. Hugbúnaðurinn sem um ræðir er notaður til að bera mynd eða stillu úr myndskeiði saman við myndir í ýmsum gagnabönkum, til að mynda handtökumyndir og myndir af ökuskírteinum. Það skilar síðan lista yfir einstaklinga sem þykja líkjast grunaða. Clearview AI, sem sópar í gegnum umfangsmikið magn mynda á netinu, er meðal þeirra forrita sem vitað er að lögregla notar en samkvæmt WP hefur það meðal annars skilað mynd af Michael Jordan og teiknimynd af svörtum manni við leit að glæpamanni. Samkvæmt reglum vestanhafs ber saksóknurum að upplýsa ákærðu um öll gögn er þykja benda til sakleysis þeirra eða dregið úr þyngd þeirrar refsingar sem þeim yrði mögulega gerð. Dómstólar hafa hins vegar ekki verið sammála í úrskurðum sínum um hvort yfirvöld þurfa að upplýsa um notkun andlitsgreiningarbúnaðs. Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post um málið.
Persónuvernd Lögreglan Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira