Harry og Meghan séu ekki að skilja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2024 11:03 Harry og Meghan sjást í síauknum mæli í sitthvoru lagi. EPA-EFE/ERNESTO GUZMAN Frægustu hjón veraldar, hertogahjónin Harry og Meghan, eru ekki að skilja jafnvel þó að athygli hafi vakið að þau séu nú farin að gera hluti meira í sitthvoru lagi. Þetta segir Guðný Ósk Laxdal, sérlegur sérfræðingur í málum konungsfjölskyldunnar. Tilefnið eru umfjallanir erlendra slúðurmiðla þar sem því er veitt athygli að hjónin séu farin að sjást æ oftar opinberlega í sitthvoru lagi. Harry er nú staddur í Afríku við góðgerðarstörf sín á meðan hefur Meghan meðal annars látið sjá sig á barnaspítala í Los Angeles svo eftir hefur verið tekið. Ekkert að gerast „Það er ekkert að gerast hjá Harry og Meghan en þau selja rosalega vel. Þau eru fyrirsögnin sem fólk klikkar á,“ segir Guðný Ósk Laxdal í Bítinu á Bylgjunni. Hún hefur undanfarin ár haldið úti Instagram reikningnum Royal Icelander og fylgist meira með málum konungsfjölskyldunnar heldur en flestir. „Ef það er frétt um Harry og Meghan, fólk er forvitið um þau. Það er ekkert að gerast hjá þeim núna, þau eru ekki að gagnrýna konungsfjölskylduna og þá er það búið til.“ Guðný bendir á að flest hjón vinni í sitthvoru lagi í nútímasamfélagi. Harry hafi alltaf haft sterk tengsl í Afríku og sé þar að sinna sínum góðgerðarstörfum. Meghan sé að vinna að ýmsu, sem mismikil leynd ríki yfir. Hún hafi meðal annars gert samning við umboðsskrifstofu í Bandaríkjunum. Þau vinni bæði að því að bæta ímynd sína. „Harry og Meghan eiga svolítið ekki sjéns. Þau eiga líka í smá stríði við fjölmiðla, sérstaklega í Bretlandi. Það er erfitt að taka mark á því sem er skrifað um Harry og Meghan af því að það er alltaf slæmt,“ segir Guðný. Hún segist spá því að þau muni halda áfram saman, að þau muni ekki skilja. Það styrki þau líklega hvað heimurinn virðist oft vera á móti þeim. Bítið Kóngafólk Bandaríkin Bretland Harry og Meghan Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Tilefnið eru umfjallanir erlendra slúðurmiðla þar sem því er veitt athygli að hjónin séu farin að sjást æ oftar opinberlega í sitthvoru lagi. Harry er nú staddur í Afríku við góðgerðarstörf sín á meðan hefur Meghan meðal annars látið sjá sig á barnaspítala í Los Angeles svo eftir hefur verið tekið. Ekkert að gerast „Það er ekkert að gerast hjá Harry og Meghan en þau selja rosalega vel. Þau eru fyrirsögnin sem fólk klikkar á,“ segir Guðný Ósk Laxdal í Bítinu á Bylgjunni. Hún hefur undanfarin ár haldið úti Instagram reikningnum Royal Icelander og fylgist meira með málum konungsfjölskyldunnar heldur en flestir. „Ef það er frétt um Harry og Meghan, fólk er forvitið um þau. Það er ekkert að gerast hjá þeim núna, þau eru ekki að gagnrýna konungsfjölskylduna og þá er það búið til.“ Guðný bendir á að flest hjón vinni í sitthvoru lagi í nútímasamfélagi. Harry hafi alltaf haft sterk tengsl í Afríku og sé þar að sinna sínum góðgerðarstörfum. Meghan sé að vinna að ýmsu, sem mismikil leynd ríki yfir. Hún hafi meðal annars gert samning við umboðsskrifstofu í Bandaríkjunum. Þau vinni bæði að því að bæta ímynd sína. „Harry og Meghan eiga svolítið ekki sjéns. Þau eiga líka í smá stríði við fjölmiðla, sérstaklega í Bretlandi. Það er erfitt að taka mark á því sem er skrifað um Harry og Meghan af því að það er alltaf slæmt,“ segir Guðný. Hún segist spá því að þau muni halda áfram saman, að þau muni ekki skilja. Það styrki þau líklega hvað heimurinn virðist oft vera á móti þeim.
Bítið Kóngafólk Bandaríkin Bretland Harry og Meghan Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira