Bandaríkin

Fréttamynd

Sakar Wagner-hópinn um að not­færa sér á­standið í Níger

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins.

Erlent
Fréttamynd

Öflugt jökul­hlaup skolaði burt heilu húsunum

Engan sakaði þegar jökulhlaup hreif með sér íbúðarhús við bakka Mendenhall-árinnar í Juneau í Alaska í Bandaríkjunum um helgina. Hlaupið var mun kröftugra en fyrri flóð sem hafa orðið á undanförnum árum.

Erlent
Fréttamynd

Býður sig fram eftir „bar­áttu við djúp­ríkið“ á Ís­landi

Jeffrey Ross Gunter, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins til öldundadeildar Bandaríkjaþings fyrir hönd Nevada í þingkosningum sem fram fara samhliða forsetakosningum í landinu á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Eyddi formúgu fjár í Taylor Swift-miða sem voru ekki til

Miðar á yfirstandandi tónleikaferðalag Taylor Swift eru illfáanlegir og rándýrir vegna endursölusíðna. Bandarísk kona sem keypti miða á 1.400 dali (um 180 þúsund íslenskra króna) uppgötvaði eftir kaupin að miðarnir voru ekki til.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna.

Erlent
Fréttamynd

Báru kennsl á 27 ára gamlar líkams­leifar á Gil­go ströndinni

Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað.

Erlent
Fréttamynd

„Ég dó næstum því á Íslandi“

Bandaríski leikarinn Bowen Yang segist næstum hafa látið lífið hér á landi er hann var á hestbaki. Yang var staddur á Íslandi og var á hestbaki fyrir tökur á sjónvarpsþætti.

Lífið
Fréttamynd

Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína

Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu.

Erlent
Fréttamynd

Viður­kenna að þau hafi Tra­vis í haldi

Norður-kóresk stjórn­völd hafa viður­kennt í fyrsta sinn að þau hafi banda­ríska her­manninn Tra­vis King í haldi. Um er að ræða fyrstu svör þeirra við fyrir­spurnum Sam­einuðu þjóðanna um það hvar her­maðurinn sé niður­kominn.

Erlent
Fréttamynd

Braut sér leið út úr klefa eftir að hafa verið rænt

Alríkislögreglu Bandaríkjanna grunar að kona hafi bjargað kynsystrum sínum frá raðkynferðisafbrotamanni og mannræningja, með því að ná að brjóta sér leið út úr klefa á heimili mannsins. Hann er grunaður um kynferðisbrot í fimm ríkjum Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Sound of Freedom: Óvæntur smellur byggir á umdeildum grunni

Bandaríska kvikmyndin Sound of Freedom hefur aflað meiri tekna en stórmyndir eins og Mission Impossible – Dead Reckoning Part One og The Flash. Kvikmyndin var frumsýnd þann 4. júlí en síðan þá hefur hún halað inn nærri því 150 milljónum dala. Framleiðsla hennar er sögð hafa kostað einungis tæpar fimmtán milljónir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lizzo segir á­sakanir um fitu­s­mánun vera ó­sannar

Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt sem Lizzo, segir ásakanir sem settar voru fram af þremur fyrrverandi dönsurum hennar vera ósannar. Ásakanirnar snúa meðal annars að meintri kynferðislegri áreitni, fitusmánun og fjandsamlegu vinnuumhverfi.

Lífið
Fréttamynd

Bachelorette-stjarna komin með kærustu

Gabby Windey tók þátt í raunveruleikaþættinum The Bachelorette á síðasta ári. Þar kynntist hún þrjátíu og tveimur mönnum og ákvað að lokum að trúlofast einum þeirra. Það samband entist þó ekki lengi og er Gabby nú komin með kærustu.

Lífið