Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2025 14:35 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Bandarískur alríkisdómari meinaði í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að nota lög frá lokum átjándu aldar til að gera auðveldara að flytja farand- og flóttafólk úr landi. Skipaði hann ríkisstjórn Trumps að snúa við flugvélum með fólki sem verið var að flytja úr landi. Umrædd lög eru frá 1798 en Trump skrifaði undir tilskipun á föstudaginn um að beita þeim og sérstaklega gegn farandfólki frá Venesúela. Ríkisstjórnin opinberaði þó ekki ákvörðunina fyrr en í gær, eftir að hjálparsamtök höfðuðu mál gegn ríkisstjórninni vegna skipunarinnar. Samkvæmt lögunum getur forseti farið fram hjá hefðbundnum dómsferlum og vísað öllum sem eru fjórtán ára og eldri frá ríkjum sem skilgreind eru „óvinveitt“ úr landi án mikillar fyrirhafnar. Í yfirlýsingunni sagði Trump fólkið frá Venesúela ógna Bandaríkjunum og vísaði til Tren de Aragua, alræmds glæpagengis frá landinu. Sagði hann gengið eiga í óhefðbundnum hernaði við Bandaríkin, fyrir hönd Nicolas Maduro, einræðisherra Venesúela. Ríkisstjórn Trumps hefur komist að samkomulagi við yfirvöld í El Salvador um að taka á móti um þrjú hundruð meintum meðlimum Tren de Araga og halda þeim í fangelsi, fyrir um sex milljónir á ári. Þetta er í fyrsta sinn frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem lögunum frá 1798 hefur verið beitt. Þá var þeim beitt gegn fólki sem átti rætur að rekja til Þýskalands, Austurríkis, Japan og Ítalíu. Þau voru notuð til að halda rúmlega hundrað þúsund manns af japönskum uppruna í fangabúðum. Lögunum hefur einungis þrisvar sinnum verið beitt og alltaf á stríðstímum. Nokkrum klukkustundum síðar komst áðurnefndur alríkisdómari að þetta mætti Trump ekki gera og skipaði hann ríkisstjórninni að flytja þá sem verið var að flytja úr landi aftur til Bandaríkjanna. Washington Post segir úrskurði dómarans fljótt hafa verið áfrýjað. Dómsmálaráðuneytið segir úrskurðinn vera „hættulegan átroðning“ inn á valdsvið forsetans og rétt hans til að vísa hættulegu fólki sem ógni öryggi Bandaríkjamanna úr landi. Vilja bola dómurum á brott Dómarar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps frá því hann tók við embætti í janúar en þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins hefur mótspyrnan þaðan verið engin. Samhliða þessu hafa talsmenn Trumps og ráðgjafar farið sífellt harðari orðum um bandaríska dómara. Ítrekað hafa þeir ekki eingöngu sagt dómarana hafa rangt fyrir sér heldur gefið í skyn og sagt með berum orðum að dómarar séu sjálfir að brjóta lög með því að úrskurða á þann veg að Trump sé að fara gegn lögum. Eins og farið er yfir í grein Wall Steet Journal hafa Trump-liðar ítrekað sakað dómara um að reyna að hrifsa völd af Trump en enginn hefur gengið lengra í þeim efnum en Elon Musk, auðjöfurinn og náinn bandamaður Trumps. Hann hefur meðal annars haldið því fram að aðgerðir dómara sem úrskurðað hafa gegn Trump séu að grafa undan lýðræðinu. Að dómstólar séu að taka sér einræðisvald og að nauðsynlegt sé að bola þessum dómurum úr starfi. Fleiri hótanir Árásir þessar hafa ekki eingöngu beinst að dómurum sem skipaðir voru í embætti af forsetum úr Demókrataflokknum heldur einnig að dómurum sem skipaðir voru af Repúblikönum. Trump hefur gengið hart og mjög hratt fram í störfum sínum og látið verulega reyna á takmarkanir á valdi forsetaembættisins. Dómskerfinu hefur gengið illa að halda í við hraðann og nú þegar eru fleiri en hundrað mál sem hafa verið höfðuð vegna aðgerða hans í meðferð innan dómskerfisins. Þeir sem höfða málin hafa í meira mæli farið fram á það í upphafi mála að dómarar setji tímabundið lögbann á Trump vegna málanna, á þeim grundvelli að hann geti í raun gert það sem hann ætlar sér áður en málaferlunum lýkur, enda getur það tekið einhverja mánuði eða jafnvel ár. Í grein WSJ er haft eftir dómurum að þeir taki áðurnefnd ummæli og hótanir sem fylgi þeim iðulega eftir alvarlega. Þeir segja hótunum og ógnunum hafa fjölgað töluvert á undanförnum árum. Bandaríkin Donald Trump Venesúela Flóttamenn El Salvador Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Umrædd lög eru frá 1798 en Trump skrifaði undir tilskipun á föstudaginn um að beita þeim og sérstaklega gegn farandfólki frá Venesúela. Ríkisstjórnin opinberaði þó ekki ákvörðunina fyrr en í gær, eftir að hjálparsamtök höfðuðu mál gegn ríkisstjórninni vegna skipunarinnar. Samkvæmt lögunum getur forseti farið fram hjá hefðbundnum dómsferlum og vísað öllum sem eru fjórtán ára og eldri frá ríkjum sem skilgreind eru „óvinveitt“ úr landi án mikillar fyrirhafnar. Í yfirlýsingunni sagði Trump fólkið frá Venesúela ógna Bandaríkjunum og vísaði til Tren de Aragua, alræmds glæpagengis frá landinu. Sagði hann gengið eiga í óhefðbundnum hernaði við Bandaríkin, fyrir hönd Nicolas Maduro, einræðisherra Venesúela. Ríkisstjórn Trumps hefur komist að samkomulagi við yfirvöld í El Salvador um að taka á móti um þrjú hundruð meintum meðlimum Tren de Araga og halda þeim í fangelsi, fyrir um sex milljónir á ári. Þetta er í fyrsta sinn frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem lögunum frá 1798 hefur verið beitt. Þá var þeim beitt gegn fólki sem átti rætur að rekja til Þýskalands, Austurríkis, Japan og Ítalíu. Þau voru notuð til að halda rúmlega hundrað þúsund manns af japönskum uppruna í fangabúðum. Lögunum hefur einungis þrisvar sinnum verið beitt og alltaf á stríðstímum. Nokkrum klukkustundum síðar komst áðurnefndur alríkisdómari að þetta mætti Trump ekki gera og skipaði hann ríkisstjórninni að flytja þá sem verið var að flytja úr landi aftur til Bandaríkjanna. Washington Post segir úrskurði dómarans fljótt hafa verið áfrýjað. Dómsmálaráðuneytið segir úrskurðinn vera „hættulegan átroðning“ inn á valdsvið forsetans og rétt hans til að vísa hættulegu fólki sem ógni öryggi Bandaríkjamanna úr landi. Vilja bola dómurum á brott Dómarar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps frá því hann tók við embætti í janúar en þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins hefur mótspyrnan þaðan verið engin. Samhliða þessu hafa talsmenn Trumps og ráðgjafar farið sífellt harðari orðum um bandaríska dómara. Ítrekað hafa þeir ekki eingöngu sagt dómarana hafa rangt fyrir sér heldur gefið í skyn og sagt með berum orðum að dómarar séu sjálfir að brjóta lög með því að úrskurða á þann veg að Trump sé að fara gegn lögum. Eins og farið er yfir í grein Wall Steet Journal hafa Trump-liðar ítrekað sakað dómara um að reyna að hrifsa völd af Trump en enginn hefur gengið lengra í þeim efnum en Elon Musk, auðjöfurinn og náinn bandamaður Trumps. Hann hefur meðal annars haldið því fram að aðgerðir dómara sem úrskurðað hafa gegn Trump séu að grafa undan lýðræðinu. Að dómstólar séu að taka sér einræðisvald og að nauðsynlegt sé að bola þessum dómurum úr starfi. Fleiri hótanir Árásir þessar hafa ekki eingöngu beinst að dómurum sem skipaðir voru í embætti af forsetum úr Demókrataflokknum heldur einnig að dómurum sem skipaðir voru af Repúblikönum. Trump hefur gengið hart og mjög hratt fram í störfum sínum og látið verulega reyna á takmarkanir á valdi forsetaembættisins. Dómskerfinu hefur gengið illa að halda í við hraðann og nú þegar eru fleiri en hundrað mál sem hafa verið höfðuð vegna aðgerða hans í meðferð innan dómskerfisins. Þeir sem höfða málin hafa í meira mæli farið fram á það í upphafi mála að dómarar setji tímabundið lögbann á Trump vegna málanna, á þeim grundvelli að hann geti í raun gert það sem hann ætlar sér áður en málaferlunum lýkur, enda getur það tekið einhverja mánuði eða jafnvel ár. Í grein WSJ er haft eftir dómurum að þeir taki áðurnefnd ummæli og hótanir sem fylgi þeim iðulega eftir alvarlega. Þeir segja hótunum og ógnunum hafa fjölgað töluvert á undanförnum árum.
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Flóttamenn El Salvador Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira