Ofbeldi barna

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Miðað við þær athugasemdir og ummæli sem ég hef verið að lesa á samfélagsmiðlum landsins við þá frétt hefur fólk sterkar skoðanir á málefnum ungra afbrotamanna hér á landi í dag og sér í lagi þegar þau fremja jafn alvarlegt sem þetta afbrot er, þó svo að mér finnist ríkisvaldið ekki hafa staðið sig við að veita þá stoðþjónustu sem þarf til að koma í veg fyrir að svona gerist.

Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp
Sautján ára piltur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Afbrotafræðingur segir dóminn þungan miðað við aldur drengsins.

Mun sjá eftir árásinni alla ævi
Piltur sem hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að verða Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana og stinga tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra játaði að stinga þau þrjú. Hann las yfirlýsingu í þinghaldi málsins þar sem hann sagði að um væru að ræða stærstu mistök lífs hans.

Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru
Sautján ára piltur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra.

Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda
Dómur í máli konu, sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, stendur. Hún á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann, þrátt fyrir að hafa slasast eftir að hafa stöðvað hlaup nemandans með valdi.

Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum
Breskir kennarar segja áhrifavalda á samfélagsmiðlum hafa leitt til aukins kvenhaturs og rasisma í skólum. Samfélagsmiðlar séu ein helsta ástæðan fyrir slæmri hegðun nemenda og einelti.

Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti
Þingmaður Viðreisnar vill að nýr barnamálaráðherra skoði það að alvöru að reka aftur meðferðarheimili fyrir börn að Háholti í Skagafirði. Skrítið sé að nýta húsnæðið ekki á meðan málaflokkurinn er á jafnslæmum stað og hann er núna.

Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús
Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Sveitarstjóri telur húsið henta vel sem meðferðarheimili fyrir börn en ríkið hefur hingað til ekki haft áhuga á því. Hann vonar að nýr ráðherra endurskoði þá afstöðu.

Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað
25 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa á árunum 2014 til 2017 beitt náfrænku sína margvíslegu og grófu kynferðisofbeldi. Hann meðal annars nauðgaði stúlkunni ítrekað og lét hana hafa þvaglát upp í hann. Aldur stúlkunnar er ekki gefinn upp en fyrir liggur hún er enn ekki orðin átján ára.

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Ég las nýlega viðtal á Vísi við rapparann Kilo (Garðar Eyfjörð) þar sem hann talaði um spilafíkn og ábyrgð áhrifavalda.Frásögn Kilo sló mig svakalega.

Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn
Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis segir bresku sjónvarpsþættina Adolescense ekki henta vel til að sýna börnum eða ungmennum í forvarnarskyni. Þættirnir séu gott innlegg í samfélagslega umræðu en það réttlæti ekki að sýna þá börnum eða ungmennum. Þeir geti vakið ólík viðbrögð hjá ólíkum börnum byggt á upplifunum þeirra eða reynslu.

Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður
Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn yngri systur sinni á árunum 2003 til 2007. Hann gekkst við því að hafa brotið gegn systur sinni en ekki eftir að hann varð fimmtán ára og þar með sakhæfur. Dómurinn taldi ekki sannað að hann hefði brotið gegn systurinni á þeim árum sem ákært var fyrir og sýknaði hann af þeim sökum.

„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“
Í ár rennur allur ágóði góðgerðarpizzu Domino´s í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Sala pizzunnar hefst á morgun, mánudaginn 7. apríl og stendur til 10. apríl. Bryndís Klara var starfsmaður Domino's.

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Síðastliðnar vikur hafa fjölmargar fréttir birst um ofbeldi, áreitni og einelti meðal ungmenna. Þetta er því miður ekkert nýtt vandamál – slíkt virðist hafa aukist á undanförnum árum og er nú veruleiki sem snertir samfélagið allt. Í kjölfar alvarlegra atvika má oft greina ákveðið mynstur í fjölmiðlaumfjöllun: spjótin beinast að Breiðholti.

Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur
Síður á Instagram sem birta myndskeið af ofbeldi meðal barna spretta upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Að sögn lögreglunnar er töluvert um að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál, en þolendur geta verið allt niður í tíu ára gamlir.

Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða
Fyrstu stöðuskýrslu frá aðgerðahóp vegna ofbeldis meðal barna hefur verið skilað. 25 aðgerðir hafa verið samþykktar til að sporna gegn ofbeldi meðal barna og gegn börnum. Aðgerðahópurinn var stofnaður í júní 2024 með það að markmiði að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi meðal barna og ungmenna.

Þegar barn óttast önnur börn
Nýlega varð barn fyrir árás frá öðrum börnum utan skólatíma. Málið er grafalvarlegt og líklegt að barnið sem fyrir árásinni varð hafi hlotið skaða af jafnvel til lengri tíma. Árásir utan skólatíma eru sérlega erfiðar.

Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla
Lögregla var kölluð til við Seljaskóla í Reykjavík eftir hádegið vegna barna sem mættu óboðin á skólalóðina og höfðu í hótunum við ellefu til þrettán ára gömul börn á miðstigi skólans. Töldu einhverjir nemendur móta fyrir hníf í buxnastreng óboðnu gestanna.

Færni til framtíðar
Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér.

Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið
Upplifun barna af réttarkerfinu er oft neikvæðari en mat stofnana á sinni eigin framkvæmd gefur til kynna. Niðurstöður nýrrar skýrslu umboðsmanns barna benda til þess að börn upplifi sig oft vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið og upplifi sig ekki sem raunverulega þátttakendur í málsmeðferð. Úttektin sýnir einnig að íslenskt réttarkerfi uppfyllir ekki að fullu alþjóðlegar skuldbindingar um barnvæna réttarvörslu.

Umbun er sama og afleiðing
Í dag stendur íslenskt samfélag á mikilvægum tímamótum. Hávær umræða um hegðunarvanda barna og ungmenna eykst með hverjum deginum, og sífellt alvarlegri fréttir um vaxandi ofbeldi og agaleysi vekja áleitnar spurningar.

Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu
Hópur foreldra í Breiðholti hefur tekið sig saman um að fjölmenna í reglulegt foreldrarölt í hverfinu til að lægja ofbeldisöldu meðal barna og ungmenna sem gengur þar yfir. Formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla segist vongóð um að röltið marki kaflaskil í hverfinu.

Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu
Sálfræðingurinn Hulda Jónsdóttir Tölgyes safnar nú fyrir útgáfu spilsins Vinaskógar sem ætlað er börnum á yngsta stigi grunnskóla. Hulda segist með spilinu vilja hjálpa foreldrum að njóta stundar með börnunum sínum í ró og næði og hvetja börn og fjölskyldur til að rækta tengslin.

Börn hafi reynt að drepa önnur börn
Hermann Arnar Austmar, foreldri í Breiðholti, segir að það hafi komið upp atvik tengd ofbeldisöldu ungmenna í hverfinu, sem hefur verið sérstaklega tengd Breiðholtsskóla, þar sem hann telur að börn hafi reynt að ráða önnur börn af dögum.

Öll börn eiga rétt á öryggi
Undanfarnar vikur hafa verið fluttar hræðilegar og sorglegar fréttir af ofbeldi meðal barna þar sem hæst hefur borið á málefnum tiltekins grunnskóla og hverfi borgarinnar. Rétt er að rifja upp að eitt af aðalmarkmiðum laga um grunnskóla, sem og reglugerðar þar um, er að tryggja öryggi barna, bæði í skólum og nærumhverfi þeirra.

Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann
Fjórtán ára drengur átti fótum sínum fjör að launa er hópur drengja undir fimmtán ára aldri réðust á hann fyrir utan Fjörð verslunarmiðstöð í Hafnarfirði í gærkvöldi. Áverkar drengsins eru minniháttar en gerendurnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.

Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum
Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag.

Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skólar eigi að vera griðastaður barna, en ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman. Hann gerði ofbeldisvandann í Breiðholtsskóla að umtalsefni á Alþingi í dag, en hann segir að fullorðið fólk á góðum launum í stjórnsýslunni ráði ekki við erfið mál og kasti þeim frá sér.

Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin.

„Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins
Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla.