„Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. júlí 2025 09:05 Margrét hefur rannsakað afbrot ungmenna um árabil. Bylgjan Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir hefndarhegðun vaxandi ógn og hættulegan vítahring. Skaðleg hegðun ungmenna hafi aukist. Það þurfi að auka forvarnir og bregðast við fyrr. Slæmar hugmyndir og hegðun dreifist hratt á samfélagsmiðlum en það sé hægt að nota þá líka til að dreifa góðum hugmyndum hratt. Margrét Valdimarsdóttir ræddi þessi mál í Bítinu í morgun og rifjaði þar upp þegar það var skotárás á bílaplani við Skólavörðustíg fyrir þremur árum. Hún segir að þegar hún heyrði þessa frétt hafi hún verið svo sjokkeruð. Þarna hafi verið um að ræða unga drengi, enginn orðinn tvítugur, og sá sem hafi verið skotinn hafi verið alvarlega slasaður „Þetta var eins og maður væri að heyra frétt úr höfuðborg í einhverju allt öðru landi,“ segir Margrét. Ef fréttin birtist í dag myndi henni ekki bregða eins. Hún segir óvenju margar alvarlegar árásir hafa átt sér stað síðustu ár, þar sem ungt fólk á í hlut og vopnum er beitt. Það sé ekki þannig að fjölmiðlar séu meira að fjalla um þessi mál heldur séu þessi mál það alvarleg að fjölmiðlar myndu alltaf fjalla um þau. Hún segir það áhyggjuefni að alvarlegum atvikum þar sem börn eiga í hlut hefur fjölgað. Þar sem þau eru beitt ofbeldi, þar sem þau beita ofbeldi sjálf eða eru í skaðlegi hegðun. Afleiðingarnar sé hægt að sjá í fangelsunum og skýringarnar séu margar. En ein skýring sé að ungt fólk er stærri hópur, hlutfallslega, en hann hefur verið áður. Það hafi verið slakað á í forvörnum eftir hrun og afleiðingar séu að koma fram núna. Samfélagsmiðlar hafi einnig áhrif og fyrir fólk sem vinni í forvörnum sé það ný áskorun. „Skaðleg hegðun, skaðlegar hugmyndir og vondar hugmyndir dreifast svo svakalega hratt núna.“ Áður fyrr hafi mikið verið talað um ofbeldisfullar bíómyndir eða tölvuleiki en núna séu það samfélagsmiðlar. Það sé tekin upp alvöru árás og henni dreift á samfélagsmiðlum eða jafnvel send út í beinni. Margrét segir þessa hegðun einhvern veginn draga úr alvarleikanum, að það fari manna á milli. „Góðar hugmyndir ættu alveg að geta ferðast jafn hratt manna á milli,“ segir Margrét og að það sé þörf á að nota nýjungar í forvörnum. Brugðist of seint við Hún segir starfandi aðgerðahópa og stjórnvöld séu í átaki en það hafi hafist aðeins of seint. Ríkislögreglustjóri hafi nýtt sér samfélagsmiðla til að koma skilaboðum áleiðis. Hún segir flesta unglinga í dag í góðri stöðu og ekki beita ofbeldi. En það sé algengt að meðal unglinga séu hugmyndir um að það sé mikilvægt að verja sig og hefna sín. „Við búum í heimi í dag og tíma þar sem er mikil ólga. Þetta er hugmyndin sem leiðtogar heimsins hafa en við sem foreldrar verðum að vera góðar fyrirmyndir.“ Hún segist hafa verið að skoða þessi mál um árabil og síðast þegar hún ræddi við ungt fólk hafði stór hluti borið vopn, þá helst hníf, og flestir sagt að þau ætluðu ekki að nota hann en þau þyrftu að vera með hníf eða vopn því svo margir aðrir væru með vopn, til að verja sig. „Þetta er vítahringur. Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin.“ Hvað varðar árás fanga á fjóra fangaverði í síðustu viku segir Margrét það tengjast almennt stöðu fangelsismálakerfisins. Það séu fleiri ungir afbrotamenn í kerfinu með þunga dóma og fleiri því þannig í fangelsi. Það sé aðeins eitt lokað fangelsi á Íslandi, Litla-Hraun, fyrir karlmenn. Hólmheiði eigi að vera gæsluvarðhaldsfangelsi og kvennafangelsi en sé nýtt fyrir fólk sem á að vísa úr landi til dæmis. „Okkur vantaði nýtt fangelsi á Íslandi fyrir tíu árum, það er verið að byggja það núna, en það er bara tíu árum of seint,“ segir Margrét. Hún segir starfsfólk fangelsa vinna gríðarlega gott starf en það sé of mikið plássleysi. Það hafi þær afleiðingar að það sé ekki hægt að aðskilja fanga og hópa fanga. Auk þess sé ekki hægt að framfylgja agareglum þegar fangelsin eru full og fjölmargir á bið. Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Bítið Fangelsismál Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Margrét Valdimarsdóttir ræddi þessi mál í Bítinu í morgun og rifjaði þar upp þegar það var skotárás á bílaplani við Skólavörðustíg fyrir þremur árum. Hún segir að þegar hún heyrði þessa frétt hafi hún verið svo sjokkeruð. Þarna hafi verið um að ræða unga drengi, enginn orðinn tvítugur, og sá sem hafi verið skotinn hafi verið alvarlega slasaður „Þetta var eins og maður væri að heyra frétt úr höfuðborg í einhverju allt öðru landi,“ segir Margrét. Ef fréttin birtist í dag myndi henni ekki bregða eins. Hún segir óvenju margar alvarlegar árásir hafa átt sér stað síðustu ár, þar sem ungt fólk á í hlut og vopnum er beitt. Það sé ekki þannig að fjölmiðlar séu meira að fjalla um þessi mál heldur séu þessi mál það alvarleg að fjölmiðlar myndu alltaf fjalla um þau. Hún segir það áhyggjuefni að alvarlegum atvikum þar sem börn eiga í hlut hefur fjölgað. Þar sem þau eru beitt ofbeldi, þar sem þau beita ofbeldi sjálf eða eru í skaðlegi hegðun. Afleiðingarnar sé hægt að sjá í fangelsunum og skýringarnar séu margar. En ein skýring sé að ungt fólk er stærri hópur, hlutfallslega, en hann hefur verið áður. Það hafi verið slakað á í forvörnum eftir hrun og afleiðingar séu að koma fram núna. Samfélagsmiðlar hafi einnig áhrif og fyrir fólk sem vinni í forvörnum sé það ný áskorun. „Skaðleg hegðun, skaðlegar hugmyndir og vondar hugmyndir dreifast svo svakalega hratt núna.“ Áður fyrr hafi mikið verið talað um ofbeldisfullar bíómyndir eða tölvuleiki en núna séu það samfélagsmiðlar. Það sé tekin upp alvöru árás og henni dreift á samfélagsmiðlum eða jafnvel send út í beinni. Margrét segir þessa hegðun einhvern veginn draga úr alvarleikanum, að það fari manna á milli. „Góðar hugmyndir ættu alveg að geta ferðast jafn hratt manna á milli,“ segir Margrét og að það sé þörf á að nota nýjungar í forvörnum. Brugðist of seint við Hún segir starfandi aðgerðahópa og stjórnvöld séu í átaki en það hafi hafist aðeins of seint. Ríkislögreglustjóri hafi nýtt sér samfélagsmiðla til að koma skilaboðum áleiðis. Hún segir flesta unglinga í dag í góðri stöðu og ekki beita ofbeldi. En það sé algengt að meðal unglinga séu hugmyndir um að það sé mikilvægt að verja sig og hefna sín. „Við búum í heimi í dag og tíma þar sem er mikil ólga. Þetta er hugmyndin sem leiðtogar heimsins hafa en við sem foreldrar verðum að vera góðar fyrirmyndir.“ Hún segist hafa verið að skoða þessi mál um árabil og síðast þegar hún ræddi við ungt fólk hafði stór hluti borið vopn, þá helst hníf, og flestir sagt að þau ætluðu ekki að nota hann en þau þyrftu að vera með hníf eða vopn því svo margir aðrir væru með vopn, til að verja sig. „Þetta er vítahringur. Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin.“ Hvað varðar árás fanga á fjóra fangaverði í síðustu viku segir Margrét það tengjast almennt stöðu fangelsismálakerfisins. Það séu fleiri ungir afbrotamenn í kerfinu með þunga dóma og fleiri því þannig í fangelsi. Það sé aðeins eitt lokað fangelsi á Íslandi, Litla-Hraun, fyrir karlmenn. Hólmheiði eigi að vera gæsluvarðhaldsfangelsi og kvennafangelsi en sé nýtt fyrir fólk sem á að vísa úr landi til dæmis. „Okkur vantaði nýtt fangelsi á Íslandi fyrir tíu árum, það er verið að byggja það núna, en það er bara tíu árum of seint,“ segir Margrét. Hún segir starfsfólk fangelsa vinna gríðarlega gott starf en það sé of mikið plássleysi. Það hafi þær afleiðingar að það sé ekki hægt að aðskilja fanga og hópa fanga. Auk þess sé ekki hægt að framfylgja agareglum þegar fangelsin eru full og fjölmargir á bið.
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Bítið Fangelsismál Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent