
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar

Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu
Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga.

Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður
Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik.

Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar
Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær.

Hundrað manna starfsliði Karls tilkynnt um möguleg starfslok
Starfsliði Karls III, konungs Bretlands er sagt hafa verið tilkynnt að allt að hundrað manns af starfsliði sem vann hjá honum í konunglega bústaðnum Clarence House að það gæti misst vinnuna þegar starfsskyldur hans breytast í kjölfar andláts Elísabetar II Bretlandsdrottningar.

Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma
Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður.

Síðasta nótt drottningarinnar í Buckingham-höll
Kista Elísabetar II Englandsdrottningar er komin í Buckingham-höll, þar sem hún verður þar til á morgun. Börn drottningarinnar og barnabörn tóku á móti henni í höllinni, sem var heimili hennar frá því hún tók við embætti og til ársins 2020.

Handtekinn eftir pílagrímsferð til heiðurs drottningu
Jemenskur karlmaður var í gær handtekinn í heilögu borginni Mecca í Sádí-Arabíu er hann heimsótti Stóru moskuna. Maðurinn var þar að biðja til Allah og óska eftir því að hann myndi taka Elísabetu II Bretlandsdrottningu til himnaríkis.

Áhorf á Krúnuna eykst um 800 prósent
Áhorf á Netflix þættina Krúnan, eða The Crown, hefur aukist um 800 prósent frá því að Elísabet II Bretadrottning féll frá.

Börn drottningarinnar stóðu Vakt prinsanna
Karl þriðji Bretakonungur og systkini hans, börn Elísabetar II, stóðu vakt við líkkistu hennar í dómkirkju heilags Giles í Edinborg í Skotlandi síðdegis í dag. Um er að ræða hefð sem nær tæpa öld aftur í tímann.

Búið að fresta hjá Man United og Liverpool um næstu helgi
Þremur leikjum sem fram áttu að fara í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um komandi helgi hefur verið frestað. Þar á meðal er stórleikur Chelsea og Liverpool sem og leikur erkifjendanna Manchester United og Leeds United.

Leik Arsenal í Evrópudeildinni frestað
Leik Arsenal við PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í fótbolta hefur verið frestað sökum andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Óvissa er um leiki komandi helgar í ensku deildarkeppnunum.

Brosir vitandi að amma og afi séu sameinuð á ný
Harry prins, barnabarn Elísabetar II, hefur sent frá sér hjartnæma yfirlýsingu í kjölfar andláts ömmu sinnar. Hann segist vera þakklátur fyrir allar minningar sínar með henni.

Breskt landsliðsfólk þarf að læra annan texta
Fráfall Elísabetar Bretlandsdrottningar hefur haft sín áhrif á íþróttalífið í Bretlandi og ein breyting verður áberandi fyrir landsleiki og aðra viðburði þar sem Bretar kyrja þjóðsöng sinn.

Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar
Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum.

Boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá bresku krúnunni
Forsætisráðherra Antígva og Barbúda hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið vilji slíta sig frá bresku krúnunni nú þegar Elísabet önnur Bretadrottning er látin. Eyríkið er eitt fjórtán samveldisríkja sem hefur breska konunginn sem þjóðhöfðingja.

Líkkista drottningarinnar flutt frá Balmoral
Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar.

Vilhjálmur, Katrín, Harry og Meghan heilsa fólki við Windsor
Vilhjálmur Bretaprins, eiginkona hans Katrín prinsessa, Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan eru að heilsa upp á almenning, sem hefur komið sér fyrir fyrir utan Windsor kastala.

Elísabet verður jarðsungin 19. september
Elísabet önnur Bretadrottning verður jarðsungin frá dómkirkjunni Westminster Abbey mánudaginn 19. september næstkomandi.

Vilhjálmur um andlát drottningarinnar: „Hún var hjá mér þegar ég upplifði verstu daga lífs míns“
Vilhjálmur Bretaprins hefur gefið út yfirlýsingu vegna andláts Elísabetar annarrar Bretadrottningar á Instagram. Þar segir hann meðal annars að heimurinn hafi misst mikinn leiðtoga en hann hafi hins vegar misst ömmu sína.

Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins
Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess.

Karl III verður formlega konungur
Karl III verður lýstur konungur yfir Bretlandi klukkan 9.00 á íslenskum tíma í dag, þegar arftakaráð, sérstök nefnd um valdaskipti, kemur formlega saman.

Minnast kímni drottningarinnar
Heimurinn allur minnist nú Elísabetar II Bretlandsdrottningar sem lést í gær 96 ára að aldri. Það eru ekki einungis minningar af opinberum störfum Elísabetar sem fólk yljar sér við um þessar mundir heldur minnist fólk einnig kímni drottningarinnar.

Vilhjálmur og Katrín fá nýja titla
Í ávarpi sínu fyrr í kvöld tilkynnti Karl III Bretlandskonungur að Vilhjálmur Prins yrði nýi prinsinn af Wales og kona hans Katrín sömuleiðis prinsessan af Wales. Katrín er sú fyrsta til að bera þann titil síðan Díana prinsessa, móðir Vilhjálms lést árið 1997.

Karl III sór þegnum sínum hollustueið
Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar.

Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna
Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna.

Bresk framámenni minnast drottningarinnar
Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs.

Tók síðustu ljósmyndirnar af Elísabetu
Ljósmyndarinn Jane Barlow var ein þeirra sem tók myndir af Elísabetu II og Liz Truss á þriðjudaginn er sú síðarnefnda var gerð að forsætisráðherra Bretlands. Óafvitandi var Barlow að taka síðustu myndirnar af Elísabetu.

Telur að spurningar um tilgang krúnunnar verði áleitnari eftir fráfall Elísabetar
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að spurningin um tilgang krúnunnar muni leita ákaft á breskan almenning og á þjóðir Breska samveldisins í kjölfar fráfalls Elísabetar Bretlandsdrottningar. Hann segir sjálfsmynd bresku þjóðarinnar vera á hreyfingu nú á miklu umbreytingaskeiði en að fráfall þjóðarleiðtoga sem naut virðingar og hylli muni, til skamms tíma, hafa sameinandi áhrif á bresku þjóðina.

Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll
Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13.

Óvænt stödd í miðri þjóðarsorg
„Það er svakalega löng röð af fólki með blóm: Sólblóm og hvítar rósir. Það stendur í marga klukkutíma í röð til að fá að leggja blómin sín upp að hallarveggnum,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir sem er stödd fyrir utan Buckingham höll í Lundúnum þegar blaðamaður nær af henni tali.