Landslið karla í fótbolta

Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað
Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga.

Valgeir: Gæti hafa verið rangstaða
„Ég held að svekkelsið gæti ekki verið meira, að fá þetta svona í andlitið á 90. mínútu eftir alla þessa vinnu á móti þessu liði. Þetta er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir tapið gegn Portúgal í kvöld.

Einkunnir Íslands: Guðlaugur Victor aftur bestur
Þrátt fyrir stórgóða frammistöðu þurfti íslenska karlalandsliðið í fótbolta að sætta sig við tap fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2024 í kvöld.

Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli
Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld.

Fjölmargir mættir utan við Laugardalsvöll
Fjölmargir hafa safnast saman við Laugardalsvöll til að fylgjast með landsleik Íslands og Portúgal sem hefst innan skamms.

Byrjunarliðið gegn Portúgal: Aron Einar úti en Arnór Ingvi inn
Åge Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta gerir eina breytingu á byrjunarliði Íslands fyrir leik liðsins við Portúgal í undankeppni EM 2024 sem hefst á Laugardalsvelli klukkan 18:45.

Ronaldo fremstur í flokki í gríðarsterku byrjunarliði Portúgala
Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Portúgal sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli nú á eftir. Ronaldo leikur þar með sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum.

Fjöldi leikja færður vegna þátttöku U-19 ára landsliðsins á EM
Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu tekur þátt í úrslitakeppni EM 2023 í sumar. Sökum þess hefur fjöldi leikja í Bestu deild karla og Lengjudeild karla verið færður til. Sjá má leikina hér að neðan.

Krakkar biðu í ofvæni við hótel Ronaldos
Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun.

Seilast langt eftir miða og KSÍ biður fólk að hætta að hringja
„Það er mjög mikið verið að hringja inn og spyrja um miða,“ segir Ómar Smárason, yfirmaður samskiptadeildar Knattspyrnusambands Íslands, en margir reyna nú að verða sér úti um miða á leik Íslands gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld.

Ronaldo svarar Åge: „Ég er vanur þessu“
„Ég er vanur þessu,“ sagði portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Íslandi í undankeppni EM sem fram fer í dag þegar hann var spurður út í ummæli Åge Hareide um að íslenska liðið ætlaði sér að láta hann finna fyrir því í leiknum.

Einkaklefinn, leiðindin við Aron og tímamótin á Íslandi
Frægasti íþróttamaður heims, Cristiano Ronaldo, lenti á Íslandi í gær og heimsækir nú landið í að minnsta kosti þriðja sinn. Fyrir sjö árum skapaði þessi 38 ára Portúgali sér miklar óvinsældir hjá íslensku þjóðinni en óvíst er hvernig honum verður tekið á Laugardalsvelli í kvöld, í sannkölluðum tímamótaleik.

Draumaviðbót við Al Nassr væri Íslendingur segir Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo var léttur í lundu á blaðamannafundi Portúgals í dag fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun. Þegar Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolti.net, spurði Ronaldo hvaða leikmann hann myndi vilja fá til Al Nassr glotti hann og svaraði hratt: „Þig!“

Svona var fundur Portúgals í Laugardal fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Portúgals, sat fyrir svörum ásamt Cristiano Ronaldo blaðamannafundi á Laugardalsvelli, degi fyrir leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM karla í fótbolta. Fundurinn var sýndur á Vísi.

Aron biður Ronaldo ekki um treyjuna og Åge vill skemma partýið
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var spurður út í það þegar Cristiano Ronaldo neitaði honum um treyjuskipti, á EM 2016, á blaðamannafundi í dag og hann ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun, þegar Ísland og Portúgal mætast á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta.

Svona var fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals
Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta.

Blaðamannafundur Åge Hareide: Svekktur en ekki leiður
Þjálfari Íslands, Åge Hareide, var ánægður með frammistöðuna í kvöld en vitaskuld reiður yfir því að tapa leiknum gegn Slóvakíu og þá kannski sérstaklega hvernig sigurmarkið gerðist. Leiknum lauk með 1-2 tapi en þetta var þriðji leikur Íslands í riðlinum og setur það stórt strik í reikninginn við að komast upp úr riðlinum.

Åge um Guðlaug: Með mjög mikinn karakter
Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Slóvakíu fyrr í kvöld var þjálfari liðsins, Åge Hareide, spurður út í frammistöðu Guðlaugs Victors Pálssonar en hann missti stjúpföður sinn á dögunum. Guðlaugur átti mjög góðan leik og mátti ekki sjá á honum að hafa orðið fyrir áfalli skömmu fyrir leikinn.

Albert: „Hefði átt að klára færin mín betur“
Albert Guðmundsson lék í fremstu víglínu hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld. Albert við iðinn við að koma sér í góðar stöður og færi en náði ekki að reka smiðshöggið á þær sóknir.

„Áttum aldrei að tapa þessum leik“
„Menn eru bara gríðarlega svekktir. Það er erfitt að kyngja þessu tapi, það er ekki spurning,“ sagði markaskorari Íslands, Alfreð Finnbogason, eftir svekkjandi 2-1 tap liðsins gegn Slóvakíu í kvöld.

Rúnar Alex: „Seinna markið alger grís“
Rúnar Alex Rúnarsson sem stóð á milli stanganna á marki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir margt jákvætt hægt að taka frá leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld þrátt fyrir svekkjandi 2-1 tap.

„Að mínu viti rífur hann mig niður“
Alfons Sampsted, leikmaður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Slóvakíu í kvöld.

Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi
Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi.

Twitter eftir leik Íslands gegn Slóvakíu: „Framför þrátt fyrir tap“
Ísland mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Slóvakíu í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld. Eins og svo oft áður höfðu netverjar ýmislegt um leikinn að segja á samfélagsmiðlinum Twitter og mátti skynja almenna jákvæðni þrátt fyrir tap.

Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide.

Aron Einar meiddist í upphitun og verður ekki með
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar ekki leik dagsins við Slóvakíu í undankeppni EM 2024. Hann var upprunalega skráður í byrjunarliðið en meiðsli gerðu vart við sig í upphitun.

Leikmenn íslenska liðsins bera sorgarbönd í kvöld
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta verða með sorgarbönd þegar liðið mætir Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld.

Fyrsta byrjunarlið Åge: Albert og Willum byrja
Byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í leiknum mikilvæga við Slóvakíu í undankeppni EM 2024 liggur fyrir.

„Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting“
Bakvörðurinn Alfons Sampsted, leikmaður FC Twente og íslenska landsliðsins, var afar léttur í lundu í spjalli fyrir leikinn en sagði að leikmenn liðsins væru þó almennt mjög einbeittir og fyrirmælin frá Hareide væru skýr.

KSÍ keyrir upp þjóðhátíðarstemmingu fyrir leikinn frá kl. 15:00
Leikdag Íslands og Slóvaíku ber uppi á sjálfan þjóðhátíðardaginn, en það verður nóg um að vera við völlinn. KSÍ opnar svokallað „fan zone“ kl. 15:00 þar sem allskonar afþreying verður í boði fyrir unga sem aldna.