Íslandi tókst ekki að tryggja sér sæti á EM næsta árs í gegnum undankeppnina en eygir möguleika á EM sæti í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar þar sem liðið á leik gegn Ísrael í undanúrslitum í mars á næsta ári.
Lars náði á sínum tíma glæsilegum árangri sem landsliðsþjálfari Íslands og þó svo að hann sé farinn af landi brott missir hann varla úr leik hjá íslenska landsliðinu undir stjórn Hareide sem hann þekkir vel.
„Að einhverju leiti til má segja að það hafi verið auðvelt fyrir hann að taka við starfinu því að það hafði ekki verið að ganga vel hjá íslenska landsliðinu undir stjórn þjálfarans á undan honum. Íslenska landsliðið hefur kannski verið í svipuðum sporum og það sænska. Nokkrir af reyndari leikmönnunum eru ekki lengur til staðar.“
„Ég hef verið að fylgjast með gangi mála hjá íslenska landsliðinu. Sé vel flesta leiki liðsins í sjónvarpinu. Liðið hefur þurft að fóta sig í fjarveru Gylfa Þórs sem er nú að koma aftur, Aron Einar hefur einnig verið fjarverandi og svo nefni ég sem dæmi Kolbein Sigþórsson sem er ekki lengur að spila. Þessir leikmenn mynduðu hryggjarstykkið hjá mér með íslenska landsliðið ásamt öðrum leikmönnum.“
Hareide sé að stórum hluta til nú með ungt og reynslulítið landslið í höndunum.
„Þar er að finna nokkra spennandi sóknarþenkjandi leikmenn en það sama er kannski ekki hægt að segja um varnarhlutverkin, hugsa ég, en hef nú ekki rætt við Hareide um það. Áskorunin fyrir hann er að finna þetta jafnvægi milli varnar og sóknar í liðinu. Ég tel það mikilvægan þátt í þessu, sér í lagi þegar Ísland er að spila á móti stærri liðum.
Maður getur ekki lagt stóru þjóðirnar að velli með því að spila á þeirra forsendum. Íslenska landsliðið verður að fara sínar eigin leið og um leið búa yfir þessu jafnvægi sem og góðu skipulagi. Þetta hafa verið krefjandi tímar fyrir þetta unga lið en vonandi mun það geta slegið frá sér og komist aftur á sigurbraut.“
„Möguleikinn á EM-sætinu er enn til staðar en liðið er að fara mæta erfiðum andstæðingum í umspilinu. Þetta verður því erfitt en vonandi verða leikmenn eins og Aron Einar og Gylfi Þór 100%. Það myndi gefa liðinu mikið.“