„Við megum ekki sitja eftir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 13:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði 102 A-landsleiki fyrir Ísland og alls 109 leiki fyrir öll landslið. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnusamband Íslands ætlar að hagnýta knattspyrnuvísindin í afreksstarfi sínu og hefur sett á laggirnar nýtt verkefni sem er fjármagnað að fullu af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Verkefnið heyrir undir knattspyrnusvið KSÍ og er ætlað að efla afreksstarf sambandsins enn frekar. Þetta verkefni er fjármagnað að fullu af FIFA í gegnum FIFA TDS (Talent Development Scheme), sem var stofnað til að styðja við og stuðla að samkeppnishæfni knattspyrnusambanda og landsliða víðs vegar um heiminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá verkefninu á heimsíðu sinni. Gunnhildur Yrsa styrktar- og þolþjálfari landsliða Þrír starfsmenn mun vinna við þetta verkefni en það eru þau Grímur Gunnarsson, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Tom Goodall. Grímur Gunnarsson, sem hefur starfað sem sálfræðingur KSÍ undanfarin tvö ár og unnið náið með kvennalandsliði Íslands og yngri landsliðunum, mun leiða sviðið ásamt því að halda áfram sem sálfræðingur landsliða. Hann mun sinna verkefnum tengdum andlegri heilsu og sálfræðilegri færni ásamt því að koma á auknu samstarfi við háskólasamfélagið og félögin á þeim sviðum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem leikið hefur 102 leiki fyrir A-landslið kvenna, mun hafa yfirumsjón með þol- og styrktarþjálfun hjá yngri landsliðum karla og kvenna ásamt því að vera styrktar- og þolþjálfari A-landsliðs kvenna. Tom Goodall, sem starfað hefur við leikgreiningu hjá A-landsliðum karla og kvenna síðustu ár og hefur mikla reynslu á því sviði, mun stýra vinnu tengdri leikgreiningu hjá landsliðum Íslands. Verðum að fjárfesta í afreksstarfinu „Við megum ekki sitja eftir og verðum að fjárfesta í afreksstarfinu, í bættum árangri, afreksverkefnum með tengslum við tækni, rannsóknir og vísindalega vinnu, eins og svo mörg knattspyrnusambönd í Evrópu eru að gera,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ, í frétt á heimasíðu sambandsins. „Við höfum lagt grunn að þessu verkefni undanfarin ár með aukningu í fræðslu og stuðningi við leikmenn landsliðanna, leikgreiningu og umgjörð í kringum landsliðin okkar, erum að hagnýta það sem má kalla knattspyrnuvísindi – þekkingu sem verður til í gegnum gagnasöfnun og greiningar,“ sagði Jörundur Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum „Með þessu skrefi tökum við í raun stökk í að gera gott betra ásamt því að deila meira því sem við erum að gera með félögunum í landinu, enda koma leikmenn landsliðanna frá félögunum og við viljum gerum allt sem við getum til að styðja við þau. Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum, og betri landslið skila betri árangri til félaganna,“ sagði Jörundur. KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Verkefnið heyrir undir knattspyrnusvið KSÍ og er ætlað að efla afreksstarf sambandsins enn frekar. Þetta verkefni er fjármagnað að fullu af FIFA í gegnum FIFA TDS (Talent Development Scheme), sem var stofnað til að styðja við og stuðla að samkeppnishæfni knattspyrnusambanda og landsliða víðs vegar um heiminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá verkefninu á heimsíðu sinni. Gunnhildur Yrsa styrktar- og þolþjálfari landsliða Þrír starfsmenn mun vinna við þetta verkefni en það eru þau Grímur Gunnarsson, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Tom Goodall. Grímur Gunnarsson, sem hefur starfað sem sálfræðingur KSÍ undanfarin tvö ár og unnið náið með kvennalandsliði Íslands og yngri landsliðunum, mun leiða sviðið ásamt því að halda áfram sem sálfræðingur landsliða. Hann mun sinna verkefnum tengdum andlegri heilsu og sálfræðilegri færni ásamt því að koma á auknu samstarfi við háskólasamfélagið og félögin á þeim sviðum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem leikið hefur 102 leiki fyrir A-landslið kvenna, mun hafa yfirumsjón með þol- og styrktarþjálfun hjá yngri landsliðum karla og kvenna ásamt því að vera styrktar- og þolþjálfari A-landsliðs kvenna. Tom Goodall, sem starfað hefur við leikgreiningu hjá A-landsliðum karla og kvenna síðustu ár og hefur mikla reynslu á því sviði, mun stýra vinnu tengdri leikgreiningu hjá landsliðum Íslands. Verðum að fjárfesta í afreksstarfinu „Við megum ekki sitja eftir og verðum að fjárfesta í afreksstarfinu, í bættum árangri, afreksverkefnum með tengslum við tækni, rannsóknir og vísindalega vinnu, eins og svo mörg knattspyrnusambönd í Evrópu eru að gera,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ, í frétt á heimasíðu sambandsins. „Við höfum lagt grunn að þessu verkefni undanfarin ár með aukningu í fræðslu og stuðningi við leikmenn landsliðanna, leikgreiningu og umgjörð í kringum landsliðin okkar, erum að hagnýta það sem má kalla knattspyrnuvísindi – þekkingu sem verður til í gegnum gagnasöfnun og greiningar,“ sagði Jörundur Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum „Með þessu skrefi tökum við í raun stökk í að gera gott betra ásamt því að deila meira því sem við erum að gera með félögunum í landinu, enda koma leikmenn landsliðanna frá félögunum og við viljum gerum allt sem við getum til að styðja við þau. Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum, og betri landslið skila betri árangri til félaganna,“ sagði Jörundur.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira