Myndi hugsa sig tvisvar um ef símtal bærist frá Íslandi Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 10:31 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson stýrðu íslenska landsliðinu í sameiningu á EM 2016. Visir/Getty Lars Lagerbäck fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta telur ólíklegt að hann taki að sér annað þjálfarastarf í boltanum. Lars er nú 75 ára og síðasta þjálfarastarf hans var hjá karlalandsliði Noregs þar sem hann starfaði á árunum 2017-2020. Síðan þá hefur Lars tekið að sér ýmis ráðgjafastörf bæði hjá félags- og landsliðum og meðal annars hjá íslenska landsliðinu í þjálfaratíð Arnars Þórs Viðarssonar. Þá hafi honum borist tækifæri til að snúa aftur í þjálfun en Svíinn góðkunni telur ólíklegt að hann taki að sér annað starf í þjálfun. „Nei, ég held ég ætti að vera nógu skynsamur til að halda áfram að segja nei. Ég hef fengið nokkur tilboð til en ég verð að átta mig á aldri mínum. Ég efast um að ég þiggi annað starf. Ég vinn aðeins við að hjálpa nokkrum félögum en það er aðallega sem ráðgjafi, ég stíg inn og tala við þjálfarana. Ég held ekki að ég vinni aftur í fullu starfi sem þjálfari,“ sagði Lars í samtali við Aron Guðmundsson íþróttafréttamann. Árangur Lars með íslenska karlalandsliðið er vel þekktur. Undir hans stjórn komst íslenska landsliðið í fyrsta sinn á stórmót, Evrópumótið 2016, og komst þar alla leið í 8-liða úrslit. Það er alveg ljóst að tíminn með íslenska landsliðinu á sérstakan stað í hjarta Lars. Hann sló á létta strengi þegar því var gaukað að honum að maður ætti aldrei að segja aldrei er hann virtist útiloka endurkomu í þjálfarastarf. „Kannski ef Íslendingar bæðu mig myndi ég kannski hugsa mig tvisvar um því þetta var einn besti tíminn á þjálfaraferli mínum.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Lars er nú 75 ára og síðasta þjálfarastarf hans var hjá karlalandsliði Noregs þar sem hann starfaði á árunum 2017-2020. Síðan þá hefur Lars tekið að sér ýmis ráðgjafastörf bæði hjá félags- og landsliðum og meðal annars hjá íslenska landsliðinu í þjálfaratíð Arnars Þórs Viðarssonar. Þá hafi honum borist tækifæri til að snúa aftur í þjálfun en Svíinn góðkunni telur ólíklegt að hann taki að sér annað starf í þjálfun. „Nei, ég held ég ætti að vera nógu skynsamur til að halda áfram að segja nei. Ég hef fengið nokkur tilboð til en ég verð að átta mig á aldri mínum. Ég efast um að ég þiggi annað starf. Ég vinn aðeins við að hjálpa nokkrum félögum en það er aðallega sem ráðgjafi, ég stíg inn og tala við þjálfarana. Ég held ekki að ég vinni aftur í fullu starfi sem þjálfari,“ sagði Lars í samtali við Aron Guðmundsson íþróttafréttamann. Árangur Lars með íslenska karlalandsliðið er vel þekktur. Undir hans stjórn komst íslenska landsliðið í fyrsta sinn á stórmót, Evrópumótið 2016, og komst þar alla leið í 8-liða úrslit. Það er alveg ljóst að tíminn með íslenska landsliðinu á sérstakan stað í hjarta Lars. Hann sló á létta strengi þegar því var gaukað að honum að maður ætti aldrei að segja aldrei er hann virtist útiloka endurkomu í þjálfarastarf. „Kannski ef Íslendingar bæðu mig myndi ég kannski hugsa mig tvisvar um því þetta var einn besti tíminn á þjálfaraferli mínum.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira