Orkuskipti

Fréttamynd

Útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum?

Stjórnvöld hafa sett fram mjög metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Minnka á kolefnisfótspor landsins um 55% árið 2030 miðað við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Þessi markmið kalla á gríðarmikla endurnýjanlega raforku því skipta þarf út orkutegund t.d. í samgöngum. Um þetta eru allir sammála.

Skoðun
Fréttamynd

Sænsk flugvélaleiga kaupir fjörutíu rafmagnsflugvélar

Sænska flugvélaleigan Rockton hefur samið um kaup á allt að fjörutíu rafmagnsflugvélum af gerðinni ES-30 frá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace. Með samningnum breytti Rocton fyrri viljayfirlýsingu í skuldbindandi kaupsamning um tuttugu flugvélar og um kauprétt á tuttugu flugvélum til viðbótar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjórar hita­veitur metnar á­gengar

Líkur eru á langvarandi skorti á heitu vatni á köldustu dögum ársins vegna mikillar aukningar á eftirspurn eftir vatni. Orkulindir hitaveitna á höfuðborgarsvæðinu eru nánast fullnýttar. Það tekur mörg ár að kanna ný virkjanasvæði og byggja þau upp til nýtingar. 

Innlent
Fréttamynd

Ávinningurinn margfaldur en greiða þurfi úr flækjum: „Þetta er gríðarlega stórt verkefni“

Koma fyrstu rafmagnsvörubílanna til landsins markar byltingu að sögn forstjóra Brimborgar. Tæknilega væri hægt að skipta helmingi flotans út strax en kostnaður og skortur á innviðum er ákveðin hindrun sem bregðast þurfi við. Ávinningurinn sé þó margfaldur, ekki síst þegar kemur að því að ná loftslagsmarkmiðum. Áfram sé langt í land en þetta sé skref til framtíðar. 

Innlent
Fréttamynd

Umhverfisráðherra boðar frumvarp um vindorku næsta vetur

Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur áherslu á að vandaðri pólitískri stefnumótun í vindorkumálum verði lokið áður en hafist verði handa við uppbyggingu vindorkuvera. Ráðherra boðar að frumvörp um nýtingu vindorku verði lögð fram á næsta þingvetri.

Innlent
Fréttamynd

Hvað eiga Ís­land, Mó­sambík og Kongó sam­eigin­legt?

Ísland framleiðir mest af raforku í heimi miðað við íbúafjölda. Framkvæmdastjóri Landverndar birti nýverið grein sem dregur upp dökka mynd af stöðu orkumála á Íslandi. Af skrifunum að dæma mætti telja að um sé að ræða svartan blett á safni „höfðatöluheimsmeta“ Íslands en svo er ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Orkan í orkuskiptum

Orkuþörf í tengslum við fyrirhuguð og nauðsynleg orkuskipti á Íslandi hefur mikið verið í umræðunni undanfarið. Ný orkuþörf tengist þó ekki bara orkuskiptum enda er eitt sem er sameiginlegt allri nýrri uppbyggingu, hvort sem hún tengist íbúðarhúsnæði eða atvinnulífi, en það er að öll uppbygging þarf einfaldlega rafmagn.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjar og öflugri hraðhleðslustöðvar N1

N1 mun á næstu mánuðum stækka og uppfæra hraðhleðslustöðvanet sitt á landinu. Alls stefnir félagið á að taka 30 nýjar hraðhleðslustöðvar í notkun sem allar verða með 150 kW hleðslugetu.

Samstarf
Fréttamynd

Jafnar byrðar – ekki undan­þágur

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig er best að hlaða bílinn?

Orka náttúrunnar hefur verið í fararbroddi við uppbyggingu hleðsluinnviða hérlendis þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum. Fyrirtækið býður upp á frábæra lausn fyrir rafbílaeigendur sem vilja hafa hleðslustöð heima hjá sér.

Samstarf
Fréttamynd

Ó­sætt­i á stjórn­ar­heim­il­in­u tef­ur um­bæt­ur á lög­um um vind­ork­u­ver

Í stjórnarsáttmála er kveðið á um að liðkað verði fyrir lagaumgjörð fyrir vindorkuframleiðslu. Það er forsenda fyrir orkuskiptum og annarri framþróun á orkusviði. Ekkert bólar á þeim umbótum. Skila átti frumvarpi þess efnis 1. febrúar en var frestað fram á næsta þing. Ósætti á stjórnarheimilinu virðist gera það að verkum að sú vinna tefjist.

Innherji
Fréttamynd

Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun

Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Á­kvarð­an­ir síð­ust­u 12 ára juku sjóðs­streym­i Lands­virkj­un­ar um millj­arð dala

Ákvarðanir sem voru teknar í rekstri Landsvirkjunar fyrir meira en áratug, sem kölluðu á mikil „átök“ á þegar stórnotendur voru látnir greiða hærra raforkuverð, hefur haft afgerandi áhrif við að bæta afkomu og skuldastöðu félagsins og skilað því um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði um 145 milljarða króna, í auknu sjóðstreymi á tímabilinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tækifæri séu til þess að endursemja við stóra viðskiptavini á komandi árum.

Innherji
Fréttamynd

Segir methagnað uppskeru af uppbyggingu virkjana

Landsvirkjun skilaði fjörutíuogfimm milljarða króna hagnaði á síðastliðnu ári og leggur stjórn fyrirtækisins til að tuttugu milljarða króna arður verði greiddur í ríkissjóð, fimm milljörðum meira en fjárlög gera ráð fyrir. Forstjórinn segir þetta uppskeru virkjanauppbyggingar síðustu áratuga en endursamningar við stóriðju séu þó stærsti áhrifaþátturinn í góðri afkomu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

VOR í lofti - orku­skipti og ra­f­elds­neyti

Að öllu jöfnu er aðgengi að orku og eldsneyti eitthvað sem flestir hér á landi taka sem sjálfsögðum hlut. Þessa dagana erum við þó að finna fyrir því á eigin skinni að svo er ekki endilega raunin. Ísland er viðkvæmt fyrir truflunum á framboði og flutningi á eldsneyti.

Skoðun
Fréttamynd

Virkj­an­ir verð­a dýr­ar­i og ork­u­verð mun hækk­a vegn­a auk­ins kostn­að­ar

Allar nýjar virkjanir hérlendis verða líklega dýrari en þær sem áður hafa verið reistar og orkuverð mun sömuleiðis hækka vegna aukins framleiðslukostnaðar. Auðlindagjald hefur hækkað úr innan við prósenti af tekjum í allt að tíu prósent. Raforkulögum er ætlað að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Ráðast þarf í breytingar til að tryggja betur að markmiðum laganna verði náð.

Innherji
Fréttamynd

Íslenskt kaffi

Íslendingar eru kaffiþyrst þjóð. Í raun erum við fjórða mesta kaffidrykkjuþjóð veraldar og þurfum að flytja inn vel yfir 3 milljónir kílóa af kaffi árlega til að halda okkur vakandi.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskt ra­f­elds­neyti í eigu þjóðarinnar

Fyrir áramótin mælti ég fyrir tillögu minni til þingsályktunar á Alþingi um að fela ríkisstjórninni að taka til frumathugunar stofnun ríkisfélags um rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi. Líta má við þessa frumathugun til starfsemi Equinor í Noregi, fyrrum Statoil, sem er nú 67% í eigu norska ríkisins.

Skoðun