Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2023 19:28 Áætlað er að bensínlítrinn lækki um tvær krónur og dísill hækki um sjö. Vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst leggja fram frumvarp um að hækka kolefnisgjald á eldsneyti og lækka bensíngjald. Breytingin snýr að því að hækka gjöld á dísil en lækka á bensín. Kallað var eftir umsögnum um þessar ætlanir á Samráðsgáttinni á föstudaginn. Í meðfylgjandi gögnum kemur fram að hækkunin á kolefnisgjaldi sé hluti af fyrirhuguðum kerfisbreytingum á skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Meginmarkmiðið sé að endurheimta tekjur af þeim skattstofnum en áformin eiga að vera hlutlaus gagnvart heimilunum og verðbólgu. Það er vegna þess að lækka á bensíngjald til móts við hækkun kolefnisgjalds. „Heildarbreytingin er því til hækkunar á dísil en lækkunar á bensíni,“ segir í skjölum sem fylgja umsagnabeiðninni. Samkvæmt þessum ætlunum á kolefnisgjald að hækka um um það bil fimm krónur á lítra en það fer eftir kolefnisinnihaldi eldsneytistegunda. Við það eiga tekjur ríkisstjóðs að hækka um 3,1 milljarða króna. Bensíngjald á að lækka um sex krónur á lítra, sem myndi fela í sér tekjulækkun fyrir ríkissjóð upp á 0,6 milljarða. Breytingarnar myndu taka gildi í upphaf næsta árs. Skrifstofa skattamála telur metur það svo að breytingarnar muni engin áhrif hafa á vísitölu neysluverðs og að verð á lítra af dísil myndi hækka um sjö krónur og bensínverð myndi lækka um tvær. Styður markmið í loftlagsmálum „Markmið breytinganna er að styðja við metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftlagsmálum og auka tekjuöflun ríkissjóðs í ljósi samdráttar á tekjum af skattlagningu ökutækja og eldsneytis,“ segir á Samráðsgáttinni. Þar segir að hækkun kolefnisgjalds sé skilvirk leið til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og dregur hún einnig úr líkum á að innflytjendur eldsneytis til Íslands þurfi að kaupa loftslagsheimildir í nýju evrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir. Bensín og olía Bílar Alþingi Fjármál heimilisins Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistvænir bílar Orkuskipti Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Kallað var eftir umsögnum um þessar ætlanir á Samráðsgáttinni á föstudaginn. Í meðfylgjandi gögnum kemur fram að hækkunin á kolefnisgjaldi sé hluti af fyrirhuguðum kerfisbreytingum á skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Meginmarkmiðið sé að endurheimta tekjur af þeim skattstofnum en áformin eiga að vera hlutlaus gagnvart heimilunum og verðbólgu. Það er vegna þess að lækka á bensíngjald til móts við hækkun kolefnisgjalds. „Heildarbreytingin er því til hækkunar á dísil en lækkunar á bensíni,“ segir í skjölum sem fylgja umsagnabeiðninni. Samkvæmt þessum ætlunum á kolefnisgjald að hækka um um það bil fimm krónur á lítra en það fer eftir kolefnisinnihaldi eldsneytistegunda. Við það eiga tekjur ríkisstjóðs að hækka um 3,1 milljarða króna. Bensíngjald á að lækka um sex krónur á lítra, sem myndi fela í sér tekjulækkun fyrir ríkissjóð upp á 0,6 milljarða. Breytingarnar myndu taka gildi í upphaf næsta árs. Skrifstofa skattamála telur metur það svo að breytingarnar muni engin áhrif hafa á vísitölu neysluverðs og að verð á lítra af dísil myndi hækka um sjö krónur og bensínverð myndi lækka um tvær. Styður markmið í loftlagsmálum „Markmið breytinganna er að styðja við metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftlagsmálum og auka tekjuöflun ríkissjóðs í ljósi samdráttar á tekjum af skattlagningu ökutækja og eldsneytis,“ segir á Samráðsgáttinni. Þar segir að hækkun kolefnisgjalds sé skilvirk leið til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og dregur hún einnig úr líkum á að innflytjendur eldsneytis til Íslands þurfi að kaupa loftslagsheimildir í nýju evrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir.
Bensín og olía Bílar Alþingi Fjármál heimilisins Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistvænir bílar Orkuskipti Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum