Hleðslukvíðinn heyrir sögunni til með nýrri kynslóð Brimborg 20. september 2023 16:10 Peugeot hefur gjörbylt hönnuninni á nýjum E-3008 með það að markmiði að sameina einstök afköst rafbíla, frumlega hönnun og akstursgleði. Splunkunýr rafknúinn sportjeppi Peugeot E-3008 kemur til landsins í febrúar 2024. Bíllinn þykir marka tímamót í hönnun rafbíla hjá Peugeot og muni mæta þörfum íslenska rafbílamarkaðarins. Forsala hefst í október hjá Brimborg. „Peugeot tekur virkilega spennandi stökk með þessari nýju kynslóð, bæði í drægni en ekki síður hvað varðar hleðsluhraða rafhlöðunnar. Fimmtán mínútna hleðslustopp gefur nú allt að hundrað og tuttugu kílómetra til viðbótar svo dagleg raundrægni er því nálægt 600 til 800 km kílómetrar. Samhliða þessari þróun er hleðslunetið um landið að styrkjast. Þetta þýðir mun minna stress, hleðslukvíðinn er úr sögunni,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. „Það sem af er ári eru um 41% af nýskráðum fólksbílum, nýir eða notaðir, hreinir rafbílar. Í fyrra var hlutdeild hreinna rafbíla í nýskráningum 26% og hefur því næstum tvöfaldast hér á landi," segir Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar Kjöraðstæður á Íslandi Hér á landi eru vegalengdir styttri en víða annarsstaðar í heiminum og meðalakstur á dag í kringum 40 km á höfuðborgarsvæðinu að sögn Egils. Á Íslandi er þó langt á milli landshorna en þessi nýja kynslóð rafbíla með auknum hleðsluhraða til viðbótar komi til með að dekka það. Hér höfum við einnig mikið magn af endurnýjanlegri raforku. Peugeot E-3008 mun byggjast á tveimur útfærslustigum, Allure og GT, með 3 aukabúnaðarpökkum til einföldunar og þremur rafknúnum aflrásum (210 hö, 230 hö Long Range og 320 hö Dual Motor). Rafbílavæðingin á fleygiferð Egill segir rafbílavæðingu í örum vexti í heiminum og á fleygiferð á Íslandi. Tuttugu og þrjú lönd eru komin yfir 5% hlutfall rafbíla í árlegri heildarsölu og segir Egill að þegar því marki er náð hefjist veldisvöxtur í kaupum rafbíla. Á Íslandi erum við komin vel yfir 5% þröskuldinn. „Það sem af er ári eru um 41% af nýskráðum fólksbílum, nýir eða notaðir, hreinir rafbílar. Í fyrra var hlutdeild hreinna rafbíla í nýskráningum 26% og hefur því næstum tvöfaldast hér á landi. Hjá okkur í Brimborg er 57% í hreinir rafbílar það sem af er ári, nú í júlí var hlutdeildin orðin 70% og í ágúst er hún 76%. Við yrðum ekki hissa ef við yrðum komin í 80 – 85% á næsta ári.“ Bylting hafin í þróun og úrvali rafbíla og Peugeot setur markið hátt Í dag eru komnir fram rafbílar sem uppfylla þarfir fólks sem fyrir ári gat ekki hugsað sér rafbíl, svo sem stærri fjölskyldubílar og fjórhjóladrifnir. Á næstu tveimur árum megi enn fremur búast við sprengingu í þróun og úrvali rafbíla og ættu því 90 til 95% heimila og fyrirtækja að geta fundið rafbíl sem mætir þeirra þörfum. Peugeot stefnir á að bjóða eitt breiðasta úrval rafbíla í Evrópu árið 2025. Í GT útgáfunni E-3008 er m.a. breiður 21 tommu HD víðmyndarskjár sem sameinar mælaborð og snertiskjáinn með stýringunum. Í Allure útgáfunni eru tveir 10 tommu skjáir sameinaðir í eitt spjald sem gefur sama flæði og 21 tommu skjárinn í GT. Einstaklega góð hljóðeinangrun og sérhannað hljóðkerfi í samstarfi við Focal® með 10 hátölurum er einnig á meðal nýjunga í E-3008. Byltingarkennd tækni setur ný viðmið Nýi Peugeot E-3008 þykir marka tímamót. Hann er fyrsta gerðin sem notar glænýjan STLA miðlungsstærðar undirvagn frá bílaframleiðandanum Stellantis sem býður upp á mikla raforkurýmd eða allt að 98 kWh í rými milli hjóla sem er aðeins 2,73 m fyrir E-3008. Þetta gerir E-3008 kleift að bjóða upp á bestu drægni frá rafhlöðu í sínum flokki (frá 525 km til allt að 700 km) en halda samt í lipurð og lágmarks fyrirferð (4,54m langur). Rafhlaðan er 400 volt, bíllinn er búinn varmadælu sem sparar orku og ábyrgð á rafhlöðu er 8 ár eða að 160.000 km miðað við 70% hleðslugetu. Fáanlegur með 73 kWh og 98 kWh rafhlöðum 73 kWh rafhlaða með drægni allt að 525 km, drif á einum ás og rafmótor með 210 hestöfl/157 kW. Forsala hefst í október og bílar til afhendingar í febrúar 2024. Tvöfaldur mótor með drægni upp á allt að 525 km með 73 kWh rafhlöðu og fjórhjóladrif sem skilar 320 hö/240 kW. Fáanlegur í upphafi árs 2025. 98 kWh rafhlaða með drægni allt að 700 km, drif á einum ás og rafmótor með 230 hestöfl/170 kW. Fáanlegur í upphafi árs 2025. Hleðsluafköst Tvær gerðir af innbyggðri hleðslustýringu eru fáanlegar fyrir AC hleðslu sem henta öllum notendum og hleðslulausnum. Annars vegar staðalbúnaður með 11 kW þriggja fasa hleðslustýringu og hins vegar 22 kW þriggja fasa hleðslustýring sem aukabúnaður. DC hraðhleðslan í nýja E-3008 býður allt að 160 kW hleðsluafköst sem gerir kleift að hlaða 73 kWh staðalrafhlöðuna í E-3008 í allt að 80% á u.þ.b. 30 mínútum. Hemlabúnaður er með þrjár stillingar til endurheimtar á orku (regenerative braking) og í tveimur afkastamestu stillingunum kviknar sjálfkrafa á hemlaljósum að aftan. Stellantis framleiðandi Peugeot hefur sett skýr markmið til að minnka CO2 losun fyrir árið 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir 2038. Til að ná settum markmiðum, er sjálfbærni höfð að leiðarljósi við framleiðslu á E-3008. Sjálfvirkni og öryggi Peugeot tekur skref í átt að enn meiri sjálfvirkni með „Drive Assist Plus“ kerfinu. Á meðal sjálfvirkni möguleika í E-3008 eru veglínuskynjarar með hálfsjálfvirkum akreinaskipti, fjarlægðarstillanlegur hraðstillir og viðvaranir um breytingar á hámarkshraða með lestri umferðarmerkja. Öryggisbúnaður í E-3008 er framúrskarandi. Bíllinn bremsar t.d. sjálfvirkt og gefur árekstrarviðvörun ef bíllinn nálgast hluti á of miklum hraða. Skynjarar láta vita ef að athyglin er ekki á akstrinum svo sem ef bíllinn rásar eða fer yfir veglínur og les á umferðarskilti og viðvaranir um einstefnur og lokanir. Blindpunktaviðvaranir eru upp að 75 metrum og háþróuð spólvörn er með stillingar fyrir snjó. Sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu Stellantis framleiðandi Peugeot hefur sett skýr markmið til að minnka CO2 losun fyrir árið 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir 2038. Til að ná settum markmiðum, er sjálfbærni höfð að leiðarljósi við framleiðslu á E-3008. Yfir 500 kg af umhverfisvænum efnum eru notuð við framleiðslu á Peugeot e-3008. Grænt stál og ál telja um 60% og endurunnið plast er síðan notað m.a. í stuðara, geymslurými, vindskeið og teppi. Allt króm hefur verið fjarlægt af ytra byrgði bílsins með sjálfbæra hönnun í huga. Ívilnanir íslenskra stjórnvalda falla niður og hvað svo? Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafmagnsbílum og munu núverandi ívilnanir stjórnvalda falla niður um áramót. Egill segir óljóst hvernig framhaldið verður útfært sem sé gagnrýnivert í ljósi markmiða stjórnvalda um að hraða orkuskiptum í vegasamgöngum. „Það eina sem við vitum er að ívilnanir í formi lægri virðisaukaskatts falla niður um áramót og einhver ákveðin upphæð verði sett í orkuskipti en ekki er tiltekið hvert hún fer. Að okkar mati væri hægt að vinna þetta með meiri fyrirvara og leggja til dæmis línurnar næstu fimm árin svo einstaklingar og fyrirtæki geti gert sínar áætlanir. Við þurfumtil að mynda að panta bíla núna í september sem eru framleiddir í mars þannig að þessi staða er óþægileg, fyrirsjáanleika vantar“ segir Egill. Engu að síður verður rafbíll áfram hagkvæmasti kosturinn og nú er því tíminn til að tryggja sér rafbíl. Forsala á Peugeot E-3008 hefst í október á brimborg.is og kemur bíllinn til landsins í febrúar 2024. Bílar Orkuskipti Vistvænir bílar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Peugeot tekur virkilega spennandi stökk með þessari nýju kynslóð, bæði í drægni en ekki síður hvað varðar hleðsluhraða rafhlöðunnar. Fimmtán mínútna hleðslustopp gefur nú allt að hundrað og tuttugu kílómetra til viðbótar svo dagleg raundrægni er því nálægt 600 til 800 km kílómetrar. Samhliða þessari þróun er hleðslunetið um landið að styrkjast. Þetta þýðir mun minna stress, hleðslukvíðinn er úr sögunni,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. „Það sem af er ári eru um 41% af nýskráðum fólksbílum, nýir eða notaðir, hreinir rafbílar. Í fyrra var hlutdeild hreinna rafbíla í nýskráningum 26% og hefur því næstum tvöfaldast hér á landi," segir Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar Kjöraðstæður á Íslandi Hér á landi eru vegalengdir styttri en víða annarsstaðar í heiminum og meðalakstur á dag í kringum 40 km á höfuðborgarsvæðinu að sögn Egils. Á Íslandi er þó langt á milli landshorna en þessi nýja kynslóð rafbíla með auknum hleðsluhraða til viðbótar komi til með að dekka það. Hér höfum við einnig mikið magn af endurnýjanlegri raforku. Peugeot E-3008 mun byggjast á tveimur útfærslustigum, Allure og GT, með 3 aukabúnaðarpökkum til einföldunar og þremur rafknúnum aflrásum (210 hö, 230 hö Long Range og 320 hö Dual Motor). Rafbílavæðingin á fleygiferð Egill segir rafbílavæðingu í örum vexti í heiminum og á fleygiferð á Íslandi. Tuttugu og þrjú lönd eru komin yfir 5% hlutfall rafbíla í árlegri heildarsölu og segir Egill að þegar því marki er náð hefjist veldisvöxtur í kaupum rafbíla. Á Íslandi erum við komin vel yfir 5% þröskuldinn. „Það sem af er ári eru um 41% af nýskráðum fólksbílum, nýir eða notaðir, hreinir rafbílar. Í fyrra var hlutdeild hreinna rafbíla í nýskráningum 26% og hefur því næstum tvöfaldast hér á landi. Hjá okkur í Brimborg er 57% í hreinir rafbílar það sem af er ári, nú í júlí var hlutdeildin orðin 70% og í ágúst er hún 76%. Við yrðum ekki hissa ef við yrðum komin í 80 – 85% á næsta ári.“ Bylting hafin í þróun og úrvali rafbíla og Peugeot setur markið hátt Í dag eru komnir fram rafbílar sem uppfylla þarfir fólks sem fyrir ári gat ekki hugsað sér rafbíl, svo sem stærri fjölskyldubílar og fjórhjóladrifnir. Á næstu tveimur árum megi enn fremur búast við sprengingu í þróun og úrvali rafbíla og ættu því 90 til 95% heimila og fyrirtækja að geta fundið rafbíl sem mætir þeirra þörfum. Peugeot stefnir á að bjóða eitt breiðasta úrval rafbíla í Evrópu árið 2025. Í GT útgáfunni E-3008 er m.a. breiður 21 tommu HD víðmyndarskjár sem sameinar mælaborð og snertiskjáinn með stýringunum. Í Allure útgáfunni eru tveir 10 tommu skjáir sameinaðir í eitt spjald sem gefur sama flæði og 21 tommu skjárinn í GT. Einstaklega góð hljóðeinangrun og sérhannað hljóðkerfi í samstarfi við Focal® með 10 hátölurum er einnig á meðal nýjunga í E-3008. Byltingarkennd tækni setur ný viðmið Nýi Peugeot E-3008 þykir marka tímamót. Hann er fyrsta gerðin sem notar glænýjan STLA miðlungsstærðar undirvagn frá bílaframleiðandanum Stellantis sem býður upp á mikla raforkurýmd eða allt að 98 kWh í rými milli hjóla sem er aðeins 2,73 m fyrir E-3008. Þetta gerir E-3008 kleift að bjóða upp á bestu drægni frá rafhlöðu í sínum flokki (frá 525 km til allt að 700 km) en halda samt í lipurð og lágmarks fyrirferð (4,54m langur). Rafhlaðan er 400 volt, bíllinn er búinn varmadælu sem sparar orku og ábyrgð á rafhlöðu er 8 ár eða að 160.000 km miðað við 70% hleðslugetu. Fáanlegur með 73 kWh og 98 kWh rafhlöðum 73 kWh rafhlaða með drægni allt að 525 km, drif á einum ás og rafmótor með 210 hestöfl/157 kW. Forsala hefst í október og bílar til afhendingar í febrúar 2024. Tvöfaldur mótor með drægni upp á allt að 525 km með 73 kWh rafhlöðu og fjórhjóladrif sem skilar 320 hö/240 kW. Fáanlegur í upphafi árs 2025. 98 kWh rafhlaða með drægni allt að 700 km, drif á einum ás og rafmótor með 230 hestöfl/170 kW. Fáanlegur í upphafi árs 2025. Hleðsluafköst Tvær gerðir af innbyggðri hleðslustýringu eru fáanlegar fyrir AC hleðslu sem henta öllum notendum og hleðslulausnum. Annars vegar staðalbúnaður með 11 kW þriggja fasa hleðslustýringu og hins vegar 22 kW þriggja fasa hleðslustýring sem aukabúnaður. DC hraðhleðslan í nýja E-3008 býður allt að 160 kW hleðsluafköst sem gerir kleift að hlaða 73 kWh staðalrafhlöðuna í E-3008 í allt að 80% á u.þ.b. 30 mínútum. Hemlabúnaður er með þrjár stillingar til endurheimtar á orku (regenerative braking) og í tveimur afkastamestu stillingunum kviknar sjálfkrafa á hemlaljósum að aftan. Stellantis framleiðandi Peugeot hefur sett skýr markmið til að minnka CO2 losun fyrir árið 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir 2038. Til að ná settum markmiðum, er sjálfbærni höfð að leiðarljósi við framleiðslu á E-3008. Sjálfvirkni og öryggi Peugeot tekur skref í átt að enn meiri sjálfvirkni með „Drive Assist Plus“ kerfinu. Á meðal sjálfvirkni möguleika í E-3008 eru veglínuskynjarar með hálfsjálfvirkum akreinaskipti, fjarlægðarstillanlegur hraðstillir og viðvaranir um breytingar á hámarkshraða með lestri umferðarmerkja. Öryggisbúnaður í E-3008 er framúrskarandi. Bíllinn bremsar t.d. sjálfvirkt og gefur árekstrarviðvörun ef bíllinn nálgast hluti á of miklum hraða. Skynjarar láta vita ef að athyglin er ekki á akstrinum svo sem ef bíllinn rásar eða fer yfir veglínur og les á umferðarskilti og viðvaranir um einstefnur og lokanir. Blindpunktaviðvaranir eru upp að 75 metrum og háþróuð spólvörn er með stillingar fyrir snjó. Sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu Stellantis framleiðandi Peugeot hefur sett skýr markmið til að minnka CO2 losun fyrir árið 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir 2038. Til að ná settum markmiðum, er sjálfbærni höfð að leiðarljósi við framleiðslu á E-3008. Yfir 500 kg af umhverfisvænum efnum eru notuð við framleiðslu á Peugeot e-3008. Grænt stál og ál telja um 60% og endurunnið plast er síðan notað m.a. í stuðara, geymslurými, vindskeið og teppi. Allt króm hefur verið fjarlægt af ytra byrgði bílsins með sjálfbæra hönnun í huga. Ívilnanir íslenskra stjórnvalda falla niður og hvað svo? Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafmagnsbílum og munu núverandi ívilnanir stjórnvalda falla niður um áramót. Egill segir óljóst hvernig framhaldið verður útfært sem sé gagnrýnivert í ljósi markmiða stjórnvalda um að hraða orkuskiptum í vegasamgöngum. „Það eina sem við vitum er að ívilnanir í formi lægri virðisaukaskatts falla niður um áramót og einhver ákveðin upphæð verði sett í orkuskipti en ekki er tiltekið hvert hún fer. Að okkar mati væri hægt að vinna þetta með meiri fyrirvara og leggja til dæmis línurnar næstu fimm árin svo einstaklingar og fyrirtæki geti gert sínar áætlanir. Við þurfumtil að mynda að panta bíla núna í september sem eru framleiddir í mars þannig að þessi staða er óþægileg, fyrirsjáanleika vantar“ segir Egill. Engu að síður verður rafbíll áfram hagkvæmasti kosturinn og nú er því tíminn til að tryggja sér rafbíl. Forsala á Peugeot E-3008 hefst í október á brimborg.is og kemur bíllinn til landsins í febrúar 2024.
Bílar Orkuskipti Vistvænir bílar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira