Þar segir að Atlantsorka sé dótturfélag Atlantsolíu, sem meðal annars hafi verið stofnað til að bjóða viðskiptavinum upp á fjölbreyttari orkugjafa í ljósi þróunar á samsetningu bílaflotans. Fyrsta skrefið á þeirri vegferð sé sala rafmagns til heimila og fyrirtækja sem hófst fyrr í sumar.
„Markmið félagsins eru kunnugleg og í takt við gildi móðurskipsins, að bjóða ávallt hagstætt og samkeppnishæft verð til neytenda, lágmarks yfirbyggingu og einfaldleika í þjónustu – sem sagt jákvæðari orku fyrir heimili og fyrirtæki í landinu,“ segir Guðrún Ragnar Garðarsdóttir, forstjóri Atlantsolíu í tilkynningu.
Þar segir að hægt sé að finna upplýsingar um raforkuverð og svör við helstu spurningum á vef Atlantsorku. Jafnframt sé hægt að skrá sig í viðskipti á einfaldan máta með rafrænum skilríkjum. Tekið er fram í tilkynningunni að auðvelt sé að skipta um raforkusölufyrirtæki, því fylgi lítil sem engin röskun.