
Mygla

Ásmundur Einar sendir starfsfólk heim vegna myglu
Mennta-og barnamálaráðuneytið er nú í húsnæðisleit vegna myglu í húsnæði ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 4 í miðborg Reykjavíkur. Hluti starfsmanna er heimavinnandi.

Myglan hafi engin áhrif á skólahaldið
Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu.

Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa vegna myglu
Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi eru um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Nýlega barst borgarfulltrúum ályktun frá fulltrúum starfsfólks Laugarnesskóla sem segir komið að þolmörkum.

Alveg ljóst að kennt verði í MS í haust
Byggingar Menntaskólans við Sund þarfnast mikils viðhalds og loka gæti þurft skólanum í þrjú ár á framkvæmdatímanum. Formaður kennarafélags MS segir þó alveg ljóst að kennt verði við skólann í haust.

Rifta samningi við verktaka vegna nýs Kársnesskóla
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt heimild til riftunar á verksamningi við ítalska verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher vegna byggingar nýs Kársnesskóla. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi.

Segir skóla þurfa að bíða í kreppu, heimsfaraldri og góðæri
Kennari við Laugarnesskóla kveðst vera langþreytt á bið eftir alvöru úrbótum á húsnæði skólans. Hún segir skóla þurfa að bíða í kreppu, heimsfaraldri og, að því er virðist, góðæri líka. Nú sé mál að linni.

„Þetta gerir mig bæði öskureiða og sorgmædda“
Móðir stúlku í Laugarnesskóla er bæði öskureið og sorgmædd yfir að borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að tryggja heilnæmt skólaumhverfi fyrir börnin sín. Dóttir hennar hafi verið líkt og langveik þegar verst lét eftir heilan vetur í skólastofu með rakaskemmdum.

Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir
Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu.

Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar
Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis.

Hvergi til nægileg þekking til að finna endanlega lausn á rakavandamálum
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að ekki liggi fyrir nægileg þekking hér á landi þannig að finna megi lausnir á rakavandamálum í byggingum. Þetta kemur fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um byggingarannsóknir.

Reykjavíkurborg greitt 64,8 milljónir vegna mygluúttekta frá 2018
Reykjavíkurborg hefur greitt 64,8 milljónir króna til verkfræðistofa vegna mygluúttekta frá 2018. Mest hefur verið greitt fyrir þjónustu Eflu og Mannvits, 30 milljónir annars vegar og 23,8 milljónir hins vegar.

Hætta starfsemi ungmennabúða á Laugarvatni
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur ákveðið að hætta starfsemi ungmennabúða á Laugarvatni. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að rekja megi ákvörðunina til myglu og rakaskemmda sem fundust í febrúar á þessu ári.

Leikskólakennari í innvistarvanda
Hvað felst í titlinum? Kennari sem á í innri vanda eða er það húsnæðið sem kennarinn vinnur í sem er í vanda? Þó að seinni fullyrðingin sé skilgreiningin (innvistarvandi = rakaskemmdir/mygla í húsnæði á vegum borgarinnar) þá er í raun ekki hægt að aðgreina þessar tvær skilgreiningar.

Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda
Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla.

Mygludraugabanar geti fundið myglu þar sem þeir vilja
Hilmar Þór Björnsson arkitekt segir það vera vandamál að verkfræðistofan EFLA skuli bæði sjá um að greina myglu og bjóða upp á ráðgjöf við að fjarlægja hana. Sérfræðingur í myglu segir ekkert vera athugavert við það þar sem verkefnið sé flókið.

Foreldrar krafist úrbóta áður en myglan greindist en talað fyrir daufum eyrum
Unnið er að leiðum til að bregðast við myglu í Melaskóla og framkvæmdir gætu hafist í vor. Deildarstjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir bestu leiðina vera að endurnýja innra og ytra byrði hússins en til þess þurfi að aflétta friðunarákvæði. Formaður foreldrafélags skólans segir félagið lengi hafa kallað eftir því að brugðist verði við slæmu ástandi hússins en talað fyrir daufum eyrum.

Þarf að aflétta friðun Melaskóla til að leysa mygluvanda til lengri tíma
Langbesta leiðin til þess að leysa raka- og mygluvandamál í Melaskóla kallar á að friðun á ytri hjúp hússins verði aflétt. Reykjavíkurborg stefnir að því að kynna grófa áætlun um endurbætur á skólanum í vor.

Mygla fannst í eldra húsnæði Melaskóla
Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í eldra húsnæði Melaskóla. Skólastjórnendur hafa boðið til fundar með foreldrum og aðstandendum nemenda næstkomandi mánudag.

Ungmennabúðum á Laugarvatni lokað vegna myglu
Starfsemi Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni leggst af á meðan ráðist verður í umfangsmiklar framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda sem greinst hafa í húsnæði ungmennabúða félagsins á staðnum.

Rakaskemmdir í Menntaskólanum við Sund
Hluti húsnæðis Menntaskólans við Sund hefur orðið fyrir rakaskemmdum og þarf að loka tveimur svæðum í húsnæðinu. Skemmdirnar fundust við rakaskimun og sýnatöku verkfræðistofunnar EFLU vegna hugsanlegrar myglu.

Treysta sér ekki til að drekka kranavatn á slökkvistöðinni
Starfsmenn slökkviliðs Borgarbyggðar treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum á kaffistofu slökkvistöðvarinnar. Sjáanlegar rakaskemmdir eru á svæðum á kaffistofunni en myglu má finna í skrifstofuhluta stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að endurnýjun á húsnæðinu ljúki árið 2025.

Skólahald fellt niður til miðvikudags vegna rakaskemmda
Stjórn grunnskólans Flataskóla í Garðabæ hefur ákveðið að fella niður skólahald í skólanum til næsta miðvikudags. Ástæðan er rakaskemmdir.

Hluti nemenda haldi sig heima og aðrir komi með nesti vegna myglu
Niðurstöður úr sýnatökum í Flataskóla í Garðabæ benda til þess að loka þurfi nokkrum rýmum í skólanum til viðbótar vegna myglu. Nemendur í þriðja og sjöunda bekk þurfa að halda sig heima næstu tvo daga og aðrir nemendur þurfa að taka með nesti vegna lokunar mötuneytis skólans.

Borgin vinnur á hraða snigilsins
Móðir barns í Fossvogsskóla segir foreldra langþreytta á ítrekuðum vandamálum sem komið hafa upp í skólanum síðustu misseri, nú síðast þegar gríðarlegur leki varð í glænýju þaki skólans. Borgin vinni á hraða snigilsins, sem sé óásættanlegt.

Skýrslan sem hvarf
Samfélag byggir á trausti. Við treystum því að hagsmunir okkar séu varðir af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa á opinberum vettvangi og að yfirvöld séu traustsins verð, ekki síst þegar kemur að heilsu barnanna okkar. Á haustdögum, eftir að jarðvegssveppur fannst í Miðgarði, lagði Garðabæjarlistinn fram ítarlega fyrirspurn um viðbrögð og forvarnir bæjarins við raka- og mygluskemmdum.

Enga myglu að finna þar sem hælisleitendur eru hýstir í Grindavík
Enga myglu er að finna í Festi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur. Forstjóri stofnunarinnar segir mikla áskorun bíða hennar á árinu vegna fjölda flóttamanna sem stefna hingað til lands. Gríðarlegur skortur sé á húsnæði.

Foreldrar bíða svara: Segja Safamýrina eins og lestarstöð fulla af iðnaðarmönnum
Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að foreldrum barna í leikskólanum Hlíð var tilkynnt að flytja þyrfti starfsemina vegna myglu. Foreldrafélag leikskólans líkir leikskólaplássi í Safamýri, þar sem hluta barnanna var komið fyrir, við kalda lestarstöð fulla af iðnaðarmönnum. Foreldrar óska eftir fundi með skóla- og frístundasviði ásamt eignaskrifstofu borgarinnar.

Mikil fjölgun myglugreininga
Rannsóknarstofa Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri greindi 1.532 sýni í fyrra þar sem grunur lék á að myglu væri að ræða. Þetta er 22 prósenta fjölgun frá fyrra ári.

Mygla hefur greinst í um þrjátíu skólabyggingum og búist er við aukningu
Mygla hefur komið upp í um þrjátíu grunn-og leikskólum í Reykjavík. Nú síðast í þremur leikskólum en færa þarf starfsemi tveggja þeirra í annað húsnæði. Sviðsstjóri segir borgina í átaki og telur að fleiri skólar bætist í hópinn.

Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við
Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna.